Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er það rétt að fleiri börn fæðist á nóttu en degi?

Arnar Hauksson

Það er erfitt að sýna fram á slíkt, þar sem einungis mætti horfa til eðlilegra fæðinga og útiloka fæðingar sem verða til vegna inngripa lækna og ljósmæðra, til dæmis þegar flýtt er fyrir fæðingu með svo kölluðum gangsetningum, gerðir keisaraskurðir og svo framvegis.

Flest bendir til þess að fæðingar sem hefjast sjálfkrafa og ljúka án aðstoðar eða inngripa dreifast jafnt yfir sólarhringinn. Lausleg könnun var gerð fyrir mörgum árum á því hvort fleiri börn fæddust þegar tungl er fullt en aðra daga og reyndist svo ekki vera.



Hins vegar var gerð stór rannsókn í Svíþjóð til að kanna hvort börnum reiddi misjafnlega af eftir því hvenær sólarhrings þau fæddust. Rannsóknin tók til ríflega tveggja milljóna fæðinga og spannaði tímabilið 1973 til 1995. Þar kom í ljós að börnum sem fæddust að kvöldi og næturlagi var hættara við sjúkdómum og fæðingarvandamálum, svokallaðri asphyxiu (sem er bágt ástand barns eftir fæðingu) heldur en börnum sem fæddust að degi til. Ástæður voru taldar þær að þá væru deildir verr mannaðar og lengri biðtími eftir hjálp en að degi til.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

kvensjúkdómalæknir og yfirmaður vísindastarfs hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Útgáfudagur

5.6.2009

Spyrjandi

Björn Leví, f. 1995

Tilvísun

Arnar Hauksson. „Er það rétt að fleiri börn fæðist á nóttu en degi?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52829.

Arnar Hauksson. (2009, 5. júní). Er það rétt að fleiri börn fæðist á nóttu en degi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52829

Arnar Hauksson. „Er það rétt að fleiri börn fæðist á nóttu en degi?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52829>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að fleiri börn fæðist á nóttu en degi?
Það er erfitt að sýna fram á slíkt, þar sem einungis mætti horfa til eðlilegra fæðinga og útiloka fæðingar sem verða til vegna inngripa lækna og ljósmæðra, til dæmis þegar flýtt er fyrir fæðingu með svo kölluðum gangsetningum, gerðir keisaraskurðir og svo framvegis.

Flest bendir til þess að fæðingar sem hefjast sjálfkrafa og ljúka án aðstoðar eða inngripa dreifast jafnt yfir sólarhringinn. Lausleg könnun var gerð fyrir mörgum árum á því hvort fleiri börn fæddust þegar tungl er fullt en aðra daga og reyndist svo ekki vera.



Hins vegar var gerð stór rannsókn í Svíþjóð til að kanna hvort börnum reiddi misjafnlega af eftir því hvenær sólarhrings þau fæddust. Rannsóknin tók til ríflega tveggja milljóna fæðinga og spannaði tímabilið 1973 til 1995. Þar kom í ljós að börnum sem fæddust að kvöldi og næturlagi var hættara við sjúkdómum og fæðingarvandamálum, svokallaðri asphyxiu (sem er bágt ástand barns eftir fæðingu) heldur en börnum sem fæddust að degi til. Ástæður voru taldar þær að þá væru deildir verr mannaðar og lengri biðtími eftir hjálp en að degi til.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...