Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvers vegna grátum við?

JMH

Ekki er fullkomlega vitað af hverju við grátum. Við grátum oft þegar eitthvað kemur okkur í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar við upplifum sorg, gleði eða sársauki. Orsök gráts má rekja til lífeðlisfræðilegra breytinga sem verða til skamms tíma í miðtaugakerfinu. Ákveðin svæði í heilanum verða virk og þaðan berast síðan boð til tárakirtlanna um að framleiða tár og við förum að gráta.

Samsetning tára getur verið afar flókin. Þau eru uppfull af ýmsum efnum, svo sem salti og hormónum. Margir vísindamenn sem hafa rannsakað grát telja að með honum sé líkaminn bæði að gefa frá sér ákveðin merki auk þess sem tilfinningaleg losun á sér stað.

Það kannast eflaust flestir við að finna fyrir létti eftir að hafa grátið. Gráturinn virðist losa um tilfinningalega spennu sem hefur byggst upp í líkamanum. Það er því mjög gott og gilt ráð að gráta þegar ástæða er til, til dæmis í sorgarferli. Fólki líður þá betur eftir á. Skýringin á þessu er einkum sú að við grát losnar kvalastillandi efni í heilanum, endorfín, og það eykur vellíðan.

Rannsóknir hafa sýnt að flest spendýr gráta ef þau upplifa mikinn sársauka. Eftir því sem við best vitum er þó maðurinn eina spendýrið sem fellir tár við tilfinningalegt áreiti. Sumar rannsóknir hafa þó bent til þess að fílar og górillur geri slíkt hið sama.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Eftir Christinu Snyder tekin af Flickr.com og birt undir Creative Commons leyfi.


Mjög margir hafa sent Vísindavefnum fyrirspurn um grát og tár. Aðrir spyrjendur eru:
Eva Ólafsdóttir, Hjörleifur Jóhannesson, Inga Jóna Kristjánsdóttir, Bragi Kristjánsson, Björgvin Rafn, Hafdís Hauksdóttir, Sigurlaug Jónasdóttir, Páll Grétarsson, Sigíður Kristjánsdóttir, Bjarni Barkarson, Hrafnhildur Björk Guðgeirsdóttir, Sigrún Björg, Birta Rós, Elínborg Önundardóttir, Ívar Tumi Tumason, Alexander Már, Hermann Valdi, Vera Dögg Snorradóttir, Ásta Soffía, Anna Haraldsdóttir, María Pálsdóttir, Karen Mayen, Unnar Ari Hansson, Aron Friðrik Georgsson, Einar Þór Stefánsson, Sunnefa Þórarinsdóttir, Þóra Katrín Þórsdóttir og Margrét Ýr Einarsdóttir.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.2.2008

Spyrjandi

Guðný Björnsdóttir
Tinna Rán Kjartansdóttir

Tilvísun

JMH. „Hvers vegna grátum við?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2008. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7107.

JMH. (2008, 27. febrúar). Hvers vegna grátum við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7107

JMH. „Hvers vegna grátum við?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2008. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7107>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna grátum við?
Ekki er fullkomlega vitað af hverju við grátum. Við grátum oft þegar eitthvað kemur okkur í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar við upplifum sorg, gleði eða sársauki. Orsök gráts má rekja til lífeðlisfræðilegra breytinga sem verða til skamms tíma í miðtaugakerfinu. Ákveðin svæði í heilanum verða virk og þaðan berast síðan boð til tárakirtlanna um að framleiða tár og við förum að gráta.

Samsetning tára getur verið afar flókin. Þau eru uppfull af ýmsum efnum, svo sem salti og hormónum. Margir vísindamenn sem hafa rannsakað grát telja að með honum sé líkaminn bæði að gefa frá sér ákveðin merki auk þess sem tilfinningaleg losun á sér stað.

Það kannast eflaust flestir við að finna fyrir létti eftir að hafa grátið. Gráturinn virðist losa um tilfinningalega spennu sem hefur byggst upp í líkamanum. Það er því mjög gott og gilt ráð að gráta þegar ástæða er til, til dæmis í sorgarferli. Fólki líður þá betur eftir á. Skýringin á þessu er einkum sú að við grát losnar kvalastillandi efni í heilanum, endorfín, og það eykur vellíðan.

Rannsóknir hafa sýnt að flest spendýr gráta ef þau upplifa mikinn sársauka. Eftir því sem við best vitum er þó maðurinn eina spendýrið sem fellir tár við tilfinningalegt áreiti. Sumar rannsóknir hafa þó bent til þess að fílar og górillur geri slíkt hið sama.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Eftir Christinu Snyder tekin af Flickr.com og birt undir Creative Commons leyfi.


Mjög margir hafa sent Vísindavefnum fyrirspurn um grát og tár. Aðrir spyrjendur eru:
Eva Ólafsdóttir, Hjörleifur Jóhannesson, Inga Jóna Kristjánsdóttir, Bragi Kristjánsson, Björgvin Rafn, Hafdís Hauksdóttir, Sigurlaug Jónasdóttir, Páll Grétarsson, Sigíður Kristjánsdóttir, Bjarni Barkarson, Hrafnhildur Björk Guðgeirsdóttir, Sigrún Björg, Birta Rós, Elínborg Önundardóttir, Ívar Tumi Tumason, Alexander Már, Hermann Valdi, Vera Dögg Snorradóttir, Ásta Soffía, Anna Haraldsdóttir, María Pálsdóttir, Karen Mayen, Unnar Ari Hansson, Aron Friðrik Georgsson, Einar Þór Stefánsson, Sunnefa Þórarinsdóttir, Þóra Katrín Þórsdóttir og Margrét Ýr Einarsdóttir.
...