Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Ef síamstvíburi fremur alvarlegan glæp, væri hægt að refsa aðeins honum en ekki hinum tvíburanum?

Árni Helgason

Það tilvik sem lýst er í spurningunni hefur hvergi komið til kasta dómstóla svo vitað sé. Hér er því um vangaveltur að ræða hvernig tekið yrði á slíkum málum en lög og reglur veita engin svör um þetta.

Spurningin tengist raunar annarri og stærri spurningu um hvernig fara skuli með réttindamál síamstvíbura. Eru þeir einn og sami einstaklingurinn eða er um tvo aðskilda einstaklinga að ræða?

Fæðingar símastvíbura eru sjaldgæfar en þeir fæðast í einni af hverjum 200.000 fæðingum að jafnaði og eru lífslíkur þeirra aðeins um 5-25%. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti? kemur fram að skipta megi síamstvíburum í nokkra hópa eftir því hvar líkamar þeirra eru samgrónir:
  • Á efri hluta bringu (e. thoracopagus) - 35-40% tilfella.
  • Á neðri hluta bringu (e. omphalopagus) - 34% tilfella.
  • Á bakhluta, oftast rassi (e. pygopagus) - 19% tilfella.
  • Á höfði með aðskilda búka (e. cephalopagus) - um 5% tilfella. Í þessum hópi eru tilfelli þar sem bæði höfuð og bringur eru samvaxnar.
  • Á höfuðkúpu (e. craniopagus) - 2% tilfella. Í sumum þessara tilfella er önnur höfuðkúpan vanþroskuð.

Þá kemur fram að dæmi séu þekkt um að tvíburar með samvaxin höfuð hafi einnig hluta af heilanum sameiginlegan.

Yfirleitt er því um að ræða tvö höfuð og tvo heila en líkamarnir eru samvaxnir á ákveðnum stað. Því eru síamstvíburar allajafna tveir aðskildir einstaklingar og eðlilegast er að líta á þá sem slíka. Þannig yrði væntanlega farið með dómsmál gagnvart þeim sem tvö aðskilin mál, eða mál gegn öðrum hvorum þeirra.

Áður fyrr var oft litið á síamstvíbura sem furðuhluti og þeir komu til dæmis oft fram á sirkussýningum. Í seinni tíð hefur þessi hugsunarháttur breyst og í dag er lagt allt kapp á að tryggja að þeir geti lifað eðlilegu lífi. Þannig er til dæmis með tvíburana Abigail og Brittany Hensel sem fæddust í Minnesota árið 1990. Þær eru samvaxnar, með tvö höfuð og tvær mænur en einn búk. Þær ganga í skóla og tóku nýlega bílpróf, en yfirvöld í heimabæ þeirra fóru þá leið að láta stúlkurnar taka hvor sitt bílprófið, sem þær stóðust báðar.



Abigail og Brittany Hensel.

Ef við gefum okkur að þetta tilbúna dæmi, sem lýst er í spurningunni, kæmi upp þá yrði án efa vandasamt að leysa úr því. Fyrir það fyrsta þyrfti að ákvarða hvor tvíburanna hefði gerst brotlegur við lögin og hvort hinn tvíburinn hefði verið alveg saklaus af brotinu eða til dæmis meðsekur af því að hann hafi vitað af því. Ef dómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að annar væri saklaus þyrfti að ákvarða refsingu fyrir hinn seka og að lokum taka ákvörðun um hvernig refsingin yrði útfærð í ljósi hinna sérstöku aðstæðna. Vandamálið sem við blasir er að með refsingu eins og til dæmis fangelsisvist, þá yrði hinum saklausa tvíbura refsað í leiðinni. Í okkar réttarkerfi er byggt á þeirri grunnreglu að saklaust fólk eigi aldrei að þurfa að fara í fangelsi og þar af leiðandi er vandséð hvernig unnt væri að setja báða síamstvíburana í fangelsi fyrir glæp sem aðeins annar þeirra framdi. Hinn seki tvíburi gæti aftur á móti þurft að sæta einhvers konar eftirliti eða meðferð í staðinn og hinn yrði þá að gera sér að góðu að taka þátt í henni líka.

Mál sem þetta er að mörgu leyti handan við laganna bókstaf og hvergi kemur fram í texta laganna sérstaklega hvernig taka eigi á málum sem þessum. Víst er að dómari sem fengi mál sem þetta til meðferðar yrði að beita grunnreglum lögfræðinnar og almennri skynsemi við að leysa úr því. Þá kæmi einnig til skoðunar hvernig líkamlegt ástand slíkra tvíbura væri og hvort það væri yfirhöfuð verjandi að setja þá í fangelsi, þótt þeir væru báðir sekir um glæp, enda þarf að fylgjast náið með heilsufari og líðan síamstvíbura. Allt þetta yrði að taka til athugunar við niðurstöðu í slíku dómsmáli.

Þess má að lokum geta að sambærileg spurning var til umfjöllunar í myndinni Chained for Life, sem var gerð árið 1951 og fjallaði um síamstvíburana Dorothy og Vivian Hamilton (leiknar af símastvíburunum Daisy og Violet Hilton) en önnur þeirra fremur morð í myndinni og er ákærð. Myndin endar í réttarsal þar sem dómari reynir að átta sig á því hvernig leysa eigi úr málinu. Lausnin kemur þó ekki fram í myndinni heldur er látið nægja að spyrja áhorfendur í lokin hvað þeim finnist rétt að gera!

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ef að annar síamstvíburi myndi fremja glæp (svo sem morð) en hinn tvíburinn hefði ekkert með það að gera, hvernig væri farið að því að refsa glæpamanninum en ekki saklausa tvíburanum?

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

23.7.2009

Spyrjandi

Hrafnkell Hugi Vernharðsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Ef síamstvíburi fremur alvarlegan glæp, væri hægt að refsa aðeins honum en ekki hinum tvíburanum?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52532.

Árni Helgason. (2009, 23. júlí). Ef síamstvíburi fremur alvarlegan glæp, væri hægt að refsa aðeins honum en ekki hinum tvíburanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52532

Árni Helgason. „Ef síamstvíburi fremur alvarlegan glæp, væri hægt að refsa aðeins honum en ekki hinum tvíburanum?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52532>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef síamstvíburi fremur alvarlegan glæp, væri hægt að refsa aðeins honum en ekki hinum tvíburanum?
Það tilvik sem lýst er í spurningunni hefur hvergi komið til kasta dómstóla svo vitað sé. Hér er því um vangaveltur að ræða hvernig tekið yrði á slíkum málum en lög og reglur veita engin svör um þetta.

Spurningin tengist raunar annarri og stærri spurningu um hvernig fara skuli með réttindamál síamstvíbura. Eru þeir einn og sami einstaklingurinn eða er um tvo aðskilda einstaklinga að ræða?

Fæðingar símastvíbura eru sjaldgæfar en þeir fæðast í einni af hverjum 200.000 fæðingum að jafnaði og eru lífslíkur þeirra aðeins um 5-25%. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti? kemur fram að skipta megi síamstvíburum í nokkra hópa eftir því hvar líkamar þeirra eru samgrónir:
  • Á efri hluta bringu (e. thoracopagus) - 35-40% tilfella.
  • Á neðri hluta bringu (e. omphalopagus) - 34% tilfella.
  • Á bakhluta, oftast rassi (e. pygopagus) - 19% tilfella.
  • Á höfði með aðskilda búka (e. cephalopagus) - um 5% tilfella. Í þessum hópi eru tilfelli þar sem bæði höfuð og bringur eru samvaxnar.
  • Á höfuðkúpu (e. craniopagus) - 2% tilfella. Í sumum þessara tilfella er önnur höfuðkúpan vanþroskuð.

Þá kemur fram að dæmi séu þekkt um að tvíburar með samvaxin höfuð hafi einnig hluta af heilanum sameiginlegan.

Yfirleitt er því um að ræða tvö höfuð og tvo heila en líkamarnir eru samvaxnir á ákveðnum stað. Því eru síamstvíburar allajafna tveir aðskildir einstaklingar og eðlilegast er að líta á þá sem slíka. Þannig yrði væntanlega farið með dómsmál gagnvart þeim sem tvö aðskilin mál, eða mál gegn öðrum hvorum þeirra.

Áður fyrr var oft litið á síamstvíbura sem furðuhluti og þeir komu til dæmis oft fram á sirkussýningum. Í seinni tíð hefur þessi hugsunarháttur breyst og í dag er lagt allt kapp á að tryggja að þeir geti lifað eðlilegu lífi. Þannig er til dæmis með tvíburana Abigail og Brittany Hensel sem fæddust í Minnesota árið 1990. Þær eru samvaxnar, með tvö höfuð og tvær mænur en einn búk. Þær ganga í skóla og tóku nýlega bílpróf, en yfirvöld í heimabæ þeirra fóru þá leið að láta stúlkurnar taka hvor sitt bílprófið, sem þær stóðust báðar.



Abigail og Brittany Hensel.

Ef við gefum okkur að þetta tilbúna dæmi, sem lýst er í spurningunni, kæmi upp þá yrði án efa vandasamt að leysa úr því. Fyrir það fyrsta þyrfti að ákvarða hvor tvíburanna hefði gerst brotlegur við lögin og hvort hinn tvíburinn hefði verið alveg saklaus af brotinu eða til dæmis meðsekur af því að hann hafi vitað af því. Ef dómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að annar væri saklaus þyrfti að ákvarða refsingu fyrir hinn seka og að lokum taka ákvörðun um hvernig refsingin yrði útfærð í ljósi hinna sérstöku aðstæðna. Vandamálið sem við blasir er að með refsingu eins og til dæmis fangelsisvist, þá yrði hinum saklausa tvíbura refsað í leiðinni. Í okkar réttarkerfi er byggt á þeirri grunnreglu að saklaust fólk eigi aldrei að þurfa að fara í fangelsi og þar af leiðandi er vandséð hvernig unnt væri að setja báða síamstvíburana í fangelsi fyrir glæp sem aðeins annar þeirra framdi. Hinn seki tvíburi gæti aftur á móti þurft að sæta einhvers konar eftirliti eða meðferð í staðinn og hinn yrði þá að gera sér að góðu að taka þátt í henni líka.

Mál sem þetta er að mörgu leyti handan við laganna bókstaf og hvergi kemur fram í texta laganna sérstaklega hvernig taka eigi á málum sem þessum. Víst er að dómari sem fengi mál sem þetta til meðferðar yrði að beita grunnreglum lögfræðinnar og almennri skynsemi við að leysa úr því. Þá kæmi einnig til skoðunar hvernig líkamlegt ástand slíkra tvíbura væri og hvort það væri yfirhöfuð verjandi að setja þá í fangelsi, þótt þeir væru báðir sekir um glæp, enda þarf að fylgjast náið með heilsufari og líðan síamstvíbura. Allt þetta yrði að taka til athugunar við niðurstöðu í slíku dómsmáli.

Þess má að lokum geta að sambærileg spurning var til umfjöllunar í myndinni Chained for Life, sem var gerð árið 1951 og fjallaði um síamstvíburana Dorothy og Vivian Hamilton (leiknar af símastvíburunum Daisy og Violet Hilton) en önnur þeirra fremur morð í myndinni og er ákærð. Myndin endar í réttarsal þar sem dómari reynir að átta sig á því hvernig leysa eigi úr málinu. Lausnin kemur þó ekki fram í myndinni heldur er látið nægja að spyrja áhorfendur í lokin hvað þeim finnist rétt að gera!

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ef að annar síamstvíburi myndi fremja glæp (svo sem morð) en hinn tvíburinn hefði ekkert með það að gera, hvernig væri farið að því að refsa glæpamanninum en ekki saklausa tvíburanum?
...