Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?

Hjörtur Sigurðsson

Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft.



Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum varanlegum heilaskaða. Frekari rannsókna er að vænta á áhrif svæfinga á heila barna.

Áður en þau lyf sem nú eru mest notuð í svæfingum voru notuð á sjúklinga, var búið að gera tilraunir á sjálfboðaliðum, venjulega læknanemum og öðrum háskólastúdentum. Ætla má að í þeim hópi hefði til dæmis umtalsverð greindarskerðing ekki farið fram hjá rannsakendum.

Það sem nú er mest í umræðunni eru hugsanleg áhrif svæfingalyfja á heila sem er að þroskast. Um þetta vantar meiri upplýsingar. Í samstafi við nokkra aðila, hleypti Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) nýlega af stað áætlun sem nefnist “SAFEKIDS” (Safety of Key Inhaled and Intravenous Drugs in Pediatrics), sem er ætlað er að efla rannsóknir á þessu sviði. Vænta má að innan nokkurra ára verði meira vitað um þetta efni, hvort sem það kemur til með að breyta notkun svæfingalyfja, eða tímasetningu aðgerða hjá nýburum og ungbörnum, eða ekki.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Boston College William F. Connell School of Nursing. Sótt 28. 5. 2009.

Höfundur

svæfingalæknir, Landspítalinn háskólasjúkrahús

Útgáfudagur

29.5.2009

Spyrjandi

Pétur Örn Sveinsson

Tilvísun

Hjörtur Sigurðsson. „Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2009. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52421.

Hjörtur Sigurðsson. (2009, 29. maí). Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52421

Hjörtur Sigurðsson. „Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2009. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52421>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?
Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft.



Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum varanlegum heilaskaða. Frekari rannsókna er að vænta á áhrif svæfinga á heila barna.

Áður en þau lyf sem nú eru mest notuð í svæfingum voru notuð á sjúklinga, var búið að gera tilraunir á sjálfboðaliðum, venjulega læknanemum og öðrum háskólastúdentum. Ætla má að í þeim hópi hefði til dæmis umtalsverð greindarskerðing ekki farið fram hjá rannsakendum.

Það sem nú er mest í umræðunni eru hugsanleg áhrif svæfingalyfja á heila sem er að þroskast. Um þetta vantar meiri upplýsingar. Í samstafi við nokkra aðila, hleypti Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) nýlega af stað áætlun sem nefnist “SAFEKIDS” (Safety of Key Inhaled and Intravenous Drugs in Pediatrics), sem er ætlað er að efla rannsóknir á þessu sviði. Vænta má að innan nokkurra ára verði meira vitað um þetta efni, hvort sem það kemur til með að breyta notkun svæfingalyfja, eða tímasetningu aðgerða hjá nýburum og ungbörnum, eða ekki.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Boston College William F. Connell School of Nursing. Sótt 28. 5. 2009.

...