Sólin Sólin Rís 07:45 • sest 18:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 23:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:47 • Síðdegis: 20:08 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"?

Guðrún Kvaran

Katrín Axelsdóttir skrifaði grein sem hún nefndi ,,Hvað er klukkan?“ í tímaritið Orð og tungu 8. hefti 2006, bls. 93–103, og er stuðst við hana hér.

Katrín gerir grein fyrir ,,gömlu kerfi“ og ,,nýju kerfi“ þegar sagt er til um klukkuna. Samkvæmt gamla kerfinu var sagt þegar klukkan var 12.05: ,,Klukkan er fimm mínútur gengin í eitt“ eða ,,Klukkan er fimm mínútur yfir tólf.“ Samkvæmt nýja kerfinu er sagt: ,,Klukkan er fimm mínútur yfir tólf.“ Ef klukkan aftur á móti er 11.55 er sagt samkvæmt gamla kerfinu: ,,Klukkuna vantar fimm mínútur í tólf“ en samkvæmt því nýja: ,,Klukkan er fimm mínútur í tólf.“

Katrín telur að gamla kerfið hafi líklega tekið að þoka fyrir hinu nýja um miðja 20. öld. Skýringuna telur hún að sé að sækja til þess að aðeins sé hægt að nota yfir, í og vantar … í þegar hálfi tíminn á í hlut, ekki gengin í: ,,Klukkan er fimm mínútur í hálf eitt“, ,,Klukkuna vantar fimm mínútur í hálfeitt, ,,Klukkan er fimm mínútur yfir hálf eitt.“ Katrín bendir á að samkvæmt gamla kerfinu hafi tvenns konar orðalag verið notað eftir heila tímann, gengin í og yfir. Yfir mátti líka nota við hálfa tímann og hafði það því víðara notkunarsvið sem ef til vill stuðlaði að því að það var tekið fram yfir gengin í.

Þegar gengin í tekur að víkja verður óþarft að nota vantar … í og nóg er að segja í. Upp er komin ný staða með yfir og í.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.11.2009

Spyrjandi

Kristín

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2009. Sótt 4. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=54114.

Guðrún Kvaran. (2009, 19. nóvember). Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54114

Guðrún Kvaran. „Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2009. Vefsíða. 4. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54114>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"?
Katrín Axelsdóttir skrifaði grein sem hún nefndi ,,Hvað er klukkan?“ í tímaritið Orð og tungu 8. hefti 2006, bls. 93–103, og er stuðst við hana hér.

Katrín gerir grein fyrir ,,gömlu kerfi“ og ,,nýju kerfi“ þegar sagt er til um klukkuna. Samkvæmt gamla kerfinu var sagt þegar klukkan var 12.05: ,,Klukkan er fimm mínútur gengin í eitt“ eða ,,Klukkan er fimm mínútur yfir tólf.“ Samkvæmt nýja kerfinu er sagt: ,,Klukkan er fimm mínútur yfir tólf.“ Ef klukkan aftur á móti er 11.55 er sagt samkvæmt gamla kerfinu: ,,Klukkuna vantar fimm mínútur í tólf“ en samkvæmt því nýja: ,,Klukkan er fimm mínútur í tólf.“

Katrín telur að gamla kerfið hafi líklega tekið að þoka fyrir hinu nýja um miðja 20. öld. Skýringuna telur hún að sé að sækja til þess að aðeins sé hægt að nota yfir, í og vantar … í þegar hálfi tíminn á í hlut, ekki gengin í: ,,Klukkan er fimm mínútur í hálf eitt“, ,,Klukkuna vantar fimm mínútur í hálfeitt, ,,Klukkan er fimm mínútur yfir hálf eitt.“ Katrín bendir á að samkvæmt gamla kerfinu hafi tvenns konar orðalag verið notað eftir heila tímann, gengin í og yfir. Yfir mátti líka nota við hálfa tímann og hafði það því víðara notkunarsvið sem ef til vill stuðlaði að því að það var tekið fram yfir gengin í.

Þegar gengin í tekur að víkja verður óþarft að nota vantar … í og nóg er að segja í. Upp er komin ný staða með yfir og í.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...