Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar.
Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. Litarefni sem notuð eru í húðflúr hafa hins vegar aldrei verið rannsökuð með tilliti til skemmda á taugum og í raun er sjaldnast vitað hver þau eru þegar sjúklingar með tattú þurfa á deyfingu að halda.
Svæfingalæknar eru ekki sammála um hvernig eigi að bregðast við ef mænudeyfa þarf sjúkling með tattú á bakinu.
Menn hafa áhyggjur af því að með því að stinga í gegnum húðflúr geti litarefni borist með nálaroddinum inn í mænuvökva eða mænugöng og geti haft skaðleg áhrif. Svæfingalæknar eru ekki sammála um hvernig eigi að bregðast við þessu. Reynt er að finna svæði sem er ekki er með tattúi til að stinga í gegnum. Ef það er ekki hægt vilja sumir ekki leggja mænu/utanbastsdeyfingu, aðrir mæla með því að stungið sé fyrir nálinni til dæmis með hnífsblaði, og enn aðrir leggja deyfingarnar ef það eru sterk rök fyrir því, og sjúklingur vill það eftir að hafa verið upplýstur um hugsanlega fylgikvilla.
Enn er ekki vitað um tilfelli þar sem sjúklingur hefur borið skaða af deyfingu þar sem stungið hefur verið gegnum tattú.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
Hjörtur Sigurðsson. „Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2008, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7068.
Hjörtur Sigurðsson. (2008, 14. febrúar). Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7068
Hjörtur Sigurðsson. „Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2008. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7068>.