Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er segulsvörunarstuðull fyrir venjulegt smíðastál?

Segulsvörunarstuðull (e. magnetic permeability) efnis, táknaður m, er rafsegulfræðilegur eiginleiki sem segir til um hvernig efnið breytir segulflæðiþéttleika ytra segulsviðs. Einnig má skilgreina segulsvörunarstuðul sem hlutfallið milli segulflæðiþéttleika efnisins, B, og ytra segulsviðs, H, það er m = B / H. Fyrir gefið hitastig og þéttleika efnis er segulsvörunarstuðull þess fasti.

Stál er skilgreint sem járn sem inniheldur kolefni á bilinu 0,05-2%, og oftast er kolefnisinnihaldið minna en 0,8%. Smíðastál hefur lítið kolefni og er kallað "low carbon" stál með kolefni á bilinu 0,05-0,3%. Fyrir slíkt stál er segulsvörunarstuðullinnn mjög háður kolefnisinnihaldi. Á meðfylgjandi töflu má sjá segulsvörunarstuðul stáls með kolefnisinnihald á bilinu 0 – 0,6 % af massa:


Kolefnisinnihald (% af massa) 0 0,05 0,2 0,4 0,6
Segulsvörunarstuðull (mH/m) 18-19 5 3 2 1

Mynd:

Útgáfudagur

19.6.2000

Spyrjandi

Óskar Friðrik Sigmarsson

Höfundar

Birgir Jóhannesson

verkfræðingur

læknanemi við HÍ

Tilvísun

Birgir Jóhannesson og Tryggvi Þorgeirsson. „Hver er segulsvörunarstuðull fyrir venjulegt smíðastál?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2000. Sótt 15. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=538.

Birgir Jóhannesson og Tryggvi Þorgeirsson. (2000, 19. júní). Hver er segulsvörunarstuðull fyrir venjulegt smíðastál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=538

Birgir Jóhannesson og Tryggvi Þorgeirsson. „Hver er segulsvörunarstuðull fyrir venjulegt smíðastál?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2000. Vefsíða. 15. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=538>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson

1974

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit.