Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?

Jón Már Halldórsson

Það eru aðallega þrjár bjarnategundir (Ursus sp.) sem ráðast á menn og valda þeim tjóni, svartbirnir, skógarbirnir og ísbirnir. Svartbirnir (U. americanus) urðu 52 manneskjum að bana á tímabilinu frá 1900 til 2003. Að jafnaði drápu svartbirnir þess vegna einn mann á tveggja ára fresti. Svipaður fjöldi hefur látið lífið vegna árása skógarbjarna (U. arctos) eða 50 manns á 103 ára tímabili.

Ísbirnir (U. maritimus) eru yfirleitt taldir vera hættulegastir allra bjarna. Engu að síður er ekki mjög algengt að þeir ráðist á og drepi fólki. Árið 2017 kom út grein þar sem fjallað var um rannsókn á árásum hvítabjarna á fólk í fimm löndum; Kanada, Bandaríkjunum, Grænlandi, Noregi og Rússlandi á tímabilinu 1870-2014. Þar hafði verið farið skipulega í gegnum allar staðfestar heimildir um árásir á fólk og eru samtals skráð 73 tilfelli í þessum fimm löndum. Alls leiddu þessar árásir til 20 dauðsfalla en 65 manns slösuðust. Ef dauðsföllunum er deilt á tímabilið þá hafa ísbirnir drepið mann á um það bil sjö ára fresti. Tilfellin kunna þó að vera fleiri því þetta eru eins og áður sagði aðeins skráðar árásir.



Hvítabirnir hafa því ekki orðið eins mörgum að bana og svartbirnir og skógarbirnir. En þá þarf að hafa í huga að svartbirnir lifa á mun þéttbýlli svæðum en skógarbirnir og ísbirnir, auk þess sem stofnstærðin er margföld á við hinar tegundirnar eða um hálf milljón dýr. Skógarbirnir eru nú sennilega í kringum 200 þúsund talsins en hvítabirnir í kringum 25 þúsund dýr. Einnig er rétt að hafa í huga að hvítabirnir lifa á einum afskekktustu svæðum jarðar, þar sem lítið er um menn.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.4.2009

Spyrjandi

Andri Guðmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52146.

Jón Már Halldórsson. (2009, 1. apríl). Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52146

Jón Már Halldórsson. „Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52146>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?
Það eru aðallega þrjár bjarnategundir (Ursus sp.) sem ráðast á menn og valda þeim tjóni, svartbirnir, skógarbirnir og ísbirnir. Svartbirnir (U. americanus) urðu 52 manneskjum að bana á tímabilinu frá 1900 til 2003. Að jafnaði drápu svartbirnir þess vegna einn mann á tveggja ára fresti. Svipaður fjöldi hefur látið lífið vegna árása skógarbjarna (U. arctos) eða 50 manns á 103 ára tímabili.

Ísbirnir (U. maritimus) eru yfirleitt taldir vera hættulegastir allra bjarna. Engu að síður er ekki mjög algengt að þeir ráðist á og drepi fólki. Árið 2017 kom út grein þar sem fjallað var um rannsókn á árásum hvítabjarna á fólk í fimm löndum; Kanada, Bandaríkjunum, Grænlandi, Noregi og Rússlandi á tímabilinu 1870-2014. Þar hafði verið farið skipulega í gegnum allar staðfestar heimildir um árásir á fólk og eru samtals skráð 73 tilfelli í þessum fimm löndum. Alls leiddu þessar árásir til 20 dauðsfalla en 65 manns slösuðust. Ef dauðsföllunum er deilt á tímabilið þá hafa ísbirnir drepið mann á um það bil sjö ára fresti. Tilfellin kunna þó að vera fleiri því þetta eru eins og áður sagði aðeins skráðar árásir.



Hvítabirnir hafa því ekki orðið eins mörgum að bana og svartbirnir og skógarbirnir. En þá þarf að hafa í huga að svartbirnir lifa á mun þéttbýlli svæðum en skógarbirnir og ísbirnir, auk þess sem stofnstærðin er margföld á við hinar tegundirnar eða um hálf milljón dýr. Skógarbirnir eru nú sennilega í kringum 200 þúsund talsins en hvítabirnir í kringum 25 þúsund dýr. Einnig er rétt að hafa í huga að hvítabirnir lifa á einum afskekktustu svæðum jarðar, þar sem lítið er um menn.

Heimild og mynd:

...