Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar hunda- og kattategundir í heiminum?

Margrét Björk Sigurðardóttir

Hundar tilheyra hundaættinni (Canidae) sem inniheldur um það bil 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Sem dæmi um tegundir ættarinnar má nefna úlfa (Canis lupus), sléttuúlfa (Canis latrans), rauðúlfa (Canis rufus), refi (Vulpes sp.) og hunda (Canis familiaris). Það er nefnilega aðeins til ein tegund af heimilishundum (Canis familiaris) en þessi tegund greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Nánar má lesa um hugtökin tegund, deilitegund og kyn í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hvað eru deilitegundir? Kjarni málsins er hér sá að einstaklingar af sömu tegund geta átt frjó afkvæmi saman og það á við um alla hunda af mismunandi kynjum þó að undarlegt kunni að virðast.

Hið sama á við um ketti. Þrátt fyrir að heimiliskettir líkt og hundar séu oft mjög ólíkir í útliti eru þeir allir af sömu tegund, Felis catus. Þeir skiptast hins vegar einnig niður fjölmörg kyn.

Fjöldi katta og hunda er gríðarlegur í heiminum og er mikil fjölgun þeirra vandamál á ýmsum svæðum. Talið er að um 800 hundakyn séu til í heiminum í dag og að fjöldi hunda í heiminum sé um 400 milljónir. Þekkt kattakyn eru töluvert færri þó mörg séu, en 30-40 kattakyn eru almennt viðurkennd í dag. Engar nákvæmar tölur eru til um fjölda katta í heiminum en gríðarleg fjölgun villikatta er viðvarandi vandamál í ýmsum löndum. Til dæmis er áætlað að í Bandaríkjunum einum lifi á bilinu 60-80 milljónir villikatta.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Sigrún Kristín Lárusdóttir
Hildur Ólafsdóttir
Alexandra Sigfúsdottir

Tilvísun

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað eru til margar hunda- og kattategundir í heiminum?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7290.

Margrét Björk Sigurðardóttir. (2008, 1. apríl). Hvað eru til margar hunda- og kattategundir í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7290

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað eru til margar hunda- og kattategundir í heiminum?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7290>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar hunda- og kattategundir í heiminum?
Hundar tilheyra hundaættinni (Canidae) sem inniheldur um það bil 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Sem dæmi um tegundir ættarinnar má nefna úlfa (Canis lupus), sléttuúlfa (Canis latrans), rauðúlfa (Canis rufus), refi (Vulpes sp.) og hunda (Canis familiaris). Það er nefnilega aðeins til ein tegund af heimilishundum (Canis familiaris) en þessi tegund greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Nánar má lesa um hugtökin tegund, deilitegund og kyn í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hvað eru deilitegundir? Kjarni málsins er hér sá að einstaklingar af sömu tegund geta átt frjó afkvæmi saman og það á við um alla hunda af mismunandi kynjum þó að undarlegt kunni að virðast.

Hið sama á við um ketti. Þrátt fyrir að heimiliskettir líkt og hundar séu oft mjög ólíkir í útliti eru þeir allir af sömu tegund, Felis catus. Þeir skiptast hins vegar einnig niður fjölmörg kyn.

Fjöldi katta og hunda er gríðarlegur í heiminum og er mikil fjölgun þeirra vandamál á ýmsum svæðum. Talið er að um 800 hundakyn séu til í heiminum í dag og að fjöldi hunda í heiminum sé um 400 milljónir. Þekkt kattakyn eru töluvert færri þó mörg séu, en 30-40 kattakyn eru almennt viðurkennd í dag. Engar nákvæmar tölur eru til um fjölda katta í heiminum en gríðarleg fjölgun villikatta er viðvarandi vandamál í ýmsum löndum. Til dæmis er áætlað að í Bandaríkjunum einum lifi á bilinu 60-80 milljónir villikatta.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....