
Áður en þau lyf sem nú eru mest notuð í svæfingum voru notuð á sjúklinga, var búið að gera tilraunir á sjálfboðaliðum, venjulega læknanemum og öðrum háskólastúdentum. Ætla má að í þeim hópi hefði til dæmis umtalsverð greindarskerðing ekki farið fram hjá rannsakendum. Það sem nú er mest í umræðunni eru hugsanleg áhrif svæfingalyfja á heila sem er að þroskast. Um þetta vantar meiri upplýsingar. Í samstafi við nokkra aðila, hleypti Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) nýlega af stað áætlun sem nefnist “SAFEKIDS” (Safety of Key Inhaled and Intravenous Drugs in Pediatrics), sem er ætlað er að efla rannsóknir á þessu sviði. Vænta má að innan nokkurra ára verði meira vitað um þetta efni, hvort sem það kemur til með að breyta notkun svæfingalyfja, eða tímasetningu aðgerða hjá nýburum og ungbörnum, eða ekki. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?
- Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?