Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag?

JGÞ

Öll spurningin hljóðaði svona:

Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag? Glymur í eyrum mínum áður en ég geng inn á kjörstað.

Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Ef kosningaauglýsingin glumdi í næsta nágrenni kjörstaðar var um óleyfilegan kosningaáróður að ræða.

Í 117. gr. laga um kosningar til Alþingis er fjallað um óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll. Samkvæmt greininni er ekki leyfilegt:
að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með ræðuhöldum, prentuðum eða skriflegum ávörpum eða auglýsingum, með því að bera eða hafa uppi merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á sjálfum kjörstaðnum, þ.e. í kjörfundarstofu, kjörklefa eða annars staðar í eða á þeim húsakynnum þar sem kosning fer fram, svo og í næsta nágrenni

Samkvæmt þessu nær bann við auglýsingum, sem eiga að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, til kjörstaðar og næsta nágrennis. Auglýsing í útvarpi á kjördag fellur því ekki undir þetta, nema henni væri útvarpað á kjörstað eða í næsta nágrenni hans. Ekki er líklegt að það teljist óleyfilegur kosningaáróður ef íbúi sem býr í næsta nágrenni kjörstaðar, heyrir auglýsingu í eigin útvarpstæki á heimili sínu. Ef íbúinn hækkar hins vegar ótæpilega í viðtækinu þannig að kjósendur á kjörstað komast ekki hjá því að heyra auglýsingarnar, gæti hins vegar verið um óleyfilegan kosningaáróður að ræða.

Auglýsing í útvarpi á kjördag, sem ætlað er að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, er ekki óleyfilegur kosningaáróður, nema henni sé útvarpað á kjörstað eða í næsta nágrenni hans og heyrist þá við kjörstað.

Í c-lið 117. greinar segir enn fremur að óleyfilegt sé:

að hafa merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á bifreiðum meðan kjörfundur stendur yfir, svo og að nota gjallarhorn til áróðurs á sama tíma

Auglýsingar í útvarpi, sem væru leiknar svo hátt í nágrenni kjörstaðar, að jafnaðist á við gjallarhorn, gætu því hæglega flokkast undir óleyfilegan kosningaáróður.

Mynd:

Höfundur þakkar Baldri S. Blöndal, meistaranema í lögfræði við HÍ, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.9.2021

Spyrjandi

Lilja

Tilvísun

JGÞ. „Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag?“ Vísindavefurinn, 27. september 2021. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82489.

JGÞ. (2021, 27. september). Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82489

JGÞ. „Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2021. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82489>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag? Glymur í eyrum mínum áður en ég geng inn á kjörstað.

Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Ef kosningaauglýsingin glumdi í næsta nágrenni kjörstaðar var um óleyfilegan kosningaáróður að ræða.

Í 117. gr. laga um kosningar til Alþingis er fjallað um óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll. Samkvæmt greininni er ekki leyfilegt:
að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með ræðuhöldum, prentuðum eða skriflegum ávörpum eða auglýsingum, með því að bera eða hafa uppi merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á sjálfum kjörstaðnum, þ.e. í kjörfundarstofu, kjörklefa eða annars staðar í eða á þeim húsakynnum þar sem kosning fer fram, svo og í næsta nágrenni

Samkvæmt þessu nær bann við auglýsingum, sem eiga að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, til kjörstaðar og næsta nágrennis. Auglýsing í útvarpi á kjördag fellur því ekki undir þetta, nema henni væri útvarpað á kjörstað eða í næsta nágrenni hans. Ekki er líklegt að það teljist óleyfilegur kosningaáróður ef íbúi sem býr í næsta nágrenni kjörstaðar, heyrir auglýsingu í eigin útvarpstæki á heimili sínu. Ef íbúinn hækkar hins vegar ótæpilega í viðtækinu þannig að kjósendur á kjörstað komast ekki hjá því að heyra auglýsingarnar, gæti hins vegar verið um óleyfilegan kosningaáróður að ræða.

Auglýsing í útvarpi á kjördag, sem ætlað er að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, er ekki óleyfilegur kosningaáróður, nema henni sé útvarpað á kjörstað eða í næsta nágrenni hans og heyrist þá við kjörstað.

Í c-lið 117. greinar segir enn fremur að óleyfilegt sé:

að hafa merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á bifreiðum meðan kjörfundur stendur yfir, svo og að nota gjallarhorn til áróðurs á sama tíma

Auglýsingar í útvarpi, sem væru leiknar svo hátt í nágrenni kjörstaðar, að jafnaðist á við gjallarhorn, gætu því hæglega flokkast undir óleyfilegan kosningaáróður.

Mynd:

Höfundur þakkar Baldri S. Blöndal, meistaranema í lögfræði við HÍ, fyrir yfirlestur....