Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver fann upp stafrófið?

Ian Watson

Stafrófið var ekki fundið upp í heilu lagi, heldur þróaðist það á mörgum öldum úr eldri gerðum skriftar. Eins og hellamálverk eru til vitnisburðar um, er hæfileiki manna til að teikna og mála myndir mörg þúsund ára gamall. Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, virðist hafa komið upp og þróast sjálfstætt á þremur mismunandi stöðum, í Mið-Ameríku (fyrir um 2500 árum), Kína (fyrir yfir 3000 árum) og Austurlöndum nær (fyrir yfir 5000 árum).

Í byrjun voru táknmyndir yfirleitt notaðar til sérhæfðra verka, til að mynda bókhalds, og orðaforðinn var takmarkaður. Táknin stóðu fyrir tiltölulega stórar einingar, svo sem heil orð. Smám saman uppgötvaði fólk að giftusamlegra væri að tákna einstök atkvæði eða hljóð; með því móti næðu miklu færri rittákn yfir öll orð tungumálsins. Ritmál þar sem hvert tákn stendur fyrir eitt atkvæði nefnist samstöfuletur (syllabary) en í stafrófsskrift (alphabet), eins og okkar, hefur hver bókstafur tiltekið hljóðgildi.


Röð bókstafa í nútímastafrófum á rætur sínar að rekja til úgaríska fleygrúnastafrófsins.

Í gegnum tíðina hafa ýmiss konar tegundir stafrófs verið í notkun. Oft hafa þjóðir tekið upp stafróf annarra og aðlagað það að sínu eigin tungumáli. Rætur okkar latneska leturs liggja til að mynda í gamla gríska stafrófinu, sem aftur má rekja til stafrófs Fönikíumanna sem notað var til forna í Austurlöndum nær. Stafróf Fönikíumanna varð svo sjálft fyrir áhrifum af fleygrúnum (cuneiform) frá Úgarít og myndletri Fornegypta, svokölluðum híeróglífum (hieroglyphics).

Atvinnuskrifarar (professional scribes) og leturgerðarmenn (type designers) hafa í gegnum tíðina átt mikinn þátt í að móta svipmót stafrófsins okkar. Helsti atburðurinn í þróun stafrófsins á síðustu áratugum er svo líklega stöðlun þess fyrir tölvur, þannig að tiltekin runa af tölunum 0 og 1 standi fyrir sama tákn eða bókstaf í hvaða tölvukerfi sem er. Án slíks staðals væri nær ómögulegt að eiga í tölvusamskiptum, til að mynda með tölvupósti. Helsti staðallinn í notkun er Unicode-staðallinn, en hann var þróaður á tíunda áratug 20. aldar og hefur nú náð útbreiðslu um allan heim.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Annað áhugavert lesefni og mynd

  • Daniels, Peter og Bright, William (ritstj.), The World's Writing Systems (1996).
  • DeFrancis, John, The Chinese Language: Fact and Fantasy (1984).
  • Diringer, David, The Alphabet (1968).
  • Robinson, Andrew, The Story of Writing (1995).
  • Myndin er af The Earliest Alphabets. BETA Information Design.

Höfundur

aðjúnkt í félagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst

Útgáfudagur

8.9.2005

Spyrjandi

Anna Pálsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Ian Watson. „Hver fann upp stafrófið?“ Vísindavefurinn, 8. september 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5251.

Ian Watson. (2005, 8. september). Hver fann upp stafrófið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5251

Ian Watson. „Hver fann upp stafrófið?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5251>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp stafrófið?
Stafrófið var ekki fundið upp í heilu lagi, heldur þróaðist það á mörgum öldum úr eldri gerðum skriftar. Eins og hellamálverk eru til vitnisburðar um, er hæfileiki manna til að teikna og mála myndir mörg þúsund ára gamall. Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, virðist hafa komið upp og þróast sjálfstætt á þremur mismunandi stöðum, í Mið-Ameríku (fyrir um 2500 árum), Kína (fyrir yfir 3000 árum) og Austurlöndum nær (fyrir yfir 5000 árum).

Í byrjun voru táknmyndir yfirleitt notaðar til sérhæfðra verka, til að mynda bókhalds, og orðaforðinn var takmarkaður. Táknin stóðu fyrir tiltölulega stórar einingar, svo sem heil orð. Smám saman uppgötvaði fólk að giftusamlegra væri að tákna einstök atkvæði eða hljóð; með því móti næðu miklu færri rittákn yfir öll orð tungumálsins. Ritmál þar sem hvert tákn stendur fyrir eitt atkvæði nefnist samstöfuletur (syllabary) en í stafrófsskrift (alphabet), eins og okkar, hefur hver bókstafur tiltekið hljóðgildi.


Röð bókstafa í nútímastafrófum á rætur sínar að rekja til úgaríska fleygrúnastafrófsins.

Í gegnum tíðina hafa ýmiss konar tegundir stafrófs verið í notkun. Oft hafa þjóðir tekið upp stafróf annarra og aðlagað það að sínu eigin tungumáli. Rætur okkar latneska leturs liggja til að mynda í gamla gríska stafrófinu, sem aftur má rekja til stafrófs Fönikíumanna sem notað var til forna í Austurlöndum nær. Stafróf Fönikíumanna varð svo sjálft fyrir áhrifum af fleygrúnum (cuneiform) frá Úgarít og myndletri Fornegypta, svokölluðum híeróglífum (hieroglyphics).

Atvinnuskrifarar (professional scribes) og leturgerðarmenn (type designers) hafa í gegnum tíðina átt mikinn þátt í að móta svipmót stafrófsins okkar. Helsti atburðurinn í þróun stafrófsins á síðustu áratugum er svo líklega stöðlun þess fyrir tölvur, þannig að tiltekin runa af tölunum 0 og 1 standi fyrir sama tákn eða bókstaf í hvaða tölvukerfi sem er. Án slíks staðals væri nær ómögulegt að eiga í tölvusamskiptum, til að mynda með tölvupósti. Helsti staðallinn í notkun er Unicode-staðallinn, en hann var þróaður á tíunda áratug 20. aldar og hefur nú náð útbreiðslu um allan heim.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Annað áhugavert lesefni og mynd

  • Daniels, Peter og Bright, William (ritstj.), The World's Writing Systems (1996).
  • DeFrancis, John, The Chinese Language: Fact and Fantasy (1984).
  • Diringer, David, The Alphabet (1968).
  • Robinson, Andrew, The Story of Writing (1995).
  • Myndin er af The Earliest Alphabets. BETA Information Design.
...