Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?

Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum í röðinni Íslenzk fornrit sem Hið íslenzka fornritafélag gefur út.

Stafurinn er notaður í til mynda sögnunum fœra og sœkja eða nafnorðunum bœn og dœmi. Í forníslensku voru þessi orð borin fram með sérhljóði sem ekki er ólíkt ö-inu okkar í nútímamáli (sem sagt eins og ritað væri föra, sökja, bön, dömi) en sá framburður hefur í nútímamáli vikið fyrir tvíhljóðinu [ai] sem við táknum með bókstafnum æ (a-e límingi): færa, sækja, bæn, dæmi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað heitir bókstafurinn "œ" (lítur út eins og o skeytt saman við e) á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?

Útgáfudagur

1.12.2009

Spyrjandi

Anna Reynisdóttir

Höfundur

Haraldur Bernharðsson

dósent í miðaldafræði við HÍ

Tilvísun

Haraldur Bernharðsson. „Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2009. Sótt 22. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=54644.

Haraldur Bernharðsson. (2009, 1. desember). Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54644

Haraldur Bernharðsson. „Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2009. Vefsíða. 22. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54644>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

1973

Sigurbjörn Árni Arngrímsson er prófessor í íþróttafræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði HÍ og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn stundar rannsóknir á sviði heilsueflingar auk rannsókna á afreksíþróttafólki.