Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvert er stærsta rándýr á landi?

Jón Már Halldórsson

Stærstu rándýr á landi eru kodiak-birnir (U. arctos middentorffi) og kamtsjatka-birnir (U. arctos beringianus), sem eru hvort tveggja deilitegundir brúnbjarna (Ursus arctos). Ekki er óalgengt að karldýr kodiak-bjarnarins vegi meira en 700 kg og dæmi eru um dýr sem voru felld og vógu meira en tonn. Kamtsjatka-birnir í Rússlandi geta vegið allt að 750 kg.

Ef litið er á tegundina brúnbirni sem heild, en ekki einstakar deilitegundir, þá hefur hvítabjörninn (Ursus maritimus) hins vegar vinninginn sem stærsta landrándýrið. Karldýr hvítabjarnarins eru að jafnaði á bilinu 300 til 600 kg (eða jafnvel enn þyngri) en kvendýrin eru nokkuð minni. Það sem dregur meðalþyngd brúnbjarna niður eru ýmsar deilitegundir sem eru mun smærri að vexti en kodiak- og kamtsjatka-birnirnir. Þetta eru deilitegundir sem finnast syðst og vestast í Evrasíu, til að mynda evrópskir brúnbirnir, en stærstu dýr þeirrar deilitegundar ná vart meira en 200 kg.


Kodiak-björninn sem er deilitegund brúnbjarna er að jafnaði stærri en hvítabjörn. Sumar deilitegundir brúnbjarna eru hins vegar mun minni en hvítabjörn og það dregur meðalþyngd brúnbjarna töluvert niður fyrir hvítabirni.

Þessar tvær tegundir, hvítabirnir og brúnbirnir, eru í nokkrum sérflokki hvað varðar stærð rándýra á landi. Málið vandast nokkuð þegar tilnefna á þriðja stærsta rándýrið á landi. Þar koma nokkrar tegundir til greina, til að mynda tígrisdýr (Panthera tigris) og amerískur svartbjörn (Ursus americanus) en karldýr beggja þessara tegunda geta orðið meira en 300 kg að þyngd.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.5.2009

Spyrjandi

María Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta rándýr á landi?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52588.

Jón Már Halldórsson. (2009, 28. maí). Hvert er stærsta rándýr á landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52588

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta rándýr á landi?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52588>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta rándýr á landi?
Stærstu rándýr á landi eru kodiak-birnir (U. arctos middentorffi) og kamtsjatka-birnir (U. arctos beringianus), sem eru hvort tveggja deilitegundir brúnbjarna (Ursus arctos). Ekki er óalgengt að karldýr kodiak-bjarnarins vegi meira en 700 kg og dæmi eru um dýr sem voru felld og vógu meira en tonn. Kamtsjatka-birnir í Rússlandi geta vegið allt að 750 kg.

Ef litið er á tegundina brúnbirni sem heild, en ekki einstakar deilitegundir, þá hefur hvítabjörninn (Ursus maritimus) hins vegar vinninginn sem stærsta landrándýrið. Karldýr hvítabjarnarins eru að jafnaði á bilinu 300 til 600 kg (eða jafnvel enn þyngri) en kvendýrin eru nokkuð minni. Það sem dregur meðalþyngd brúnbjarna niður eru ýmsar deilitegundir sem eru mun smærri að vexti en kodiak- og kamtsjatka-birnirnir. Þetta eru deilitegundir sem finnast syðst og vestast í Evrasíu, til að mynda evrópskir brúnbirnir, en stærstu dýr þeirrar deilitegundar ná vart meira en 200 kg.


Kodiak-björninn sem er deilitegund brúnbjarna er að jafnaði stærri en hvítabjörn. Sumar deilitegundir brúnbjarna eru hins vegar mun minni en hvítabjörn og það dregur meðalþyngd brúnbjarna töluvert niður fyrir hvítabirni.

Þessar tvær tegundir, hvítabirnir og brúnbirnir, eru í nokkrum sérflokki hvað varðar stærð rándýra á landi. Málið vandast nokkuð þegar tilnefna á þriðja stærsta rándýrið á landi. Þar koma nokkrar tegundir til greina, til að mynda tígrisdýr (Panthera tigris) og amerískur svartbjörn (Ursus americanus) en karldýr beggja þessara tegunda geta orðið meira en 300 kg að þyngd.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...