Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918?

EDS

Anastasía Nikolaevna Romanova fæddist 18. júní 1901. Hún var yngst fjögurra dætra Nikulásar II., síðasta keisara Rússlands (1868-1918) og Alexöndru konu hans (1872-1918). Eldri systur hennar þrjár voru Olga (1895-1918), Tatíana (1897-1918) og María (1899-1918) en yngstur keisarabarnanna var sonurinn Alexei (1904-1918). Anastasía er sjálfsagt þekktust þessara systkina, ekki vegna þess að líf hennar hafi verið svo frábrugðið þeirra hinna, heldur vegna þeirra sögusagna sem komust á kreik um að hún hefði lifað af þegar fjölskylda hennar var tekin af lífi.

Rússneska keisarafjölskyldan - mynd líklega frá 1913 eða 1914. Aftast standa Olga og Tatíana, sitjandi eru María, Alexandra keisaraynja, Nikulás II. og Anastasía, fremstur situr Alexei.

Í kjölfar febrúarbyltingarinnar í Rússlandi 1917 afsalaði Nikulás II. sér völdum. Keisarafjölskyldan var hneppt í varðhald til að byrja með en þann 17. júlí 1918 var keisarinn tekinn af lífi ásamt Alexöndru konu sinni og börnum þeirra fimm. Um þetta má lesa nánar í svari Sverris Jakobssonar við spurningunni Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni?

Fljótlega eftir aftökuna komst á kreik sú saga að Anastasía hefði lifað aftökuna af og jafnvel Alexei bróðir hennar einnig. Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því að þessar sögusagnir fóru upphaflega af stað. Ýmsir töldu sig hafa séð Anastasíu bregða fyrir eftir að keisarafjölskyldan hafði verið tekin af lífi, ráðamenn gáfu ekki skýr svör um afdrif keisarafjölskyldunnar þegar eftir þeim var leitað og engin lík voru til sönnunar þess hverjir höfðu verið teknir af lífi.

Anastasía ásamt öðrum meðlimum keisarafjölskyldunnar var höfð í haldi í Tobolsk í Síberíu frá ágúst 1917 til maí 1918. Mynd frá vorinu 1918.

Næstu árin og áratugina komu fram þónokkrar konur sem sögðust vera hin meinta keisaradóttir og voru þær með ýmsar skýringar á því hvernig þær hefði komist af. Frægust þessara kvenna var líklega Anna Anderson. Hún hafði verið vistuð á spítala fyrir geðsjúka í Berlín eftir misheppnaða sjálfsvígstilraun 1920 og neitað að segja til nafns eða gera grein fyrir sér. Smám saman fór sá orðrómur að breiðast út að hún væri í raun Anastasía. Fólk sem þekkt hafði keisarafjölskylduna áður, ættingjar, vinir og fólk sem starfaði við hirðina, skiptist í tvo hópa, sumir voru sannfærðir um að þarna væri yngsta keisaradóttirin komin en aðrir voru þess fullvissir að um svik væri að ræða. Úr þessu varð áratuga langt deilumál en Anna Anderson hélt því fram allt til dauðadags árið 1984 að hún væri Anastasía.

Minnisvarði í skóginum við Ékaterínburg þar sem líkum keisarafjölskyldunnar var komið fyrir árið 1918. Árið 1998 fengu þau formlega útför og eru jarðsett í Kirkju Péturs og Páls í St. Pétursborg.

Árið 1991 voru grafnar upp líkamsleifar níu manns í skógi utan við Ékaterínburg þar sem keisarafjölskyldan hafði verið í haldi og tekin af líf. Rannsóknir leiddu í ljós að þetta voru lík keisarahjónanna, þriggja dætra þeirra og fjögurra úr starfsliði fjölskyldunnar. Tvö barnanna fundust ekki, sonurinn Alexei og annað hvort Anastasía eða María, en vísindamenn greindi á um hvor þeirra það væri. Þann 18. júlí 1998, 80 árum eftir atburðina í Ékaterínburg, fengu þessir fimm meðlimir keisarafjölskyldunnar að lokum formlega jarðarför.

Árið 2007 fundust líkamsleifar drengs og ungrar konu grafnar ekki langt frá þeim stað þar sem keisarafjölskyldan hafði fundist. DNA-rannsóknir sýndu að þetta voru jarðneskar leifar þeirra tveggja úr fjölskyldunni sem vantaði og þar með var endanlega staðfest að hvorki Anastasía, né nokkur annað keisarabarnanna, hefði lifað af.

Anna Anderson sem líklega hét réttu nafni Franziska Schanzkowska (1896-1984). Myndin er tekin 1922 eða um svipað leyti og farið var að tala um hana sem Anastasíu.

Um Önnu Anderson er það hins vegar að segja að rannsóknir á lífsýnum úr henni og samanburður við erfðaefni úr ættingjum keisarafjölskyldunnar hafa sýnt að Anna var á engan hátt skyld Romanov-fjölskyldunni. Hins vegar bentu rannsóknir eindregið til þess að hún gæti verið pólsk verkakona að nafni Franziska Schanzkowska, eins og einhverjir höfðu bent á fljótlega eftir að fyrst var farið að tala um Önnu sem Anastasíu.

Heimildir og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Af hverju var Anastasía Romanova talin lifa af?
  • Eru líkur á því að Anastasía, dóttir Nikulásar 2, hafi komst lifandi af nóttina sem bolsévíkar létu myrða rússnesku keisarafjölskyldunna?

Höfundur

Útgáfudagur

30.12.2015

Spyrjandi

Kristín Helga, Kristín Halla Helgadóttir, Auður Ýr Harðardóttir, Guðrún Kvaran, Kristrún Kristinsdóttir, Rut Kaliebsdóttir

Tilvísun

EDS. „Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51861.

EDS. (2015, 30. desember). Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51861

EDS. „Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51861>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918?
Anastasía Nikolaevna Romanova fæddist 18. júní 1901. Hún var yngst fjögurra dætra Nikulásar II., síðasta keisara Rússlands (1868-1918) og Alexöndru konu hans (1872-1918). Eldri systur hennar þrjár voru Olga (1895-1918), Tatíana (1897-1918) og María (1899-1918) en yngstur keisarabarnanna var sonurinn Alexei (1904-1918). Anastasía er sjálfsagt þekktust þessara systkina, ekki vegna þess að líf hennar hafi verið svo frábrugðið þeirra hinna, heldur vegna þeirra sögusagna sem komust á kreik um að hún hefði lifað af þegar fjölskylda hennar var tekin af lífi.

Rússneska keisarafjölskyldan - mynd líklega frá 1913 eða 1914. Aftast standa Olga og Tatíana, sitjandi eru María, Alexandra keisaraynja, Nikulás II. og Anastasía, fremstur situr Alexei.

Í kjölfar febrúarbyltingarinnar í Rússlandi 1917 afsalaði Nikulás II. sér völdum. Keisarafjölskyldan var hneppt í varðhald til að byrja með en þann 17. júlí 1918 var keisarinn tekinn af lífi ásamt Alexöndru konu sinni og börnum þeirra fimm. Um þetta má lesa nánar í svari Sverris Jakobssonar við spurningunni Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni?

Fljótlega eftir aftökuna komst á kreik sú saga að Anastasía hefði lifað aftökuna af og jafnvel Alexei bróðir hennar einnig. Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því að þessar sögusagnir fóru upphaflega af stað. Ýmsir töldu sig hafa séð Anastasíu bregða fyrir eftir að keisarafjölskyldan hafði verið tekin af lífi, ráðamenn gáfu ekki skýr svör um afdrif keisarafjölskyldunnar þegar eftir þeim var leitað og engin lík voru til sönnunar þess hverjir höfðu verið teknir af lífi.

Anastasía ásamt öðrum meðlimum keisarafjölskyldunnar var höfð í haldi í Tobolsk í Síberíu frá ágúst 1917 til maí 1918. Mynd frá vorinu 1918.

Næstu árin og áratugina komu fram þónokkrar konur sem sögðust vera hin meinta keisaradóttir og voru þær með ýmsar skýringar á því hvernig þær hefði komist af. Frægust þessara kvenna var líklega Anna Anderson. Hún hafði verið vistuð á spítala fyrir geðsjúka í Berlín eftir misheppnaða sjálfsvígstilraun 1920 og neitað að segja til nafns eða gera grein fyrir sér. Smám saman fór sá orðrómur að breiðast út að hún væri í raun Anastasía. Fólk sem þekkt hafði keisarafjölskylduna áður, ættingjar, vinir og fólk sem starfaði við hirðina, skiptist í tvo hópa, sumir voru sannfærðir um að þarna væri yngsta keisaradóttirin komin en aðrir voru þess fullvissir að um svik væri að ræða. Úr þessu varð áratuga langt deilumál en Anna Anderson hélt því fram allt til dauðadags árið 1984 að hún væri Anastasía.

Minnisvarði í skóginum við Ékaterínburg þar sem líkum keisarafjölskyldunnar var komið fyrir árið 1918. Árið 1998 fengu þau formlega útför og eru jarðsett í Kirkju Péturs og Páls í St. Pétursborg.

Árið 1991 voru grafnar upp líkamsleifar níu manns í skógi utan við Ékaterínburg þar sem keisarafjölskyldan hafði verið í haldi og tekin af líf. Rannsóknir leiddu í ljós að þetta voru lík keisarahjónanna, þriggja dætra þeirra og fjögurra úr starfsliði fjölskyldunnar. Tvö barnanna fundust ekki, sonurinn Alexei og annað hvort Anastasía eða María, en vísindamenn greindi á um hvor þeirra það væri. Þann 18. júlí 1998, 80 árum eftir atburðina í Ékaterínburg, fengu þessir fimm meðlimir keisarafjölskyldunnar að lokum formlega jarðarför.

Árið 2007 fundust líkamsleifar drengs og ungrar konu grafnar ekki langt frá þeim stað þar sem keisarafjölskyldan hafði fundist. DNA-rannsóknir sýndu að þetta voru jarðneskar leifar þeirra tveggja úr fjölskyldunni sem vantaði og þar með var endanlega staðfest að hvorki Anastasía, né nokkur annað keisarabarnanna, hefði lifað af.

Anna Anderson sem líklega hét réttu nafni Franziska Schanzkowska (1896-1984). Myndin er tekin 1922 eða um svipað leyti og farið var að tala um hana sem Anastasíu.

Um Önnu Anderson er það hins vegar að segja að rannsóknir á lífsýnum úr henni og samanburður við erfðaefni úr ættingjum keisarafjölskyldunnar hafa sýnt að Anna var á engan hátt skyld Romanov-fjölskyldunni. Hins vegar bentu rannsóknir eindregið til þess að hún gæti verið pólsk verkakona að nafni Franziska Schanzkowska, eins og einhverjir höfðu bent á fljótlega eftir að fyrst var farið að tala um Önnu sem Anastasíu.

Heimildir og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Af hverju var Anastasía Romanova talin lifa af?
  • Eru líkur á því að Anastasía, dóttir Nikulásar 2, hafi komst lifandi af nóttina sem bolsévíkar létu myrða rússnesku keisarafjölskyldunna?

...