Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?

Jón Már Halldórsson

Drekaeðlur (Dilophosaurus) voru af meiði risaeðla (dinosauria) og lifðu í Norður-Ameríku snemma á júratímabilinu fyrir um 200 milljónum ára. Drekaeðlur voru meðalstórar kjötætur, um 3 metrar á hæð og gátu orðið um 6 metrar á lengd. Sennilega vógu þær um 500 kg sem telst ekki vera mikil þyngd miðað við margar stórvaxnar kjötætur sem voru uppi á þessum tímum.Hauskúpa drekaeðlu.

Drekaeðlan var tvífætt líkt og margar kjötætur sem tilheyrðu skriðdýrum miðlífsaldar. Afturfæturnir voru langir og sterkvaxnir og má ætla að hún hafi verið ákaflega spretthörð. Tennurnar voru langar og mjóslegnar og hafa verið getgátur um að drekaeðlan hafi frekar stundað hræát en afrán þar sem framtennurnar voru of veikar til að taka niður stóra bráð. Slíkt þarf þó ekki að vera því mögulega lagðist hún á smærri dýr, jafnvel forn spendýr.

Af steingervingum að ráða var einna mest áberandi einkenni þessarar tegundar par af kömbum á framanverðri hauskúpunni. Líklega var stærð kambanna kynbundin samkvæmt niðurstöðum rannsókna Robert Gay, bandarísks steingervingafræðings sem rannsakað hefur þessar eðlur.

Á Vísindvefnum eru fjölmörg svör þar sem risaeðlur koma við sögu, til dæmis:

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.6.2009

Spyrjandi

Andri Þór Ómarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2009. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52833.

Jón Már Halldórsson. (2009, 26. júní). Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52833

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2009. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52833>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?
Drekaeðlur (Dilophosaurus) voru af meiði risaeðla (dinosauria) og lifðu í Norður-Ameríku snemma á júratímabilinu fyrir um 200 milljónum ára. Drekaeðlur voru meðalstórar kjötætur, um 3 metrar á hæð og gátu orðið um 6 metrar á lengd. Sennilega vógu þær um 500 kg sem telst ekki vera mikil þyngd miðað við margar stórvaxnar kjötætur sem voru uppi á þessum tímum.Hauskúpa drekaeðlu.

Drekaeðlan var tvífætt líkt og margar kjötætur sem tilheyrðu skriðdýrum miðlífsaldar. Afturfæturnir voru langir og sterkvaxnir og má ætla að hún hafi verið ákaflega spretthörð. Tennurnar voru langar og mjóslegnar og hafa verið getgátur um að drekaeðlan hafi frekar stundað hræát en afrán þar sem framtennurnar voru of veikar til að taka niður stóra bráð. Slíkt þarf þó ekki að vera því mögulega lagðist hún á smærri dýr, jafnvel forn spendýr.

Af steingervingum að ráða var einna mest áberandi einkenni þessarar tegundar par af kömbum á framanverðri hauskúpunni. Líklega var stærð kambanna kynbundin samkvæmt niðurstöðum rannsókna Robert Gay, bandarísks steingervingafræðings sem rannsakað hefur þessar eðlur.

Á Vísindvefnum eru fjölmörg svör þar sem risaeðlur koma við sögu, til dæmis:

Heimild og mynd: