Sólin Sólin Rís 03:07 • sest 23:55 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:30 • Sest 01:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:26 • Síðdegis: 20:40 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:26 í Reykjavík

Af hverju eru T-bolir (T-shirts) kallaðir þessu nafni?

EDS

Án þess að hafa fyrir því traustar heimildir þá er nærtækast að álíta sem svo að T-shirt, sem er enska orðið sem notað er yfir stuttermaboli, sé tilkomið vegna þess að flíkin hefur þótt minna mjög á bókstafinn T þegar hún er breidd út.

Stuttermabolir voru upphaflega nærfatnaður. Sagan segir að í fyrri heimsstyrjöldinni hafi bandarískir hermenn uppgötvað að bómullarbolir sem evrópskir hermenn klæddust næst sér hafi verið mun hentugri yfir heita sumarmánuðina heldur en ullarfötin sem þeir amerísku klæddust. Stuttermabolurinn náði fljótlega miklum vinsældum meðal bandarísku hermannanna og í seinni heimsstyrjöldinni var hann orðinn hluti af einkennisbúningi þeirra.Marlon Brando á stuttermabolnum í myndinni Sporvagninn Girnd eða A Streetcar Named Desire frá árinu 1951.

Það var ekki fyrr en á 6. áratug síðustu aldar sem staða stuttermabolsins breyttist frá því að vera nærfatnaður í það að vera flík sem mátti ganga í yst fata. Þar léku Hollywood stjörnur eins og James Dean og Marlon Brando stórt hlutverk en þeir þóttu hrista verulega upp í fólki þegar þeir birtust á „nærklæðunum“ á hvíta tjaldinu.

Á 7. áratugnum var farið að prenta myndir og skilaboð á stuttermaboli og hafa ótal aðilar nýtt sér það í gegnum tíðina, bæði til skemmtunar og markaðssetningar. Án nokkurrar fyrirhafnar er nú hægt að fá hvaða mynd eða merki sem fólk hefur í fórum sínum prentaða á stuttermaboli og viðburðir og fleyg orð eru „fest á bol“ nánast um leið. Sem dæmi má nefna boli sem tengdust slagorðum sem notuð voru í búsáhaldabyltingunni í byrjun árs 2009 og fræg orð íslensku forsetafrúarinnar „Stórasta land í heimi“.

James Dean var ein þeirra kvikmyndastjarna sem áttu þátt í að gera stuttermabolinn að vinsælli flík. Seinna varð hann sjálfur vinsælt myndefni á bolum.

Stórstjörnur hafa alltaf verið vinsælar á stuttermabolum, bæði lífs og liðnar. Í því sambandi má nefna að Michael Jackson hafði ekki verið látinn í sólahring þegar bolir með mynd af honum og dánardægri voru komnir á markað. Og það á kannski vel við að bolir með myndum af stjörnum eins og James Dean og Marlon Brando sem ruddu braut stuttermabolsins njóta alltaf nokkurra vinsælda.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

15.7.2009

Spyrjandi

Birnir Guðbrandsson

Tilvísun

EDS. „Af hverju eru T-bolir (T-shirts) kallaðir þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2009. Sótt 2. júlí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=52807.

EDS. (2009, 15. júlí). Af hverju eru T-bolir (T-shirts) kallaðir þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52807

EDS. „Af hverju eru T-bolir (T-shirts) kallaðir þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2009. Vefsíða. 2. júl. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52807>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru T-bolir (T-shirts) kallaðir þessu nafni?
Án þess að hafa fyrir því traustar heimildir þá er nærtækast að álíta sem svo að T-shirt, sem er enska orðið sem notað er yfir stuttermaboli, sé tilkomið vegna þess að flíkin hefur þótt minna mjög á bókstafinn T þegar hún er breidd út.

Stuttermabolir voru upphaflega nærfatnaður. Sagan segir að í fyrri heimsstyrjöldinni hafi bandarískir hermenn uppgötvað að bómullarbolir sem evrópskir hermenn klæddust næst sér hafi verið mun hentugri yfir heita sumarmánuðina heldur en ullarfötin sem þeir amerísku klæddust. Stuttermabolurinn náði fljótlega miklum vinsældum meðal bandarísku hermannanna og í seinni heimsstyrjöldinni var hann orðinn hluti af einkennisbúningi þeirra.Marlon Brando á stuttermabolnum í myndinni Sporvagninn Girnd eða A Streetcar Named Desire frá árinu 1951.

Það var ekki fyrr en á 6. áratug síðustu aldar sem staða stuttermabolsins breyttist frá því að vera nærfatnaður í það að vera flík sem mátti ganga í yst fata. Þar léku Hollywood stjörnur eins og James Dean og Marlon Brando stórt hlutverk en þeir þóttu hrista verulega upp í fólki þegar þeir birtust á „nærklæðunum“ á hvíta tjaldinu.

Á 7. áratugnum var farið að prenta myndir og skilaboð á stuttermaboli og hafa ótal aðilar nýtt sér það í gegnum tíðina, bæði til skemmtunar og markaðssetningar. Án nokkurrar fyrirhafnar er nú hægt að fá hvaða mynd eða merki sem fólk hefur í fórum sínum prentaða á stuttermaboli og viðburðir og fleyg orð eru „fest á bol“ nánast um leið. Sem dæmi má nefna boli sem tengdust slagorðum sem notuð voru í búsáhaldabyltingunni í byrjun árs 2009 og fræg orð íslensku forsetafrúarinnar „Stórasta land í heimi“.

James Dean var ein þeirra kvikmyndastjarna sem áttu þátt í að gera stuttermabolinn að vinsælli flík. Seinna varð hann sjálfur vinsælt myndefni á bolum.

Stórstjörnur hafa alltaf verið vinsælar á stuttermabolum, bæði lífs og liðnar. Í því sambandi má nefna að Michael Jackson hafði ekki verið látinn í sólahring þegar bolir með mynd af honum og dánardægri voru komnir á markað. Og það á kannski vel við að bolir með myndum af stjörnum eins og James Dean og Marlon Brando sem ruddu braut stuttermabolsins njóta alltaf nokkurra vinsælda.

Heimildir:...