Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi?

Íris Gunnarsdóttir

Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess og heldur utan um upplýsingar um hvað kemur til úrvinnslu. Árið 2006 var farið að leggja úrvinnslugjald á allar umbúðir úr pappa og plasti en fram að þeim tíma voru fernur einu umbúðirnar sem báru slíkt gjald og var það arfleifð frá mjólkuriðnaðinum.

Fernur eru ekki lengur tilgreindar sérstaklega í skýrslum Úrvinnslusjóðs heldur tilheyra nú flokki sem heitir umbúðir úr sléttum pappa og inniheldur allar umbúðir úr pappa og pappír aðrar en umbúðir úr bylgjupappa. Úrvinnslugjald er einungis lagt á umbúðir en ekki til dæmis pappa sem kemur í rúllum. Fyrir innfluttar umbúðir greiðist úrvinnslugjaldið í tolli en af umbúðum sem eru framleiddar á Íslandi er greitt úrvinnslugjald hjá skattstjóra ásamt öðrum gjöldum.Árið 2009 komu tæplega 7.700 tonn af umbúðum úr bylgjupappa til endurvinnslu.

Upplýsingar um álagt magn umbúða segja okkur hversu mikið magn umbúða fer á markað hér á landi. Við álagningu á umbúðir er ekki gerður greinarmunur á umbúðum úr sléttum pappa og bylgjupappa en söfnunin skiptist aftur á móti eftir flokkum enda eru greiðslur mismunandi.

Tölurnar hér fyrir neðan sýna eingöngu magn umbúða sem fóru í endurvinnslu en ekki orkuvinnslu eða fargað á annan hátt.

20082009
Álagt magn17.762.350 kg17.009.728 kg
Samtals endurvinnsla8.475.090 kg8.158.112 kg

Af þessu má sjá að um eða yfir helmingur þeirra umbúða sem fara á markaðinn á Íslandi skila sér aftur til endurvinnslu, árið 2008 var hlutfallið 48% en nokkuð hærra árið 2009 eða 58%.

Eins og áður sagði er hægt að greina sléttan pappa og bylgjupappa í sundur í söfnuninni þó slíkt sé ekki gert við álagningu. Af þeim pappa og pappír sem kom til endurvinnslu árin 2008 og 2009 er skiptingin eftirfarandi:

20082009
Umbúðir úr bylgjupappa8.012.145 kg7.699.485 kg
Umbúðir úr sléttum pappa462.945 kg458.627 kg

Þeim sem vilja kynna sér efnið nánar er bent á vef Úrvinnslusjóðs, en í ársskýrslum hans má meðal annars sjá hversu mikið magn kemur til endurvinnslu í hinum ýmsu flokkum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: gilded lilee. Sótt 9. 3. 2010.

Höfundur

verkefnastjóri hjá Úrvinnslusjóði

Útgáfudagur

10.3.2010

Spyrjandi

Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir

Tilvísun

Íris Gunnarsdóttir. „Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2010. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54270.

Íris Gunnarsdóttir. (2010, 10. mars). Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54270

Íris Gunnarsdóttir. „Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2010. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54270>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi?
Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess og heldur utan um upplýsingar um hvað kemur til úrvinnslu. Árið 2006 var farið að leggja úrvinnslugjald á allar umbúðir úr pappa og plasti en fram að þeim tíma voru fernur einu umbúðirnar sem báru slíkt gjald og var það arfleifð frá mjólkuriðnaðinum.

Fernur eru ekki lengur tilgreindar sérstaklega í skýrslum Úrvinnslusjóðs heldur tilheyra nú flokki sem heitir umbúðir úr sléttum pappa og inniheldur allar umbúðir úr pappa og pappír aðrar en umbúðir úr bylgjupappa. Úrvinnslugjald er einungis lagt á umbúðir en ekki til dæmis pappa sem kemur í rúllum. Fyrir innfluttar umbúðir greiðist úrvinnslugjaldið í tolli en af umbúðum sem eru framleiddar á Íslandi er greitt úrvinnslugjald hjá skattstjóra ásamt öðrum gjöldum.Árið 2009 komu tæplega 7.700 tonn af umbúðum úr bylgjupappa til endurvinnslu.

Upplýsingar um álagt magn umbúða segja okkur hversu mikið magn umbúða fer á markað hér á landi. Við álagningu á umbúðir er ekki gerður greinarmunur á umbúðum úr sléttum pappa og bylgjupappa en söfnunin skiptist aftur á móti eftir flokkum enda eru greiðslur mismunandi.

Tölurnar hér fyrir neðan sýna eingöngu magn umbúða sem fóru í endurvinnslu en ekki orkuvinnslu eða fargað á annan hátt.

20082009
Álagt magn17.762.350 kg17.009.728 kg
Samtals endurvinnsla8.475.090 kg8.158.112 kg

Af þessu má sjá að um eða yfir helmingur þeirra umbúða sem fara á markaðinn á Íslandi skila sér aftur til endurvinnslu, árið 2008 var hlutfallið 48% en nokkuð hærra árið 2009 eða 58%.

Eins og áður sagði er hægt að greina sléttan pappa og bylgjupappa í sundur í söfnuninni þó slíkt sé ekki gert við álagningu. Af þeim pappa og pappír sem kom til endurvinnslu árin 2008 og 2009 er skiptingin eftirfarandi:

20082009
Umbúðir úr bylgjupappa8.012.145 kg7.699.485 kg
Umbúðir úr sléttum pappa462.945 kg458.627 kg

Þeim sem vilja kynna sér efnið nánar er bent á vef Úrvinnslusjóðs, en í ársskýrslum hans má meðal annars sjá hversu mikið magn kemur til endurvinnslu í hinum ýmsu flokkum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: gilded lilee. Sótt 9. 3. 2010....