Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru allir Íslendingar eldri en tvítugir skyldugir til að borga skatta? Hvers vegna?

Árni Helgason

Í tekjuskattslögum nr. 90/2003 eru ýmis ákvæði um skattskyldu barna.

Í 6. gr. laganna segir að barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sé ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna og að tekjur barns skuli taldar með tekjum foreldra. Sé vafi á hvort foreldri eigi í hlut gildir sú viðmiðunarregla að tekjur barns eru taldar með tekjum þess foreldris sem hefur hærri hreinar tekjur ef foreldrar þess eru skattlagðir sem hjón en annars með tekjum þess foreldris eða manns sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. laganna.

Þrátt fyrir að börn séu ekki sjálfstæðir skattaðilar geta tekjur þeirra af vinnu verið skattlagðar sérstaklega. Hafi barn aflað slíkra tekna er skattprósentan samkvæmt 2. mgr. 66. gr. laganna 4% af tekjum barns yfir 100.745 krónum og er í því ákvæði tekið fram að börn njóti ekki persónuafsláttar.

Ekkert einfalt svar er til við því hvers vegna fyrirkomulagið er eins og það er. Leiða má líkum að því að ákveðið hafi verið að skattleggja með afar hóflegum hætti tekjur barna undir 16 ára aldri en þær eru að jafnaði litlar. Hér má einnig vísa á umræðu um þetta mál á þingi veturinn 2000-2001 en þá var þáverandi fjármálaráðherra spurður út í ýmis atriði um skattskyldu barna. Meðal annars var spurt út í rökin að baki aldursviðmiði skattalaga um skattskyldu barna og í svarinu komu fram ýmsar útskýringar á rökunum þar að baki:
Meginrökin fyrir 16 ára aldursmarkinu lúta að atvinnuþátttöku ungmenna. Við 16 ára aldursmarkið lýkur almennri skólaskyldu og hefur þá nokkur hluti unglinga fulla þátttöku í atvinnulífi. Rétt er að geta þess að ákvæði íslensks vinnuréttar, reglur á Evrópska efnahags svæðinu og ákvæði kjarasamninga gera ráð fyrir þátttöku þessa aldurshóps á vinnumarkaði. Þess eru og dæmi að ungmenni er náð hafa 16. aldursári afli svipaðra tekna og fullorðnir, en sem dæmi má nefna að á árinu 1999 höfðu um 25% 17 ára unglinga tekjur yfir skattleysis mörkum. Eðlilegt verður að teljast og í anda jafnræðissjónarmiða að þátttakendur á vinnu markaði séu skattlagðir með sama hætti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

24.11.2009

Spyrjandi

Hildur María Sveinsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Árni Helgason. „Eru allir Íslendingar eldri en tvítugir skyldugir til að borga skatta? Hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2009, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54105.

Árni Helgason. (2009, 24. nóvember). Eru allir Íslendingar eldri en tvítugir skyldugir til að borga skatta? Hvers vegna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54105

Árni Helgason. „Eru allir Íslendingar eldri en tvítugir skyldugir til að borga skatta? Hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2009. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54105>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru allir Íslendingar eldri en tvítugir skyldugir til að borga skatta? Hvers vegna?
Í tekjuskattslögum nr. 90/2003 eru ýmis ákvæði um skattskyldu barna.

Í 6. gr. laganna segir að barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sé ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna og að tekjur barns skuli taldar með tekjum foreldra. Sé vafi á hvort foreldri eigi í hlut gildir sú viðmiðunarregla að tekjur barns eru taldar með tekjum þess foreldris sem hefur hærri hreinar tekjur ef foreldrar þess eru skattlagðir sem hjón en annars með tekjum þess foreldris eða manns sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. laganna.

Þrátt fyrir að börn séu ekki sjálfstæðir skattaðilar geta tekjur þeirra af vinnu verið skattlagðar sérstaklega. Hafi barn aflað slíkra tekna er skattprósentan samkvæmt 2. mgr. 66. gr. laganna 4% af tekjum barns yfir 100.745 krónum og er í því ákvæði tekið fram að börn njóti ekki persónuafsláttar.

Ekkert einfalt svar er til við því hvers vegna fyrirkomulagið er eins og það er. Leiða má líkum að því að ákveðið hafi verið að skattleggja með afar hóflegum hætti tekjur barna undir 16 ára aldri en þær eru að jafnaði litlar. Hér má einnig vísa á umræðu um þetta mál á þingi veturinn 2000-2001 en þá var þáverandi fjármálaráðherra spurður út í ýmis atriði um skattskyldu barna. Meðal annars var spurt út í rökin að baki aldursviðmiði skattalaga um skattskyldu barna og í svarinu komu fram ýmsar útskýringar á rökunum þar að baki:
Meginrökin fyrir 16 ára aldursmarkinu lúta að atvinnuþátttöku ungmenna. Við 16 ára aldursmarkið lýkur almennri skólaskyldu og hefur þá nokkur hluti unglinga fulla þátttöku í atvinnulífi. Rétt er að geta þess að ákvæði íslensks vinnuréttar, reglur á Evrópska efnahags svæðinu og ákvæði kjarasamninga gera ráð fyrir þátttöku þessa aldurshóps á vinnumarkaði. Þess eru og dæmi að ungmenni er náð hafa 16. aldursári afli svipaðra tekna og fullorðnir, en sem dæmi má nefna að á árinu 1999 höfðu um 25% 17 ára unglinga tekjur yfir skattleysis mörkum. Eðlilegt verður að teljast og í anda jafnræðissjónarmiða að þátttakendur á vinnu markaði séu skattlagðir með sama hætti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: