Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Vex írskur mosi við strendur Íslands?

Jón Már Halldórsson

Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus) er rauðþörungur sem vex víða í grýttum fjörum við strendur Atlantshafsins, meðal annars víða meðfram ströndum Bretlandseyja, við Eystrasalt, Færeyjar og Kanada. Hann finnst einnig í einhverju mæli við Atlantshafsstrendur Frakklands og Spánar. Heimildir eru fyrir því að hann finnist við Kyrrahaf, við strendur Kaliforníu og á fáeinum stöðum í Japan. Hér á landi vex hann sunnan og suðvestan til og eru það nyrðri mörk útbreiðslu hans.

Fjörugrös eru víða nýtt. Úr þeim er meðal annars unnnið efni sem kallast karragenan (e. carrageen) og notað er í matvælaiðnaði, meðal annars sem hleypiefni í mjólkurdrykkjum svo sem mjólkurhristingi. Karragenan er líka notað í ýmiskonar aðra drykki þar með talið í víngerð. Í unnum matvælum telst efnið til svokallaðra E-efni og hefur númerið E407.Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus).

Fjörugrös eru afar holl. Þau eru rík af prótíni, A og B1 vítamíni og joði en innihalda líka snefilefni á borð við kalín, magnesín, járn og fosfór.

Íslendingar hafa frá landnámi nýtt fjörugrös til átu, þó mjög hafi dregið úr nýtingu þeirra á undanförnum áratugum. Fjörugrös voru oftast notuð til grauta. Þau voru lögð í bleyti og síðan söxuð og soðin í mjólk ásamt mjöli eða bygggrjónum en rjómi hafður út á grautinn. Fjörugrös þóttu ekki merkilegur matur og mun lakari en söl og því oftast tengd við mat fátækra.

Fjörugrös eru seld hér á landi sem heilsukrydd og má finna upplýsingar um það á Netinu. Höfundi er ekki kunnugt um hvort þau eru seld undir öðrum formerkjum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefinum:

Heimildir:

  • Raven, Evert og Eichhorn. Biology of plants. 5.th. Worth. 1992.
  • Íslenska hollusta
  • Nanna Rögnvaldsdóttir. Matarást. Reykjavík: Iðunn, 2002.
  • Mynd: CyberColloids. Sótt 16. 10. 2009.

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Vex írskur mosi við strendur Íslands? Er verið að selja svoleiðis á Íslandi?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.10.2009

Spyrjandi

Berglind Rúnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Vex írskur mosi við strendur Íslands?“ Vísindavefurinn, 21. október 2009. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53638.

Jón Már Halldórsson. (2009, 21. október). Vex írskur mosi við strendur Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53638

Jón Már Halldórsson. „Vex írskur mosi við strendur Íslands?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2009. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53638>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Vex írskur mosi við strendur Íslands?
Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus) er rauðþörungur sem vex víða í grýttum fjörum við strendur Atlantshafsins, meðal annars víða meðfram ströndum Bretlandseyja, við Eystrasalt, Færeyjar og Kanada. Hann finnst einnig í einhverju mæli við Atlantshafsstrendur Frakklands og Spánar. Heimildir eru fyrir því að hann finnist við Kyrrahaf, við strendur Kaliforníu og á fáeinum stöðum í Japan. Hér á landi vex hann sunnan og suðvestan til og eru það nyrðri mörk útbreiðslu hans.

Fjörugrös eru víða nýtt. Úr þeim er meðal annars unnnið efni sem kallast karragenan (e. carrageen) og notað er í matvælaiðnaði, meðal annars sem hleypiefni í mjólkurdrykkjum svo sem mjólkurhristingi. Karragenan er líka notað í ýmiskonar aðra drykki þar með talið í víngerð. Í unnum matvælum telst efnið til svokallaðra E-efni og hefur númerið E407.Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus).

Fjörugrös eru afar holl. Þau eru rík af prótíni, A og B1 vítamíni og joði en innihalda líka snefilefni á borð við kalín, magnesín, járn og fosfór.

Íslendingar hafa frá landnámi nýtt fjörugrös til átu, þó mjög hafi dregið úr nýtingu þeirra á undanförnum áratugum. Fjörugrös voru oftast notuð til grauta. Þau voru lögð í bleyti og síðan söxuð og soðin í mjólk ásamt mjöli eða bygggrjónum en rjómi hafður út á grautinn. Fjörugrös þóttu ekki merkilegur matur og mun lakari en söl og því oftast tengd við mat fátækra.

Fjörugrös eru seld hér á landi sem heilsukrydd og má finna upplýsingar um það á Netinu. Höfundi er ekki kunnugt um hvort þau eru seld undir öðrum formerkjum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefinum:

Heimildir:

  • Raven, Evert og Eichhorn. Biology of plants. 5.th. Worth. 1992.
  • Íslenska hollusta
  • Nanna Rögnvaldsdóttir. Matarást. Reykjavík: Iðunn, 2002.
  • Mynd: CyberColloids. Sótt 16. 10. 2009.

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Vex írskur mosi við strendur Íslands? Er verið að selja svoleiðis á Íslandi?
...