Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?

EDS

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg og samspil þeirra ræður þá augnlitnum.

Ef magn eða dreifing litarefnis í lithimnunni breytist tekur augnliturinn breytingum. Algengt er að nýfædd börn séu með blá eða grá augu en fái svo annan augnlit þegar þau eldast. Ástæðan er sú að við fæðingu er lítið sem ekkert litarefni farið að myndast í lithimnunni en þegar börnin hafa náð eins árs aldri er litarefnið orðið um 50% þess sem það er hjá fullorðnum. Við þriggja ára aldur er magn litarefnisins orðið svipað og hjá fullorðnum og augun kunna því að vera komin með allt annan lit en þegar þessi börn fæddust. Rétt er að taka það fram að þetta á við um hvít börn, börn af asískum eða afrískum uppruna fæðast yfirleitt með dökk augu.Ungabörn eru gjarnan bláeygð en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast.

Augnlitur fullorðinna getur líka breyst en minna er vitað um ástæður þess. Augnlitur virðist geta breyst með aldrinum hjá fullorðnum, en rannsóknir benda til að slíkt eigi sér stað hjá 10-15% fólks. Breytingin er þá gjarnan í þá átt að augun verða smám saman ljósari. Sjúkdómar geta komið þar við sögu og haft áhrif á magn litarefnisins og eins geta lyf haft þessi áhrif.

Í einni heimildi sem skoðuð var við gerð þessa svars var á það bent að augnlitur sumra virðist breytast ef heilsan er ekki í lagi eða ef þeir eru undir miklu álagi. Hvort grátur einn og sér breytir raunverulegum augnlit fólks skal hins vegar ósagt látið. En vissulega getur virst sem augun fái annan blæ eftir að grátið hefur verið þar sem augun verða rauðleit, bólgin og rök og má vel vera að slíkt hafi áhrif á þann lit sem við sjáum á augunum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um augu, til dæmis:

Önnur svör um augu má finna með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð neðst í svarinu.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Hólmfríður Haraldsdóttir, f. 1991

Tilvísun

EDS. „Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5896.

EDS. (2006, 10. maí). Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5896

EDS. „Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5896>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg og samspil þeirra ræður þá augnlitnum.

Ef magn eða dreifing litarefnis í lithimnunni breytist tekur augnliturinn breytingum. Algengt er að nýfædd börn séu með blá eða grá augu en fái svo annan augnlit þegar þau eldast. Ástæðan er sú að við fæðingu er lítið sem ekkert litarefni farið að myndast í lithimnunni en þegar börnin hafa náð eins árs aldri er litarefnið orðið um 50% þess sem það er hjá fullorðnum. Við þriggja ára aldur er magn litarefnisins orðið svipað og hjá fullorðnum og augun kunna því að vera komin með allt annan lit en þegar þessi börn fæddust. Rétt er að taka það fram að þetta á við um hvít börn, börn af asískum eða afrískum uppruna fæðast yfirleitt með dökk augu.Ungabörn eru gjarnan bláeygð en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast.

Augnlitur fullorðinna getur líka breyst en minna er vitað um ástæður þess. Augnlitur virðist geta breyst með aldrinum hjá fullorðnum, en rannsóknir benda til að slíkt eigi sér stað hjá 10-15% fólks. Breytingin er þá gjarnan í þá átt að augun verða smám saman ljósari. Sjúkdómar geta komið þar við sögu og haft áhrif á magn litarefnisins og eins geta lyf haft þessi áhrif.

Í einni heimildi sem skoðuð var við gerð þessa svars var á það bent að augnlitur sumra virðist breytast ef heilsan er ekki í lagi eða ef þeir eru undir miklu álagi. Hvort grátur einn og sér breytir raunverulegum augnlit fólks skal hins vegar ósagt látið. En vissulega getur virst sem augun fái annan blæ eftir að grátið hefur verið þar sem augun verða rauðleit, bólgin og rök og má vel vera að slíkt hafi áhrif á þann lit sem við sjáum á augunum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um augu, til dæmis:

Önnur svör um augu má finna með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð neðst í svarinu.

Heimildir og mynd:...