Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvaða rétt hefur STEF til þess að rukka ákveðna prósentu af miðaverði á framhaldsskólaböllum?

Árni Helgason

Í gjaldskrá STEF er tekið fram hver gjöld fyrir flutning tónlistar á árinu 2009 séu. Í A-lið gjaldskrárinnar kemur fram að af aðgangseyri að einstökum dansleikjum, tónleikum, samkvæmum og öðrum samkomum, þar sem tónlist er flutt, skuli greiða 4% en þó aldrei yfir ákveðinni fjárhæð sem fer eftir fjölda gesta. Sjá nánar hér.



Sömu reglur gilda um framhaldsskóladansleiki og aðrar samkomur þar sem tónlist er flutt þegar kemur að greiðslu gjalds fyrir tónlistarflutning.

Verðskrá STEF var staðfest af stjórnvöldum með útgáfu svonefndrar auglýsingar menntamálaráðuneytisins árið 1993, nr. 101 og verðskrá SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda) var staðfest með auglýsingu ráðuneytisins nr. 214 frá 1996. Innheimta gjaldanna styðst einnig við 20. gr. höfundarlaga nr. 73/1972 en þar segir:
Þegar lög eru sungin opinberlega á hljómleikum, er heimilt að nota sem texta einstök kvæði eða kafla úr stærri verkum, sem út hafa verið gefin. Má þá einnig prenta textann á söngskrá án nótna til afnota fyrir áheyrendur.

Höfundur á rétt til þóknunar fyrir afnot samkvæmt þessari grein.

Sú aðferð við innheimtuna að rukka ákveðið hlutfall af miðaverði byggir á því að á þessum samkomum sé leikin tónlist sem varin sé af höfundarétti og því beri að greiða fyrir notkun þess efnis. Erfitt og seinlegt væri að halda skrá um nákvæmlega hvaða lög eru leikin á þessum samkomum eða hverjir leiki þau og því er þessi leið farin við gjaldheimtuna.

Sjá einnig svar Vísindavefsins við spurningunni Af hverju þarf ég að borga stefgjöld af tómum geisladiskum sem ég nota til löglegra hluta?

Mynd: Hafnarfjörður.is. Sótt 8. 7. 2009.

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

14.7.2009

Spyrjandi

Sigfús Árnason

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvaða rétt hefur STEF til þess að rukka ákveðna prósentu af miðaverði á framhaldsskólaböllum?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52728.

Árni Helgason. (2009, 14. júlí). Hvaða rétt hefur STEF til þess að rukka ákveðna prósentu af miðaverði á framhaldsskólaböllum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52728

Árni Helgason. „Hvaða rétt hefur STEF til þess að rukka ákveðna prósentu af miðaverði á framhaldsskólaböllum?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52728>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rétt hefur STEF til þess að rukka ákveðna prósentu af miðaverði á framhaldsskólaböllum?
Í gjaldskrá STEF er tekið fram hver gjöld fyrir flutning tónlistar á árinu 2009 séu. Í A-lið gjaldskrárinnar kemur fram að af aðgangseyri að einstökum dansleikjum, tónleikum, samkvæmum og öðrum samkomum, þar sem tónlist er flutt, skuli greiða 4% en þó aldrei yfir ákveðinni fjárhæð sem fer eftir fjölda gesta. Sjá nánar hér.



Sömu reglur gilda um framhaldsskóladansleiki og aðrar samkomur þar sem tónlist er flutt þegar kemur að greiðslu gjalds fyrir tónlistarflutning.

Verðskrá STEF var staðfest af stjórnvöldum með útgáfu svonefndrar auglýsingar menntamálaráðuneytisins árið 1993, nr. 101 og verðskrá SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda) var staðfest með auglýsingu ráðuneytisins nr. 214 frá 1996. Innheimta gjaldanna styðst einnig við 20. gr. höfundarlaga nr. 73/1972 en þar segir:
Þegar lög eru sungin opinberlega á hljómleikum, er heimilt að nota sem texta einstök kvæði eða kafla úr stærri verkum, sem út hafa verið gefin. Má þá einnig prenta textann á söngskrá án nótna til afnota fyrir áheyrendur.

Höfundur á rétt til þóknunar fyrir afnot samkvæmt þessari grein.

Sú aðferð við innheimtuna að rukka ákveðið hlutfall af miðaverði byggir á því að á þessum samkomum sé leikin tónlist sem varin sé af höfundarétti og því beri að greiða fyrir notkun þess efnis. Erfitt og seinlegt væri að halda skrá um nákvæmlega hvaða lög eru leikin á þessum samkomum eða hverjir leiki þau og því er þessi leið farin við gjaldheimtuna.

Sjá einnig svar Vísindavefsins við spurningunni Af hverju þarf ég að borga stefgjöld af tómum geisladiskum sem ég nota til löglegra hluta?

Mynd: Hafnarfjörður.is. Sótt 8. 7. 2009....