Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?

Það eru aðallega þrjár bjarnategundir (Ursus sp.) sem ráðast á menn og valda þeim tjóni, svartbirnir, skógarbirnir og ísbirnir. Svartbirnir (U. americanus) urðu 52 manneskjum að bana á tímabilinu frá 1900 til 2003. Að jafnaði drápu svartbirnir þess vegna einn mann á tveggja ára fresti. Svipaður fjöldi hefur látið lífið vegna árása skógarbjarna (U. arctos) eða 50 manns á 103 ára tímabili.

Ísbirnir (U. maritimus) eru yfirleitt taldir vera hættulegastir allra bjarna. Engu að síður hafa þeir aðeins drepið fimm manns svo vitað sé á fyrrnefndu 103 ára tímabili. Það er þó rétt að taka þeirri tölu með fyrirvara, því hér að aðeins um Vestulandabúa að ræða. Ekki eru til nægar heimildir um hversu margir inúítar hafa látið lífið vegna árása hvítabjarna.Enn fremur þarf að hafa í huga að svartbirnir lifa á mun þéttbýlli svæðum en skógarbirnir og ísbirnir, auk þess sem stofnstærðin er margföld á við hinar tegundirnar eða um hálf milljón dýr. Skógarbirnir eru nú sennilega í kringum 200 þúsund talsins en hvítabirnir í kringum 25 þúsund dýr. Einnig er rétt að hafa í huga að hvítabirnir lifa á einum afskekktustu svæðum jarðar, þar sem lítið er um menn.

Ef við höldum áfram að leika okkur með tölfræðina þá má ætla að einn maður hafi verið drepinn af hverjum 9.600 svartbjörnum, 5.000 hvítabjörnum og 4.000 skógarbjörnum. Þessar tölur eiga reyndar aðeins við ef við gefum okkur að stofnstærð tegundanna hafi verið stöðug undanfarin 103 ár. Það er hins vegar ekki raunin því hvítabjörnum fækkaði nokkuð fram að friðun þeirra á 7. áratug síðustu aldar en hinar tegundirnar hafi frekar vaxið frá þarsíðustu aldamótum. Auk þess hefur mönnum fjölgað verulega á umræddu tímabili.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

1.4.2009

Spyrjandi

Andri Guðmundsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2009. Sótt 18. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=52146.

Jón Már Halldórsson. (2009, 1. apríl). Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52146

Jón Már Halldórsson. „Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2009. Vefsíða. 18. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52146>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Matthíasdóttir

1965

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna.