Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?

Gunnlaugur Ingólfsson

Vikan sem byrjar með pálmasunnudegi og lýkur laugardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um það. Í fornu máli virðist svo sem páskavika byrji með páskadegi og sé vikan eftir páska. Þetta skýrist með því að vikan er talin hefjast með sunnudegi og páskadagur er þá fyrsti dagur vikunnar og hún dregur síðan nafn sitt af páskahátíðinni.Var síðasta kvöldmáltíðin í páskavikunni?

Í umræðum á Alþingi árið 1853 greindi menn á um þetta og kom fram tvenns konar skilningur, það er annars vegar að páskavika hæfist á pálmasunnudag og henni lyki laugardaginn fyrir páska, en hins vegar héldu aðrir því fram að páskavika hæfist á páskadag og lyki laugardaginn hinn næsta á eftir. Þessum síðarnefnda skilningi til stuðnings var vitnað í forn rit, til dæmis Laxdæla sögu, þar sem sú merking orðsins skýrist ótvírætt af samhenginu. Þessi tvenns konar skilningur kemur vel fram í þeim fáu dæmum sem eru í ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Annars er vikan fyrir páska oft nefnd dymbilvika, stundum kyrravika og jafnvel efstavika. Skírdagur og föstudagurinn langi eru gjarnan einu nafni nefndir bænadagar og hefur sú nafngift verið algeng um land allt til skamms tíma. En þessir tveir dagar hafa einnig borið fleiri nöfn þó að þau hafi ekki tíðkast um allt land.

Í Þingeyjarsýslum var orðið skírdagshelgar algengt heiti á þessum helgidögum og aðalheiti þeirra í máli fólks fyrr á tíð. Þetta orð þekktist einnig í Eyjafirði, svo og í nyrsta hluta Norður-Múlasýslu. Enn fremur var þetta orð eitthvað þekkt á Vestfjarðakjálkanum.

Á Austfjörðum þekktust orðin lægri helgar eða lághelgar um bænadagana. Á takmörkuðu svæði um norðanverðan Breiðafjörð og Dali nefndust dagarnir stundum lægri dagar og á stöku stað læridagar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík: Edda 2002.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans
  • Talmálssafn Orðabókar Háskólans
  • Mynd: Last Supper á Wikipedia. Sótt 08. 04. 2009.


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

rannsóknardósent á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.4.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gunnlaugur Ingólfsson. „Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2009, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52269.

Gunnlaugur Ingólfsson. (2009, 8. apríl). Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52269

Gunnlaugur Ingólfsson. „Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2009. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52269>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?
Vikan sem byrjar með pálmasunnudegi og lýkur laugardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um það. Í fornu máli virðist svo sem páskavika byrji með páskadegi og sé vikan eftir páska. Þetta skýrist með því að vikan er talin hefjast með sunnudegi og páskadagur er þá fyrsti dagur vikunnar og hún dregur síðan nafn sitt af páskahátíðinni.Var síðasta kvöldmáltíðin í páskavikunni?

Í umræðum á Alþingi árið 1853 greindi menn á um þetta og kom fram tvenns konar skilningur, það er annars vegar að páskavika hæfist á pálmasunnudag og henni lyki laugardaginn fyrir páska, en hins vegar héldu aðrir því fram að páskavika hæfist á páskadag og lyki laugardaginn hinn næsta á eftir. Þessum síðarnefnda skilningi til stuðnings var vitnað í forn rit, til dæmis Laxdæla sögu, þar sem sú merking orðsins skýrist ótvírætt af samhenginu. Þessi tvenns konar skilningur kemur vel fram í þeim fáu dæmum sem eru í ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Annars er vikan fyrir páska oft nefnd dymbilvika, stundum kyrravika og jafnvel efstavika. Skírdagur og föstudagurinn langi eru gjarnan einu nafni nefndir bænadagar og hefur sú nafngift verið algeng um land allt til skamms tíma. En þessir tveir dagar hafa einnig borið fleiri nöfn þó að þau hafi ekki tíðkast um allt land.

Í Þingeyjarsýslum var orðið skírdagshelgar algengt heiti á þessum helgidögum og aðalheiti þeirra í máli fólks fyrr á tíð. Þetta orð þekktist einnig í Eyjafirði, svo og í nyrsta hluta Norður-Múlasýslu. Enn fremur var þetta orð eitthvað þekkt á Vestfjarðakjálkanum.

Á Austfjörðum þekktust orðin lægri helgar eða lághelgar um bænadagana. Á takmörkuðu svæði um norðanverðan Breiðafjörð og Dali nefndust dagarnir stundum lægri dagar og á stöku stað læridagar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík: Edda 2002.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans
  • Talmálssafn Orðabókar Háskólans
  • Mynd: Last Supper á Wikipedia. Sótt 08. 04. 2009.


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt hér með góðfúslegu leyfi....