Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða viðurlög eru við kosningasvindli og hversu vel er því fylgt eftir að slíkt eigi sér ekki stað?

Eiríkur Tómasson

Eitt af því sem einkennir nútímalýðræðisríki er að menn geti nýtt kosningarétt sinn, eins og þeir sjálfir kjósa, án þess að vera beittir þvingunum af hálfu annarra eða eiga á hættu að vera beittir einhvers konar viðurlögum, ef þeir greiða atkvæði á tiltekinn hátt. Af þeim sökum er svo fyrir mælt í 31. gr. stjórnarskrárinnar að kosningar til Alþingis skuli vera leynilegar.

Það er einnig forsenda fyrir því að kosningar geti talist lýðræðislegar að fylgt sé fyrirmælum kosningalaga við framkvæmd þeirra, þar á meðal við talningu atkvæða, og þess gætt að einstökum kjósendum, frambjóðendum eða framboðslistum sé ekki mismunað. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 er það hlutverk kjörstjórna, sem ýmist eru kosnar af Alþingi eða sveitarstjórnum, að sjá til þess að kosningarnar fari fram í samræmi við lagafyrirmæli. Enn fremur er umboðsmönnum framboðslista heimilt að vera viðstaddir kosningar á kjörstöðum og við talningu atkvæða til að ganga úr skugga um að allt fari fram samkvæmt settum reglum.


Umboðsmönnum framboðslista er heimilt að vera viðstaddir kosningar á kjörstöðum til að ganga úr skugga um að hún fari rétt fram.

Í 117. gr. laga um kosningar til Alþingis er því lýst hvað teljist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Meðal þess er:
að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, að svipta mann eða ógna manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni, að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, að torvelda öðrum sókn á kjörfund eða til utankjörfundarkjörstaðar, svo og að beita þvingunarráðstöfunum í sambandi við kosningar.
Sömuleiðis „að rangfæra atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með því að eyðileggja eða breyta atkvæði sem greitt hefur verið, eða á annan hátt.“

Brot á kosningalögum, þar á meðal það sem í daglegu tali er nefnt „kosningasvindl“, getur samkvæmt 124. – 127. gr. laga um kosningar til Alþingis varðað fjársektum. Samkvæmt 128. gr. laganna varðar það þó fangelsi, allt að fjórum árum, „ef maður beitir þvingunarráðstöfunum eða ofbeldi eða hótunum um ofbeldi til að raska kosningafrelsi manns, annaðhvort á þann hátt að meina honum að greiða atkvæði eða neyða hann til að greiða atkvæði á annan veg en hann vill,“ eða „ef maður vísvitandi rangfærir atkvæðagreiðslu, annaðhvort á þann hátt að glata atkvæði, breyta atkvæði, skemma eða glata atkvæðasendingu, búa til kjörseðla, er líkjast mjög þeim sem notaðir eru við kosningu, og hagnýtir þá sjálfur eða lætur þá frá sér til þess að aðrir geti hagnýtt þá, rugla úrslit talningar atkvæða eða á annan hátt.“ Þá geta ýmis önnur alvarleg kosningaspjöll varðað allt að fjögurra ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940.

Sá sem telur að brotið hafi verið gegn kosningalögum með framangreindum hætti getur kært slíkt brot til hlutaðeigandi lögreglustjóra og ber að rannsaka og fara með málið upp frá því, eins og hvert annað sakamál. Ef lögregla lítur svo á, að rannsókn lokinni, að framið hafi verið refsivert brot getur lögreglustjóri eða ríkissaksóknari höfðað opinbert mál á hendur þeim sem hann telur að hafi gerst sekur um brotið. Komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að ákærði sé sekur verður hann dæmdur til að greiða sekt eða, sé brotið alvarlegt, til að sæta fangelsi.

Ágallar á framboði eða kosningum geta jafnframt haft aðrar afleiðingar í för með sér. Þannig segir orðrétt í 120. gr. laga um kosningar til Alþingis: „Ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Fer um alla þingmenn, kosna af listanum, eins og annars um einstakan þingmann ef misfellurnar varða listann í heild.“ Í síðastgreinda tilvikinu yrði þá að kjósa að nýju í því kjördæmi sem um væri að ræða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

prófessor við lagadeild Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.5.2007

Spyrjandi

Bjarni Sæmundsson

Tilvísun

Eiríkur Tómasson. „Hvaða viðurlög eru við kosningasvindli og hversu vel er því fylgt eftir að slíkt eigi sér ekki stað?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2007, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6634.

Eiríkur Tómasson. (2007, 11. maí). Hvaða viðurlög eru við kosningasvindli og hversu vel er því fylgt eftir að slíkt eigi sér ekki stað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6634

Eiríkur Tómasson. „Hvaða viðurlög eru við kosningasvindli og hversu vel er því fylgt eftir að slíkt eigi sér ekki stað?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2007. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6634>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða viðurlög eru við kosningasvindli og hversu vel er því fylgt eftir að slíkt eigi sér ekki stað?
Eitt af því sem einkennir nútímalýðræðisríki er að menn geti nýtt kosningarétt sinn, eins og þeir sjálfir kjósa, án þess að vera beittir þvingunum af hálfu annarra eða eiga á hættu að vera beittir einhvers konar viðurlögum, ef þeir greiða atkvæði á tiltekinn hátt. Af þeim sökum er svo fyrir mælt í 31. gr. stjórnarskrárinnar að kosningar til Alþingis skuli vera leynilegar.

Það er einnig forsenda fyrir því að kosningar geti talist lýðræðislegar að fylgt sé fyrirmælum kosningalaga við framkvæmd þeirra, þar á meðal við talningu atkvæða, og þess gætt að einstökum kjósendum, frambjóðendum eða framboðslistum sé ekki mismunað. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 er það hlutverk kjörstjórna, sem ýmist eru kosnar af Alþingi eða sveitarstjórnum, að sjá til þess að kosningarnar fari fram í samræmi við lagafyrirmæli. Enn fremur er umboðsmönnum framboðslista heimilt að vera viðstaddir kosningar á kjörstöðum og við talningu atkvæða til að ganga úr skugga um að allt fari fram samkvæmt settum reglum.


Umboðsmönnum framboðslista er heimilt að vera viðstaddir kosningar á kjörstöðum til að ganga úr skugga um að hún fari rétt fram.

Í 117. gr. laga um kosningar til Alþingis er því lýst hvað teljist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Meðal þess er:
að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, að svipta mann eða ógna manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni, að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, að torvelda öðrum sókn á kjörfund eða til utankjörfundarkjörstaðar, svo og að beita þvingunarráðstöfunum í sambandi við kosningar.
Sömuleiðis „að rangfæra atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með því að eyðileggja eða breyta atkvæði sem greitt hefur verið, eða á annan hátt.“

Brot á kosningalögum, þar á meðal það sem í daglegu tali er nefnt „kosningasvindl“, getur samkvæmt 124. – 127. gr. laga um kosningar til Alþingis varðað fjársektum. Samkvæmt 128. gr. laganna varðar það þó fangelsi, allt að fjórum árum, „ef maður beitir þvingunarráðstöfunum eða ofbeldi eða hótunum um ofbeldi til að raska kosningafrelsi manns, annaðhvort á þann hátt að meina honum að greiða atkvæði eða neyða hann til að greiða atkvæði á annan veg en hann vill,“ eða „ef maður vísvitandi rangfærir atkvæðagreiðslu, annaðhvort á þann hátt að glata atkvæði, breyta atkvæði, skemma eða glata atkvæðasendingu, búa til kjörseðla, er líkjast mjög þeim sem notaðir eru við kosningu, og hagnýtir þá sjálfur eða lætur þá frá sér til þess að aðrir geti hagnýtt þá, rugla úrslit talningar atkvæða eða á annan hátt.“ Þá geta ýmis önnur alvarleg kosningaspjöll varðað allt að fjögurra ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940.

Sá sem telur að brotið hafi verið gegn kosningalögum með framangreindum hætti getur kært slíkt brot til hlutaðeigandi lögreglustjóra og ber að rannsaka og fara með málið upp frá því, eins og hvert annað sakamál. Ef lögregla lítur svo á, að rannsókn lokinni, að framið hafi verið refsivert brot getur lögreglustjóri eða ríkissaksóknari höfðað opinbert mál á hendur þeim sem hann telur að hafi gerst sekur um brotið. Komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að ákærði sé sekur verður hann dæmdur til að greiða sekt eða, sé brotið alvarlegt, til að sæta fangelsi.

Ágallar á framboði eða kosningum geta jafnframt haft aðrar afleiðingar í för með sér. Þannig segir orðrétt í 120. gr. laga um kosningar til Alþingis: „Ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Fer um alla þingmenn, kosna af listanum, eins og annars um einstakan þingmann ef misfellurnar varða listann í heild.“ Í síðastgreinda tilvikinu yrði þá að kjósa að nýju í því kjördæmi sem um væri að ræða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...