Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 17:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:08 • Sest 04:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:27 • Síðdegis: 25:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík

Hvor er stærri, írski úlfhundurinn eða stórdani?

JMH

Bæði þessar hundakyn eru mjög hávaxin og líklega þau hávöxnustu sem þekkjast. Samkvæmt stöðlum Bandaríska hundaræktarsambandsins (American Kennel Club) er æskileg hæð yfir herðakamb á stórdanahundum um 81 cm og á tíkum 76 cm. Þyngd hundanna er um 80-85 kg.


Hér sést írskur úlfhundur til vinstri og stórdani til hægri.

Samkvæmt sömu samtökum er æskileg hæð írskra úlfhunda 82-86 cm og þyngdin um 54,5 kg. Reynslan sýnir að úlfhundar verða að jafnaði hærri en stórdanir þó fjölmargir stórdanir geti náð geysilegri hæð. Hávöxnustu hundar sem sögur fara af eru einmitt stórdanir. Sá hæsti er hundur að nafni Gibson og mælist hann 107 cm á herðakamb.

Að jafnaði og samkvæmt hundaræktarstuðlum eru stórdanir holdmeiri og þar af leiðandi þyngri. Þeir eru því yfirleitt stærri en írskir úlfhundar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

28.4.2009

Spyrjandi

Dagbjört Gísladóttir, f. 1997

Tilvísun

JMH. „Hvor er stærri, írski úlfhundurinn eða stórdani?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2009. Sótt 29. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=52234.

JMH. (2009, 28. apríl). Hvor er stærri, írski úlfhundurinn eða stórdani? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52234

JMH. „Hvor er stærri, írski úlfhundurinn eða stórdani?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2009. Vefsíða. 29. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52234>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvor er stærri, írski úlfhundurinn eða stórdani?
Bæði þessar hundakyn eru mjög hávaxin og líklega þau hávöxnustu sem þekkjast. Samkvæmt stöðlum Bandaríska hundaræktarsambandsins (American Kennel Club) er æskileg hæð yfir herðakamb á stórdanahundum um 81 cm og á tíkum 76 cm. Þyngd hundanna er um 80-85 kg.


Hér sést írskur úlfhundur til vinstri og stórdani til hægri.

Samkvæmt sömu samtökum er æskileg hæð írskra úlfhunda 82-86 cm og þyngdin um 54,5 kg. Reynslan sýnir að úlfhundar verða að jafnaði hærri en stórdanir þó fjölmargir stórdanir geti náð geysilegri hæð. Hávöxnustu hundar sem sögur fara af eru einmitt stórdanir. Sá hæsti er hundur að nafni Gibson og mælist hann 107 cm á herðakamb.

Að jafnaði og samkvæmt hundaræktarstuðlum eru stórdanir holdmeiri og þar af leiðandi þyngri. Þeir eru því yfirleitt stærri en írskir úlfhundar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: