Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar búa dvergmörgæsir?

Dvergmörgæsir (Eudyptula minor) lifa á ströndum Nýja-Sjálands og suðurhluta Ástralíu. Í Ástralíu eru þær stundum kallaðar 'fairy penguins' og á Nýja-Sjálandi eru þær kallaðar 'little blue penguins' eða bara 'blue penguins'.Dvergmörgæsir lifa í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Dvergmörgæsir eru minnstar allra mörgæsa og draga nafn sitt af því. Þær eru rúmir 40 cm á lengd, vega um 1 kg og verða að meðaltali 6 ára. Til samanburðar má nefna að keisaramörgæsir sem verða öllum mörgæsum stærri geta orðið allt að 120 cm á hæð og vega á bilinu 21-40 kg. Keisaramörgæsir ná líka mun hærri aldri og geta orðið yfir 20 ára gamlar.

Það er talið að ein milljón dvergmörgæsa séu í heiminum eða um 500.000 pör af þeim.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um mörgæsir, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Útgáfudagur

9.6.2009

Spyrjandi

Svava Björk Hróbjartsdóttir, f. 1997

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Högni Grétar Kristjánsson og Eiríkur Andri Þormar. „Hvar búa dvergmörgæsir? “ Vísindavefurinn, 9. júní 2009. Sótt 20. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=52073.

Högni Grétar Kristjánsson og Eiríkur Andri Þormar. (2009, 9. júní). Hvar búa dvergmörgæsir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52073

Högni Grétar Kristjánsson og Eiríkur Andri Þormar. „Hvar búa dvergmörgæsir? “ Vísindavefurinn. 9. jún. 2009. Vefsíða. 20. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52073>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Inga Reynisdóttir

1962

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar hún jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfsaðila hennar beinast einkum að því að skilgreina erfðavísa sem hafa áhrif á myndun eða þróun krabbameins í brjóstum.