Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum?

EDS

Í hugum margra eru mandarínur nátengdar jólunum en það er þó ekki svo að þær séu aðeins fáanlegar um það leyti árs. Mandarínur eru seldar allt árið um kring en vissulega verður meira um þær í kringum jólin. Ástæðan er sú að þá kemur á markaðinn fyrsta uppskera frá Spáni sem venjulega þykir vera sú besta, en uppskerutími mandarína á Spáni er frá nóvember til apríl.



Mandarínur eru fáanlegar í verslunum á Íslandi allt árið um kring en þær verða meira áberandi í kringum jól.

Á öðrum árstímum eru keyptar inn mandarínur frá öðrum löndum þar sem uppskera er hverju sinni. Eftir að tímabilinu lýkur á Spáni taka Marokkó og Egyptaland við og þaðan koma mandarínur fram í maí eða júní. Frá júní og fram í nóvember eru fluttar inn mandarínur frá Argentínu eða Suður-Afríku.

Þess má til gamans geta að samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er Kína það land í heimi sem framleiðir langmest af mandarínum, klementínum og tangerínum. Árið 2007 var uppskeran þar rúmlega 15 milljónir tonna sem samsvarar rúmlega helmingi heimsframleiðslunnar. Spánn kemur næst á eftir Kína með um tvær milljónir tonna árið 2007.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Við gerð þessa svars var leitað til Kjartans Más Friðsteinssonar framkvæmdastjóra Banana og fær hann bestu þakkir fyrir veittar upplýsingar.

Höfundur

Útgáfudagur

21.12.2009

Spyrjandi

Halldóra Egilsdóttir, f. 1991

Tilvísun

EDS. „Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum? “ Vísindavefurinn, 21. desember 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54493.

EDS. (2009, 21. desember). Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54493

EDS. „Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum? “ Vísindavefurinn. 21. des. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54493>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum?
Í hugum margra eru mandarínur nátengdar jólunum en það er þó ekki svo að þær séu aðeins fáanlegar um það leyti árs. Mandarínur eru seldar allt árið um kring en vissulega verður meira um þær í kringum jólin. Ástæðan er sú að þá kemur á markaðinn fyrsta uppskera frá Spáni sem venjulega þykir vera sú besta, en uppskerutími mandarína á Spáni er frá nóvember til apríl.



Mandarínur eru fáanlegar í verslunum á Íslandi allt árið um kring en þær verða meira áberandi í kringum jól.

Á öðrum árstímum eru keyptar inn mandarínur frá öðrum löndum þar sem uppskera er hverju sinni. Eftir að tímabilinu lýkur á Spáni taka Marokkó og Egyptaland við og þaðan koma mandarínur fram í maí eða júní. Frá júní og fram í nóvember eru fluttar inn mandarínur frá Argentínu eða Suður-Afríku.

Þess má til gamans geta að samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er Kína það land í heimi sem framleiðir langmest af mandarínum, klementínum og tangerínum. Árið 2007 var uppskeran þar rúmlega 15 milljónir tonna sem samsvarar rúmlega helmingi heimsframleiðslunnar. Spánn kemur næst á eftir Kína með um tvær milljónir tonna árið 2007.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Við gerð þessa svars var leitað til Kjartans Más Friðsteinssonar framkvæmdastjóra Banana og fær hann bestu þakkir fyrir veittar upplýsingar....