
Það var ekki fyrr en á 6. áratug síðustu aldar sem staða stuttermabolsins breyttist frá því að vera nærfatnaður í það að vera flík sem mátti ganga í yst fata. Þar léku Hollywood stjörnur eins og James Dean og Marlon Brando stórt hlutverk en þeir þóttu hrista verulega upp í fólki þegar þeir birtust á „nærklæðunum“ á hvíta tjaldinu. Á 7. áratugnum var farið að prenta myndir og skilaboð á stuttermaboli og hafa ótal aðilar nýtt sér það í gegnum tíðina, bæði til skemmtunar og markaðssetningar. Án nokkurrar fyrirhafnar er nú hægt að fá hvaða mynd eða merki sem fólk hefur í fórum sínum prentaða á stuttermaboli og viðburðir og fleyg orð eru „fest á bol“ nánast um leið. Sem dæmi má nefna boli sem tengdust slagorðum sem notuð voru í búsáhaldabyltingunni í byrjun árs 2009 og fræg orð íslensku forsetafrúarinnar „Stórasta land í heimi“.
James Dean var ein þeirra kvikmyndastjarna sem áttu þátt í að gera stuttermabolinn að vinsælli flík. Seinna varð hann sjálfur vinsælt myndefni á bolum.
- T-Shirts Countdown. Skoðað 10.7.2009
- t-shirt buyers guide.org. Skoðað 10.7.2009
- Mynd af Marlon Brando: Marlon Brando á Wikipedia. Sótt 13.7.2009
- Mynd af James Dean á stuttermabol: Flickr. Mynd birt af Insomnia Cured Here. (Sótt 19.6.2018). Birt undir Creative Commons 2.0 leyfinu.