Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja?

EDS

Um kosningar, og þar með talningu atkvæða, er fjallað í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Sömu lög gilda að mestu leyti um kosningar til Alþingis og forsetakjör.

Samkvæmt fyrrnefndum lögum er landinu skipt í sex kjördæmi. Í hverju kjördæmi er fimm manna yfirkjörstjórn sem kosin er af Alþingi. Hún ber ábyrgð á framkvæmd kosninga í sínu kjördæmi. Margar kjördeildir geta verið í hverju kjördæmi og í hverri þeirra er undirkjörstjórn sem sér um framkvæmd kosninga á kjörstað. Undirkjörstjórnir eru kosnar af sveitastjórn viðkomandi sveitarfélags.

Atkvæðakassar yfirfarnir fyrir kosningar. Samkvæmt lögum skal talning atkvæða fara fram fyrir opnum dyrum svo að kjósendum gefist kostur á að vera við eftir því sem húsrúm leyfir. © Kristinn Ingvarsson.

Yfirkjörstjórn sér um að auglýsa með góðum fyrirvara stund og stað þar sem hún mun koma saman til að opna atkvæðakassa og telja atkvæði. Að kosningum loknum senda undirkjörstjórnir atkvæðakassana ásamt ónotuðum og ónýtum kjörseðlum til yfirkjörstjórnar. Yfirkjörstjórn opnar atkvæðasendingarnar úr hverri kjördeild og yfirfer hvort samræmi sé á milli fjölda þeirra sem greitt hafa atkvæði samkvæmt upplýsingum undirkjörstjórna og afhentra atkvæðaseðla.

Þegar atkvæðakassi hefur verið opnaður á að hella seðlunum sem í honum eru óskoðuðum í hæfilegt tómt ílát, en gæta þess að seðlar úr einstökum kjördeildum blandist vel saman. Kjörseðlarnir eru síðan teknir úr ílátinu og flokkaðir eftir listabókstöfum sem við er merkt á hverjum seðli, eða eftir nafni frambjóðenda ef um forsetakosningar er að ræða. Það er heimilt að byrja að flokka atkvæði og undirbúa talningu þeirra áður en kjörfundi lýkur, en það verður að gera fyrir luktum dyrum.

Talning atkvæða hefst eins fljótt og mögulegt er eftir að kjörstöðum lokar. Samkvæmt lögum skal talning atkvæða fara fram fyrir opnum dyrum svo að kjósendum gefist kostur á að vera við eftir því sem húsrúm leyfir. Það er yfirkjörstjórn sem ber ábyrgð framkvæmd talningarinnar en þessir fimm aðilar sem skipa hana sjá þó ekki um að telja heldur ráða fólk sér til aðstoðar. Ekki gilda sérstakar reglur um það hvernig að því er staðið eða hverjir veljast til verksins.

Heimildir:

Mynd:
  • Myndina tók Kristinn Ingvarsson.


Kristjáni G. Jóhannssyni formanni yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi er þökkuð aðstoð og ábendingar við gerð þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

8.6.2016

Spyrjandi

Benedikt Traustason

Tilvísun

EDS. „Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2016. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53287.

EDS. (2016, 8. júní). Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53287

EDS. „Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2016. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53287>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja?
Um kosningar, og þar með talningu atkvæða, er fjallað í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Sömu lög gilda að mestu leyti um kosningar til Alþingis og forsetakjör.

Samkvæmt fyrrnefndum lögum er landinu skipt í sex kjördæmi. Í hverju kjördæmi er fimm manna yfirkjörstjórn sem kosin er af Alþingi. Hún ber ábyrgð á framkvæmd kosninga í sínu kjördæmi. Margar kjördeildir geta verið í hverju kjördæmi og í hverri þeirra er undirkjörstjórn sem sér um framkvæmd kosninga á kjörstað. Undirkjörstjórnir eru kosnar af sveitastjórn viðkomandi sveitarfélags.

Atkvæðakassar yfirfarnir fyrir kosningar. Samkvæmt lögum skal talning atkvæða fara fram fyrir opnum dyrum svo að kjósendum gefist kostur á að vera við eftir því sem húsrúm leyfir. © Kristinn Ingvarsson.

Yfirkjörstjórn sér um að auglýsa með góðum fyrirvara stund og stað þar sem hún mun koma saman til að opna atkvæðakassa og telja atkvæði. Að kosningum loknum senda undirkjörstjórnir atkvæðakassana ásamt ónotuðum og ónýtum kjörseðlum til yfirkjörstjórnar. Yfirkjörstjórn opnar atkvæðasendingarnar úr hverri kjördeild og yfirfer hvort samræmi sé á milli fjölda þeirra sem greitt hafa atkvæði samkvæmt upplýsingum undirkjörstjórna og afhentra atkvæðaseðla.

Þegar atkvæðakassi hefur verið opnaður á að hella seðlunum sem í honum eru óskoðuðum í hæfilegt tómt ílát, en gæta þess að seðlar úr einstökum kjördeildum blandist vel saman. Kjörseðlarnir eru síðan teknir úr ílátinu og flokkaðir eftir listabókstöfum sem við er merkt á hverjum seðli, eða eftir nafni frambjóðenda ef um forsetakosningar er að ræða. Það er heimilt að byrja að flokka atkvæði og undirbúa talningu þeirra áður en kjörfundi lýkur, en það verður að gera fyrir luktum dyrum.

Talning atkvæða hefst eins fljótt og mögulegt er eftir að kjörstöðum lokar. Samkvæmt lögum skal talning atkvæða fara fram fyrir opnum dyrum svo að kjósendum gefist kostur á að vera við eftir því sem húsrúm leyfir. Það er yfirkjörstjórn sem ber ábyrgð framkvæmd talningarinnar en þessir fimm aðilar sem skipa hana sjá þó ekki um að telja heldur ráða fólk sér til aðstoðar. Ekki gilda sérstakar reglur um það hvernig að því er staðið eða hverjir veljast til verksins.

Heimildir:

Mynd:
  • Myndina tók Kristinn Ingvarsson.


Kristjáni G. Jóhannssyni formanni yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi er þökkuð aðstoð og ábendingar við gerð þessa svars.

...