Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða kemur það að tala um krókódílstár, hvers konar tár eru það?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að gráta krókódílstárum er sennilega tekið að láni úr dönsku at græde krokodilletårer en orðatiltækið þekkist í fleiri málum. Á ensku er það to cry crocodile tears en einnig eru notaðar sagnirnar shed og weep. Á þýsku er notað Krokodilstränen vergießen eða weinen og í frönsku verser des larmes/pleurs de crocodile.

Orðasambandið er þekkt hérlendis að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Líkingin er sótt til þess að krókódílar mynda ekki tár, ,,gráta þurrum tárum“ og er þá átt við að þeir harmi ekki grimmdarverk sín. Að gráta krókódílstárum er notað í yfirfærðri merkingu um tár sem felld eru í hræsni og engin raunveruleg samúð er að baki.

Með orðasambandinu að gráta krókódílstárum er átt við tár sem felld eru í hræsni og engin raunveruleg samúð er að baki.

Í fornu máli þekkist að gráta þurrum tárum í sömu merkingu. Í Gylfaginningu Snorra-Eddu segir frá því að Þökk tröllkona hafi verið hin eina sem neitaði að gráta Baldur, son Óðins, úr Helju eftir að hann hafði verið drepinn með mistilteini. Hún svaraði beiðninni: Þökk mun gráta / þurrum tárum / Baldurs bálfarar.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.3.2009

Síðast uppfært

24.4.2024

Spyrjandi

Þorvaldur Vestmann

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða kemur það að tala um krókódílstár, hvers konar tár eru það?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2009, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51876.

Guðrún Kvaran. (2009, 17. mars). Hvaða kemur það að tala um krókódílstár, hvers konar tár eru það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51876

Guðrún Kvaran. „Hvaða kemur það að tala um krókódílstár, hvers konar tár eru það?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2009. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51876>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða kemur það að tala um krókódílstár, hvers konar tár eru það?
Orðasambandið að gráta krókódílstárum er sennilega tekið að láni úr dönsku at græde krokodilletårer en orðatiltækið þekkist í fleiri málum. Á ensku er það to cry crocodile tears en einnig eru notaðar sagnirnar shed og weep. Á þýsku er notað Krokodilstränen vergießen eða weinen og í frönsku verser des larmes/pleurs de crocodile.

Orðasambandið er þekkt hérlendis að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Líkingin er sótt til þess að krókódílar mynda ekki tár, ,,gráta þurrum tárum“ og er þá átt við að þeir harmi ekki grimmdarverk sín. Að gráta krókódílstárum er notað í yfirfærðri merkingu um tár sem felld eru í hræsni og engin raunveruleg samúð er að baki.

Með orðasambandinu að gráta krókódílstárum er átt við tár sem felld eru í hræsni og engin raunveruleg samúð er að baki.

Í fornu máli þekkist að gráta þurrum tárum í sömu merkingu. Í Gylfaginningu Snorra-Eddu segir frá því að Þökk tröllkona hafi verið hin eina sem neitaði að gráta Baldur, son Óðins, úr Helju eftir að hann hafði verið drepinn með mistilteini. Hún svaraði beiðninni: Þökk mun gráta / þurrum tárum / Baldurs bálfarar.

Mynd:...