Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?

Jón Már Halldórsson

Já, leðurblökur (Chiroptera) hafa klær. Þær nota klærnar til þess að festa sig við yfirborð meðan þær hvílast eða eru í dvala.

Leðurblökur skera sig að mörgu leyti úr öðrum núlifandi tegundum spendýra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er flugið, en leðurblökur eru einu spendýrin sem fljúga. Þess ber að geta að flug og svif er ekki það sama. Til þess að hægt sé að segja að dýr fljúgi þurfa þau að geta haldist á lofti og stýrt fluginu með eigin vöðvaafli.

Leðurblökur sofa á hvolfi. Þegar þær fljúga af stað sleppa þær einfaldlega takinu og spara þannig töluverða orku sem ella færi í flugtak.

Annað sem einkennir leðurblökur er svefnvenjur þeirra, en þær hanga niður úr trjágreinum, hellislofti eða öðrum slíkum stöðum og sofa á hvolfi, nokkuð sem ekki er algengt meðal annarra dýra.

Það er gaman að velta því fyrir sér hver ávinningurinn af þessum óvenjulegu svefnvenjum er. Líffræðingar hafa bent á tvo augljósa kosti þess að sofa hátt uppi, til dæmis á trjágrein eða hellislofti. Í fyrsta lagi er erfiðara fyrir ýmis næturrándýr eins og slöngur (Serpentes), ketti (Felidae) og ýmsa ránfugla að ná í leðurblökurnar af því þær sofa í töluverðri hæð.

Í öðru lagi felst orkusparnaður í svefnvenjum leðurblaka og orka er oft takmarkandi þáttur í lífríki villtra dýra. Fuglar hafa mun þróaðri vængi og bringuvöðva en leðurblökur. Bringuvöðvarnir eru mikilvægustu vöðvarnir í flugi og þeim er meðal annars beitt af krafti í flugtaki. Leðurblökur hafa ekki slíka vöðva en náttúran hefur fundið aðra og mun orkuminni leið í þróun flugtaks hjá þeim. Í stað þess að taka á loft sleppa þær einfaldlega takinu og fljúga af stað og spara þannig orku.

Fjölmargar leðurblökur, eins og til dæmis vampýrur athafna sig á jörðu niðri við fæðunám. Þær skríða eða ganga á öllum fjórum fótum að fórnarlambinu og síðan fljúga þær á brott eftir blóðmáltíðina af jafnsléttu. Flugtakið krefst þó miklu meiri orku en hjá fuglum og hvað þá skordýrum. Það sama á við leðurblökur sem falla til jarðar. Þær geta flogið aftur upp en það er alls ekki áreynslulaust fyrir þær.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Bats Wildlife Australia Flying - Free photo on Pixabay (Sótt 17.4. 2020).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.10.2009

Síðast uppfært

17.4.2020

Spyrjandi

Ágústa Kristín Bjarnadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?“ Vísindavefurinn, 2. október 2009, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53745.

Jón Már Halldórsson. (2009, 2. október). Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53745

Jón Már Halldórsson. „Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2009. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53745>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?
Já, leðurblökur (Chiroptera) hafa klær. Þær nota klærnar til þess að festa sig við yfirborð meðan þær hvílast eða eru í dvala.

Leðurblökur skera sig að mörgu leyti úr öðrum núlifandi tegundum spendýra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er flugið, en leðurblökur eru einu spendýrin sem fljúga. Þess ber að geta að flug og svif er ekki það sama. Til þess að hægt sé að segja að dýr fljúgi þurfa þau að geta haldist á lofti og stýrt fluginu með eigin vöðvaafli.

Leðurblökur sofa á hvolfi. Þegar þær fljúga af stað sleppa þær einfaldlega takinu og spara þannig töluverða orku sem ella færi í flugtak.

Annað sem einkennir leðurblökur er svefnvenjur þeirra, en þær hanga niður úr trjágreinum, hellislofti eða öðrum slíkum stöðum og sofa á hvolfi, nokkuð sem ekki er algengt meðal annarra dýra.

Það er gaman að velta því fyrir sér hver ávinningurinn af þessum óvenjulegu svefnvenjum er. Líffræðingar hafa bent á tvo augljósa kosti þess að sofa hátt uppi, til dæmis á trjágrein eða hellislofti. Í fyrsta lagi er erfiðara fyrir ýmis næturrándýr eins og slöngur (Serpentes), ketti (Felidae) og ýmsa ránfugla að ná í leðurblökurnar af því þær sofa í töluverðri hæð.

Í öðru lagi felst orkusparnaður í svefnvenjum leðurblaka og orka er oft takmarkandi þáttur í lífríki villtra dýra. Fuglar hafa mun þróaðri vængi og bringuvöðva en leðurblökur. Bringuvöðvarnir eru mikilvægustu vöðvarnir í flugi og þeim er meðal annars beitt af krafti í flugtaki. Leðurblökur hafa ekki slíka vöðva en náttúran hefur fundið aðra og mun orkuminni leið í þróun flugtaks hjá þeim. Í stað þess að taka á loft sleppa þær einfaldlega takinu og fljúga af stað og spara þannig orku.

Fjölmargar leðurblökur, eins og til dæmis vampýrur athafna sig á jörðu niðri við fæðunám. Þær skríða eða ganga á öllum fjórum fótum að fórnarlambinu og síðan fljúga þær á brott eftir blóðmáltíðina af jafnsléttu. Flugtakið krefst þó miklu meiri orku en hjá fuglum og hvað þá skordýrum. Það sama á við leðurblökur sem falla til jarðar. Þær geta flogið aftur upp en það er alls ekki áreynslulaust fyrir þær.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Bats Wildlife Australia Flying - Free photo on Pixabay (Sótt 17.4. 2020)....