Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?

Hjálmar Sveinsson

Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu stórveldi heims, tókust nú á um áhrif og völd, bæði í Evrópu og annars staðar í heiminum og er talað um kalt stríð næstu áratugina á eftir. Berlínarmúrinn varð eitt helsta tákn kalda stríðsins og að sama skapi hefur fall hans verið talið marka endalok þess.

Meginástæðan fyrir byggingu Berlínarmúrsins var stöðugur straumur fólks frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands. Þegar hafist var handa við að reisa múrinn 13. ágúst 1961 höfðu 2,5 milljónir manna yfirgefið Austur-Þýskaland frá því það var stofnað árið 1949. Fólksflóttinn náði hámarki 1961, fyrstu tvær vikurnar í ágúst það ár fóru 159.730 manns til Vestur-Berlínar.Bygging Berlínarmúrsins hófst í ágúst 1961.

Þrálátur orðrómur var um að kommúnistastjórnin hygðist loka landamærunum milli Austur- og Vestur-Berlínar. Fimmtánda júní 1961 var Walter Ulbricht, formaður austurþýska kommúnistaflokksins, spurður á fréttamannafundi hvort rétt væri að loka ætti Brandenborgarhliðinu. Ulbricht svaraði: „Keiner hat die Absicht eine Mauer zu errichten.“ („Enginn hefur í hyggju að reisa múr.“)

Nýlega fundust skjöl í Moskvu þar sem er meðal annars afrit af símtali Ulbrichts og Krútsjovs, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, fyrsta ágúst 1961. Þar kemur ekki bara fram að til stendur að byggja múr, heldur ræða þeir nákvæmar útfærslur á framkvæmdinni.

Austur-þýska kommúnistastjórnin kallaði múrinn „Antifaschistischer Schutzwall“, sem þýðir: „Varnarveggur gegn fasisma.“ Stjórnin hélt því fram að Austur-Þjóðverjum stafaði hætta af fasískum öflum í vestrinu sem vildu grafa undan Austur-Þýskalandi.

Bygging múrsins olli hvorki mótmælum né uppþotum í Austur-Þýskalandi. Langflestir Austur-Þjóðverjar litu á sig sem sósíalista og töldu að múrinn væri ill nauðsyn. Í Vestur-Þýskalandi, og sérstaklega í Vestur-Berlín, var múrnum mótmælt harðlega, en allt kom fyrir ekki.

Múrinn varð alltaf umfangsmeiri og þróaðri. Til að byrja með var strengdur gaddavír eftir götunum og milli húsanna. En strax þann 15. ágúst var byrjað að rífa upp malbik og hlaða múrvegg. Árið 1962 var bakveggur (þ. Hinterlandmauer) byggður til að gera flótta erfiðari. Svæðið milli framveggs og bakveggs var fljótlega kallað dauðasvæði. Það var flóðlýst, lagt jarðsprengjum og sjálfvirkum skotbúnaði og varðturnar voru með reglulegu millibili. Árið 1975 var byggður nýr veggur úr steypueiningum. Að lokum var mannvirkið svo „fullkomið“ að það var nær ógerlegt að sleppa yfir það lifandi.Mynd frá 1986. Horft yfir múrinn frá Vestur-Berlín yfir í austurhlutann. Á milli er „dauðasvæðið“.

Fáeinar staðreyndir um metra og mannfjölda:

 • Múrinn stóð frá 13. ágúst 1961 til 9. nóvember 1989.
 • Múrinn milli Austur- og Vestur-Berlínar var 43 km langur.
 • Múrinn í kringum Vestur-Berlín sem skildi borgarhlutann frá Austur-Þýskalandi var 155 km.
 • Landamærin milli Austur- og Vestur-Þýskalands voru í heild tæpir 1400 km.
 • Talið er að 136 manns hafi verið drepnir eða látið lífið við flóttatilraunir. Um það bil 200 særðust.
 • Hundruð ef ekki þúsundir voru dæmd í fangelsi fyrir ætlaðan flótta.
 • Um 380 þúsund manns yfirgáfu Austur-Þýskaland á löglegan hátt frá 1961 til 1988.
 • Tæplega 344 þúsund yfirgáfu landið löglega árið 1989.

Þann 9. nóvember 1989, eftir nokkurra vikna kröftug mótmæli gegn ráðandi öflum, var Austur-Þjóðverjum veitt leyfi til þess að fara í heimsókn yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Landamærastöðvar í Berlín opnuðust og íbúar gátu óhindrað farið á milli borgarhlutanna – múrinn var fallinn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

dagskrárgerðarmaður hjá Rúv

Útgáfudagur

2.12.2009

Spyrjandi

Kristín Halldórsdóttir, Guðmundur Helgi, Eva Rós Karlsdóttir, Þrúða Sif Enarsdóttir, Aðalgeir Jónsson

Tilvísun

Hjálmar Sveinsson. „Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2009. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53998.

Hjálmar Sveinsson. (2009, 2. desember). Af hverju var Berlínarmúrinn reistur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53998

Hjálmar Sveinsson. „Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2009. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53998>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?
Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu stórveldi heims, tókust nú á um áhrif og völd, bæði í Evrópu og annars staðar í heiminum og er talað um kalt stríð næstu áratugina á eftir. Berlínarmúrinn varð eitt helsta tákn kalda stríðsins og að sama skapi hefur fall hans verið talið marka endalok þess.

Meginástæðan fyrir byggingu Berlínarmúrsins var stöðugur straumur fólks frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands. Þegar hafist var handa við að reisa múrinn 13. ágúst 1961 höfðu 2,5 milljónir manna yfirgefið Austur-Þýskaland frá því það var stofnað árið 1949. Fólksflóttinn náði hámarki 1961, fyrstu tvær vikurnar í ágúst það ár fóru 159.730 manns til Vestur-Berlínar.Bygging Berlínarmúrsins hófst í ágúst 1961.

Þrálátur orðrómur var um að kommúnistastjórnin hygðist loka landamærunum milli Austur- og Vestur-Berlínar. Fimmtánda júní 1961 var Walter Ulbricht, formaður austurþýska kommúnistaflokksins, spurður á fréttamannafundi hvort rétt væri að loka ætti Brandenborgarhliðinu. Ulbricht svaraði: „Keiner hat die Absicht eine Mauer zu errichten.“ („Enginn hefur í hyggju að reisa múr.“)

Nýlega fundust skjöl í Moskvu þar sem er meðal annars afrit af símtali Ulbrichts og Krútsjovs, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, fyrsta ágúst 1961. Þar kemur ekki bara fram að til stendur að byggja múr, heldur ræða þeir nákvæmar útfærslur á framkvæmdinni.

Austur-þýska kommúnistastjórnin kallaði múrinn „Antifaschistischer Schutzwall“, sem þýðir: „Varnarveggur gegn fasisma.“ Stjórnin hélt því fram að Austur-Þjóðverjum stafaði hætta af fasískum öflum í vestrinu sem vildu grafa undan Austur-Þýskalandi.

Bygging múrsins olli hvorki mótmælum né uppþotum í Austur-Þýskalandi. Langflestir Austur-Þjóðverjar litu á sig sem sósíalista og töldu að múrinn væri ill nauðsyn. Í Vestur-Þýskalandi, og sérstaklega í Vestur-Berlín, var múrnum mótmælt harðlega, en allt kom fyrir ekki.

Múrinn varð alltaf umfangsmeiri og þróaðri. Til að byrja með var strengdur gaddavír eftir götunum og milli húsanna. En strax þann 15. ágúst var byrjað að rífa upp malbik og hlaða múrvegg. Árið 1962 var bakveggur (þ. Hinterlandmauer) byggður til að gera flótta erfiðari. Svæðið milli framveggs og bakveggs var fljótlega kallað dauðasvæði. Það var flóðlýst, lagt jarðsprengjum og sjálfvirkum skotbúnaði og varðturnar voru með reglulegu millibili. Árið 1975 var byggður nýr veggur úr steypueiningum. Að lokum var mannvirkið svo „fullkomið“ að það var nær ógerlegt að sleppa yfir það lifandi.Mynd frá 1986. Horft yfir múrinn frá Vestur-Berlín yfir í austurhlutann. Á milli er „dauðasvæðið“.

Fáeinar staðreyndir um metra og mannfjölda:

 • Múrinn stóð frá 13. ágúst 1961 til 9. nóvember 1989.
 • Múrinn milli Austur- og Vestur-Berlínar var 43 km langur.
 • Múrinn í kringum Vestur-Berlín sem skildi borgarhlutann frá Austur-Þýskalandi var 155 km.
 • Landamærin milli Austur- og Vestur-Þýskalands voru í heild tæpir 1400 km.
 • Talið er að 136 manns hafi verið drepnir eða látið lífið við flóttatilraunir. Um það bil 200 særðust.
 • Hundruð ef ekki þúsundir voru dæmd í fangelsi fyrir ætlaðan flótta.
 • Um 380 þúsund manns yfirgáfu Austur-Þýskaland á löglegan hátt frá 1961 til 1988.
 • Tæplega 344 þúsund yfirgáfu landið löglega árið 1989.

Þann 9. nóvember 1989, eftir nokkurra vikna kröftug mótmæli gegn ráðandi öflum, var Austur-Þjóðverjum veitt leyfi til þess að fara í heimsókn yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Landamærastöðvar í Berlín opnuðust og íbúar gátu óhindrað farið á milli borgarhlutanna – múrinn var fallinn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:

...