Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?

Við innleiðslu svæfinga á fullorðnum og eldri börnum, eru yfirleitt notuð svæfingalyf, sem gefin eru í æð. Nú er lyfið propofol mest notað. Það virkar hratt, eða byrjar að verka eftir þann tíma, sem tekur lyfið að berast frá indælingarstað (venjulega bláæð á handlegg) til heilans. Hámarksverkun eftir einn innleiðsluskammt, næst eftir um 90-100 sekúndur, en sjúklingur missir meðvitund töluvert áður.

Verkun propofols er ekki að fullu þekkt frekar en verkun annarra svæfingalyfja, en talið er að áhrif á svokallaðan GABAA-viðtaka á heilafrumum, eigi stóran þátt í að framkalla meðvitundarleysi.

Þrátt fyrir langa notkun svæfingalyfja er verkunarmáti þeirra ekki fullþekktur.

GABA er hamlandi boðefni í miðtaugakerfinu og er stuttlega fjallað um það í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað gerist í líkamanum þegar manneskja tekur of stóran skammt af svefntöflum?

Nánar er fjallað um svæfingar í svari Hjartar Sigurðssonar við spurningunni Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem deyfi- eða svæfingalyf, ný eða gömul, koma við sögu:

Mynd: Wikimedia Commons - Propofol. (Sótt 25.6.2018).


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er það við svæfingu, til dæmis fyrir skurðaðferð, sem veldur því að einstaklingur lognast útaf á örfáum sekúndum? Það er hver er verkun svæfingalyfsins?

Útgáfudagur

31.3.2008

Spyrjandi

Ágúst G.

Höfundur

svæfingalæknir, Landspítalinn háskólasjúkrahús

Tilvísun

Hjörtur Sigurðsson. „Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2008. Sótt 24. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=7265.

Hjörtur Sigurðsson. (2008, 31. mars). Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7265

Hjörtur Sigurðsson. „Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2008. Vefsíða. 24. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7265>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Berglind Rós Magnúsdóttir

1973

Berglind er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður námsbrautarinnar Menntunarfræði og margbreytileiki. Rannsóknir hennar snúast um félagslegt réttlæti í menntun með áherslu á samverkandi áhrif stéttar, uppruna, kynferðis og sértækra menntunarþarfa á gæði og jafnrétti í uppeldi og menntun.