Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur?

EDS

Gráti fylgir oft tilfinningalegu uppnámi eins og sorg, reiði, hræðslu eða sársauka. Þessar og reyndar fleiri tilfinningar koma af stað ferli í líkama okkar sem kallast "flótta- eða árásarviðbragð" (fight or flight response). Þá verða ýmsar breytingar á starfsemi líkamans sem allar miða að því að koma honum í viðbragðsstöðu og búa hann undir átök eða hraðann flótta. Kjarninn í viðbrögðum líkamanns er að hækka blóðsykurinn og auka súrefnisstreymi til vöðva þannig að þeir geti betur tekið á.

Til þess að auka súrefnisstreymið verður hjartslátturinn örari og æðarnar sem liggja til vöðva, hjarta, lungna og heila víkka en æðar til innyfla og húðar dragast saman. Jafnframt verður öndunin hraðari og loftvegurinn víkkar. Og þá erum við komin að kekkinum í hálsinum.

Um leið og þessi maður ætlar að reyna að kyngja er líklegt að hann finni fyrir kökk í hálsinum.

Til þess að öndunarvegurinn víkki þannig að meira loft berist til lungnanna víkkar raddglufan, en það er rauf sem loftið fer um og opnast niður í barkann, eins mikið og hægt er. Við finnum ekkert sérstaklega fyrir því fyrr en við ætlum að kyngja, því við kyngingu þarf raddglufan að lokast þannig að matur berist ekki niður í barkann. Þegar við grátum og þurfum síðan að kyngja verður því togstreita á milli vöðvanna sem víkka raddraufina og vöðvanna sem sjá um kyngingu. Kökkurinn sem við finnum og gerir okkur erfitt fyrir að kyngja er afleiðing af þessari togstreitu um raddraufina og hversu opin eða lokuð hún á að vera.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem flótta- eða árásarviðbragð kemur við sögu:

Heimild: What causes the 'lump' in your throat when you cry? á MadSci Network. Sótt 5. 3. 2008.

Mynd: Wikimedia Commons - Weeping Parisian from NARA. (Sótt 26. 6. 2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.3.2008

Síðast uppfært

26.6.2018

Spyrjandi

Guðrún Brjánsdóttir
Lilja Gísladóttir
Erna Markúsdóttir
Björn Swift
Kristín Pétursdóttir

Tilvísun

EDS. „Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2008, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7182.

EDS. (2008, 6. mars). Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7182

EDS. „Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2008. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7182>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur?
Gráti fylgir oft tilfinningalegu uppnámi eins og sorg, reiði, hræðslu eða sársauka. Þessar og reyndar fleiri tilfinningar koma af stað ferli í líkama okkar sem kallast "flótta- eða árásarviðbragð" (fight or flight response). Þá verða ýmsar breytingar á starfsemi líkamans sem allar miða að því að koma honum í viðbragðsstöðu og búa hann undir átök eða hraðann flótta. Kjarninn í viðbrögðum líkamanns er að hækka blóðsykurinn og auka súrefnisstreymi til vöðva þannig að þeir geti betur tekið á.

Til þess að auka súrefnisstreymið verður hjartslátturinn örari og æðarnar sem liggja til vöðva, hjarta, lungna og heila víkka en æðar til innyfla og húðar dragast saman. Jafnframt verður öndunin hraðari og loftvegurinn víkkar. Og þá erum við komin að kekkinum í hálsinum.

Um leið og þessi maður ætlar að reyna að kyngja er líklegt að hann finni fyrir kökk í hálsinum.

Til þess að öndunarvegurinn víkki þannig að meira loft berist til lungnanna víkkar raddglufan, en það er rauf sem loftið fer um og opnast niður í barkann, eins mikið og hægt er. Við finnum ekkert sérstaklega fyrir því fyrr en við ætlum að kyngja, því við kyngingu þarf raddglufan að lokast þannig að matur berist ekki niður í barkann. Þegar við grátum og þurfum síðan að kyngja verður því togstreita á milli vöðvanna sem víkka raddraufina og vöðvanna sem sjá um kyngingu. Kökkurinn sem við finnum og gerir okkur erfitt fyrir að kyngja er afleiðing af þessari togstreitu um raddraufina og hversu opin eða lokuð hún á að vera.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem flótta- eða árásarviðbragð kemur við sögu:

Heimild: What causes the 'lump' in your throat when you cry? á MadSci Network. Sótt 5. 3. 2008.

Mynd: Wikimedia Commons - Weeping Parisian from NARA. (Sótt 26. 6. 2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....