Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt okkur um baðhús og baðmenningu í Rómaveldi?

Geir Þ. Þórarinsson

Almenningsböð voru mikilvægur þáttur í menningu Rómverja. Þau eru talin eiga uppruna sinn á 2. öld f.Kr. Flestir höfðu ekki aðgang að baði í heimahúsum og urðu því að fara í baðhús (balnea) til þess að baða sig. Einungis þeir allra ríkustu höfðu efni á að hafa laugar inni á eigin heimili. Baðhúsin urðu æ glæsilegri á keisaratímanum og þau glæsilegustu (thermae) voru jafnframt eins konar félagsmiðstöðvar. Fyrsta baðhúsið af því tagi lét Marcus Vipsanius Agrippa byggja á Marsvelli norðvestan við Róm árið 20.


Í borginni Bath á Englandi er baðhús frá tímum Rómverja. Mörgu hefur þó verið breytt í aldanna rás og allt á myndinni sem er fyrir ofan súlurnar eru til að mynda seinni tíma viðbót.

Í baðhúsunum hittust menn og ræddu saman, ef til vill ekki ósvipað og margir Íslendingar í almenningssundlaugum. Upphaflega voru baðhúsin einungis ætluð körlum en síðar meir var konum einnig heimill aðgangur að baðhúsunum. Oftast voru þó baðhúsin ekki opin körlum og konum samtímis. Stundum voru þau opin konum frá dögun til klukkan eitt um eftirmiðdag en körlum frá klukkan tvö til átta að kvöldi. Þó kom einnig fyrir að baðhúsin væru opin báðum kynjum samtímis. Svo virðist einnig sem sum baðhúsin hafi verið opin á kvöldin. Aðgangur að baðhúsi var gegn vægu gjaldi, aðgangseyrir kvenna gat verið lægri en karla en börn og hermenn þurftu alla jafna ekki að borga.

Baðhúsin voru afar glæsilegar byggingar og vel skreyttar. Þar voru búningsklefar, sundlaugar og heitir pottar, eins og við þekkjum úr almenningssundlaugum okkar. Vatnsveitubrýr veittu vatni í baðhúsin en einnig var regnvatni safnað. En þar var einnig hægt að stunda líkamsrækt og jafnvel sólböð og fara í nudd. Í baðhúsunum hafði almenningur líka aðgang að salerni en fæst heimili höfðu þau. Í baðhúsunum var enn fremur hægt að spila ýmiss konar spil og hlýða á fyrirlestra svo að þar fór fram ákveðinn hluti af félagslífi Rómverja. Ef til vill má segja að baðhús Rómverja samsvari að einhverju leyti íþróttahúsum (gymnasion) Grikkja eða hafi gegnt áþekku félagslegu hlutverki.

Áætlað er að í Róm hafi verið um 170 baðhús á 1. öld f.Kr. og þeim fjölgaði mjög. Keisararnir Neró, Títus og Trajanus, Caracalla, Diocletianus og Konstantínus mikli létu allir byggja stórfengleg baðhús. Stærstu baðhúsin gátu tekið á móti allt að 4000 gestum í einu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Ítarefni:
  • Balsdon, L.P.V.D., Life and Leisure in Ancient Rome (The Bodley Head, 1969).
  • Cowell, F.R., Everyday Life in Ancient Rome (B.T. Batsford, 1961).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

13.3.2009

Spyrjandi

Eva Kristjánsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, f. 1996

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt okkur um baðhús og baðmenningu í Rómaveldi?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2009. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51823.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 13. mars). Hvað getið þið sagt okkur um baðhús og baðmenningu í Rómaveldi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51823

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt okkur um baðhús og baðmenningu í Rómaveldi?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2009. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51823>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt okkur um baðhús og baðmenningu í Rómaveldi?
Almenningsböð voru mikilvægur þáttur í menningu Rómverja. Þau eru talin eiga uppruna sinn á 2. öld f.Kr. Flestir höfðu ekki aðgang að baði í heimahúsum og urðu því að fara í baðhús (balnea) til þess að baða sig. Einungis þeir allra ríkustu höfðu efni á að hafa laugar inni á eigin heimili. Baðhúsin urðu æ glæsilegri á keisaratímanum og þau glæsilegustu (thermae) voru jafnframt eins konar félagsmiðstöðvar. Fyrsta baðhúsið af því tagi lét Marcus Vipsanius Agrippa byggja á Marsvelli norðvestan við Róm árið 20.


Í borginni Bath á Englandi er baðhús frá tímum Rómverja. Mörgu hefur þó verið breytt í aldanna rás og allt á myndinni sem er fyrir ofan súlurnar eru til að mynda seinni tíma viðbót.

Í baðhúsunum hittust menn og ræddu saman, ef til vill ekki ósvipað og margir Íslendingar í almenningssundlaugum. Upphaflega voru baðhúsin einungis ætluð körlum en síðar meir var konum einnig heimill aðgangur að baðhúsunum. Oftast voru þó baðhúsin ekki opin körlum og konum samtímis. Stundum voru þau opin konum frá dögun til klukkan eitt um eftirmiðdag en körlum frá klukkan tvö til átta að kvöldi. Þó kom einnig fyrir að baðhúsin væru opin báðum kynjum samtímis. Svo virðist einnig sem sum baðhúsin hafi verið opin á kvöldin. Aðgangur að baðhúsi var gegn vægu gjaldi, aðgangseyrir kvenna gat verið lægri en karla en börn og hermenn þurftu alla jafna ekki að borga.

Baðhúsin voru afar glæsilegar byggingar og vel skreyttar. Þar voru búningsklefar, sundlaugar og heitir pottar, eins og við þekkjum úr almenningssundlaugum okkar. Vatnsveitubrýr veittu vatni í baðhúsin en einnig var regnvatni safnað. En þar var einnig hægt að stunda líkamsrækt og jafnvel sólböð og fara í nudd. Í baðhúsunum hafði almenningur líka aðgang að salerni en fæst heimili höfðu þau. Í baðhúsunum var enn fremur hægt að spila ýmiss konar spil og hlýða á fyrirlestra svo að þar fór fram ákveðinn hluti af félagslífi Rómverja. Ef til vill má segja að baðhús Rómverja samsvari að einhverju leyti íþróttahúsum (gymnasion) Grikkja eða hafi gegnt áþekku félagslegu hlutverki.

Áætlað er að í Róm hafi verið um 170 baðhús á 1. öld f.Kr. og þeim fjölgaði mjög. Keisararnir Neró, Títus og Trajanus, Caracalla, Diocletianus og Konstantínus mikli létu allir byggja stórfengleg baðhús. Stærstu baðhúsin gátu tekið á móti allt að 4000 gestum í einu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Ítarefni:
  • Balsdon, L.P.V.D., Life and Leisure in Ancient Rome (The Bodley Head, 1969).
  • Cowell, F.R., Everyday Life in Ancient Rome (B.T. Batsford, 1961).

Mynd: