Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 11:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:20 • Síðdegis: 18:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:08 • Síðdegis: 12:38 í Reykjavík

Hver er minnsta kattategundin?

Jón Már Halldórsson

Smæstur villtra katta er sandkötturinn (Felis margarita). Hann er nokkuð minni en heimilisköttur (Felis silvestris catus), fressin eru frá 2,1 til 3,4 kg en læðurnar á bilinu 1,7 til 2,5 kg að þyngd.

Sandkötturinn finnst á þremur aðskildum svæðum í Asíu og Afríku; Sahara-svæðinu innan landamæra Alsír, Níger og Marokkó, á Arabíuskaganum og í Mið-Asíu í Túrkmenistan, Íran, Pakistan og Afganistan.

Sandkötturinn lifir við öfgafull umhverfisskilyrði á þurrustu svæðum jarðar þar sem hitastigið getur farið vel yfir 50°C á daginn og niður fyrir 0°C á nóttunni. Hann étur aðallega stökkmýs, lítil skriðdýr, fugla og skordýr. Hann á sér ýmsa óvini í náttúrunni, svo sem sjakala, uglur og snáka auk þess sem hann hefur verið ofsóttur af mönnum um aldir.Það er ekki gott að finna mynd af sandköttum í sínu náttúrulega umhverfi þar sem þeir eru næturdýr og afar leiknir í að felast. Þessi sandköttur á hins vegar heima í dýragarði og virðist nokkuð viljugur að sitja fyrir.

Ólíkt mörgum öðrum kattardýrum er sandkötturinn lélegt klifurdýr. Hins vegar er hann mjög duglegur að grafa og leitar skjóls undan hitanum í grunnum holum eða bælum. Líkt og flestar kattategundir eru sandkettir miklir einfarar en þó er þekkt að þeir deili bæli með öðrum einstaklingum sömu tegundar. Þeir virðast því geta umborið návist annarra katta þegar kemur að því að takast á við hinn mikla hita eyðimerkurinnar.

Sandkettir eru næturdýr en deilitegund sem lifir í Pakistan hefur þó það háttalag að vera næturdýr á sumrin en er á ferli að deginum til á veturna.

Mjög erfitt er að stunda rannsóknir á sandkettinum úti í náttúrunni. Hann hefur mjög þróuð skynfæri og er duglegur að fela sig og það gerir vísindamönnum mjög erfitt að nálgast hann. Einnig veldur það vandkvæðum að hann finnst dreifður á afar stórum svæðum. Sandkötturinn er sagður eiga það til að loka augunum og liggja grafkyrr þegar menn nálgast hann að næturlagi. Þannig fellur hann fullkomlega að umhverfinu og erfitt er að sjá hann við slíkar aðstæður. Grunnupplýsingar um tegundina, svo sem um stofnstærð og fleiri þætti, eru því takmarkaðar og þar af leiðandi er erfitt að meta hve stór stofninn er, hvort hann er í vexti eða honum hraki.

Á Vísindvefnum eru fjölmörg svör um kattardýr, til dæmis:

Heimildir:

  • Bunaian, F., S. Mashaqbeh, M. Yousef, A. Buduri, Z. Amr. 1998. A new record of the Sand Cat, Felis margarita, from Jordan. Zoology in the Middle East, 16: 5-7.
  • Cunningham, P. 2002. Status of the Sand Cat, Felis margarita, in the United Arab Emirates. Zoology in the Middle East, 25: 9-14.
  • IUCN World Conservation Union. 1996. Sand Cat Felis margarita Locke 1858. IUCN World Conservation Union.
  • IUCN Red List of Threatened Species: Felis margarita
  • Mynd: Sand Cat á Wikipedia

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.8.2009

Spyrjandi

Sólveig Hafsteinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er minnsta kattategundin?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2009. Sótt 28. janúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=53187.

Jón Már Halldórsson. (2009, 17. ágúst). Hver er minnsta kattategundin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53187

Jón Már Halldórsson. „Hver er minnsta kattategundin?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2009. Vefsíða. 28. jan. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53187>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er minnsta kattategundin?
Smæstur villtra katta er sandkötturinn (Felis margarita). Hann er nokkuð minni en heimilisköttur (Felis silvestris catus), fressin eru frá 2,1 til 3,4 kg en læðurnar á bilinu 1,7 til 2,5 kg að þyngd.

Sandkötturinn finnst á þremur aðskildum svæðum í Asíu og Afríku; Sahara-svæðinu innan landamæra Alsír, Níger og Marokkó, á Arabíuskaganum og í Mið-Asíu í Túrkmenistan, Íran, Pakistan og Afganistan.

Sandkötturinn lifir við öfgafull umhverfisskilyrði á þurrustu svæðum jarðar þar sem hitastigið getur farið vel yfir 50°C á daginn og niður fyrir 0°C á nóttunni. Hann étur aðallega stökkmýs, lítil skriðdýr, fugla og skordýr. Hann á sér ýmsa óvini í náttúrunni, svo sem sjakala, uglur og snáka auk þess sem hann hefur verið ofsóttur af mönnum um aldir.Það er ekki gott að finna mynd af sandköttum í sínu náttúrulega umhverfi þar sem þeir eru næturdýr og afar leiknir í að felast. Þessi sandköttur á hins vegar heima í dýragarði og virðist nokkuð viljugur að sitja fyrir.

Ólíkt mörgum öðrum kattardýrum er sandkötturinn lélegt klifurdýr. Hins vegar er hann mjög duglegur að grafa og leitar skjóls undan hitanum í grunnum holum eða bælum. Líkt og flestar kattategundir eru sandkettir miklir einfarar en þó er þekkt að þeir deili bæli með öðrum einstaklingum sömu tegundar. Þeir virðast því geta umborið návist annarra katta þegar kemur að því að takast á við hinn mikla hita eyðimerkurinnar.

Sandkettir eru næturdýr en deilitegund sem lifir í Pakistan hefur þó það háttalag að vera næturdýr á sumrin en er á ferli að deginum til á veturna.

Mjög erfitt er að stunda rannsóknir á sandkettinum úti í náttúrunni. Hann hefur mjög þróuð skynfæri og er duglegur að fela sig og það gerir vísindamönnum mjög erfitt að nálgast hann. Einnig veldur það vandkvæðum að hann finnst dreifður á afar stórum svæðum. Sandkötturinn er sagður eiga það til að loka augunum og liggja grafkyrr þegar menn nálgast hann að næturlagi. Þannig fellur hann fullkomlega að umhverfinu og erfitt er að sjá hann við slíkar aðstæður. Grunnupplýsingar um tegundina, svo sem um stofnstærð og fleiri þætti, eru því takmarkaðar og þar af leiðandi er erfitt að meta hve stór stofninn er, hvort hann er í vexti eða honum hraki.

Á Vísindvefnum eru fjölmörg svör um kattardýr, til dæmis:

Heimildir:

  • Bunaian, F., S. Mashaqbeh, M. Yousef, A. Buduri, Z. Amr. 1998. A new record of the Sand Cat, Felis margarita, from Jordan. Zoology in the Middle East, 16: 5-7.
  • Cunningham, P. 2002. Status of the Sand Cat, Felis margarita, in the United Arab Emirates. Zoology in the Middle East, 25: 9-14.
  • IUCN World Conservation Union. 1996. Sand Cat Felis margarita Locke 1858. IUCN World Conservation Union.
  • IUCN Red List of Threatened Species: Felis margarita
  • Mynd: Sand Cat á Wikipedia
...