Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?

Guðvarður Már Gunnlaugsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Rúnin þurs var til í norrænu rúnaletri. Hún var einnig til í engilsaxnesku rúnaletri og hét þar þorn. Engilsaxar tóku hana upp í latínuletur sitt vegna þess að þá vantaði tákn fyrir tannmælt önghljóð, það er þau hljóð sem í íslensku eru skrifuð með ‘þ’ og ‘ð’. Íslendingar og Norðmenn tóku sennilega upp bókstafinn ‘þ’ þegar þeir fóru að skrifa á móðurmáli sínu með latínuletri. Nafnið á stafnum í íslensku bendir sterklega til þess að stafurinn hafi verið tekinn úr engilsaxnesku latínuletri en ekki úr norrænu rúnaletri.


Engilsaxneskt rúnaletur. Rúnin ‘þorn’ er þriðja frá vinstri.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær norrænir menn hófu að skrifa á móðurmálinu með latínuletri en líklegt er að það hafi gerst á síðari hluta 11. aldar. Vitað er að íslensku þjóðveldislögin voru skrifuð á bók veturinn 1117–18 á Breiðabólstað í Vesturhópi. Telja má víst að þá hafi nokkur reynsla verið komin á að rita íslensku með latínustöfum fyrst Alþingi ákvað að láta skrifa lögin þannig sumarið 1117. Það er því ekki ólíklegt að tíundarlögin hafi líka verið skrifuð niður þegar þau voru samþykkt á Alþingi árið 1096; norskir fræðimenn gera sömuleiðis ráð fyrir að lagaritun hafi hafist í Noregi á síðari hluta 11. aldar.

Bókstafurinn ‘þ’ kemur fyrir í elstu íslensku og norsku handritunum (frá miðri 12. öld). Stafurinn hefur verið notaður í íslensku ritmáli æ síðan. Norðmenn gáfust aftur á móti upp á honum um eða eftir árið 1400, enda rann óraddaða tannmælta önghljóðið [þ] saman við [t] eða [d] í norsku og var breytingin gengin yfir um miðja 15. öld. Dæmi eru um ‘þ’ í enskum handritum og bréfum fram um miðja 15. öld þótt um langa hríð hafi verið algengara að skrifa ‘th’ í stað þess. Ekki er vitað til að ‘þ’ sé notað annars staðar en í íslensku í latínuletri, en sérstakur stafur (þeta) er notaður í grísku letri til að tákna tannmælt önghljóð.

Íslendingar tóku ‘ð’ sennilega eftir Norðmönnum á fyrri hluta 13. aldar, en fyrir þann tíma var skrifað ‘þ’ þar sem nú er skrifað ‘ð’. Það var fyrst á þessum tíma sem ‘ð’ fór að sjást í íslenskum handritum, en bókstafinn má finna í elstu norsku handritunum frá síðari hluta 12. aldar. Norðmenn höfðu svo sjálfir fengið ‘ð’ að láni úr ensku ritmáli.

Engilsaxar notuðu bæði stafina ‘ð’ og ‘þ’ fyrir tannmælt önghljóð. Margir skrifarar höfðu þá reglu að skrifa ‘ð’ í innstöðu og bakstöðu en ‘þ’ í framstöðu; hið sama gerðu norrænir menn. Englendingar notuðu stafinn fram undir lok 13. aldar.

Á 14. öld hættu Norðmenn að skrifa ‘ð’. Þetta gerðist í kjölfar mikilla hljóðbreytinga í norsku þar sem tannmælt önghljóð féll brott í innstöðu og bakstöðu (eða varð að [d]). Íslendingar fylgdu Norðmönnum í þessu þótt samsvarandi hljóðbreytingar yrðu ekki í íslensku. Stafurinn var horfinn úr íslensku ritmáli um 1400; í stað ‘ð’ skrifuðu Íslendingar ‘d’. Á fyrri hluta 19. aldar var ‘ð’ tekið upp aftur að frumkvæði Rasmusar Rasks. Bókstafurinn var sömuleiðis tekinn upp í færeyskri réttritun þegar ritmál var þróað fyrir færeysku um miðja 19. öld.

Uppruni ‘ð’ í engilsaxnesku ritmáli virðist vera sá að sett var strik eða lykkja aftan á hálegg ‘d’, en Engilsaxar skrifuðu ‘d’ þannig að háleggurinn hallaðist fram yfir belginn. Síðar gat strikið náð yfir legginn. Stafurinn ‘ð’ var tekinn upp í norsku ritmáli með hallandi legg og striki eða lykkju þótt ‘d’ væri á sama tíma skrifað með beinum legg. Bókstafurinn barst síðar til Íslands en þá var ‘d’ með hallandi legg orðið algengt í íslenskri skrift. Hallandi ‘ð’ var tekið upp í íslenskri skrift á 19. öld eftir miðaldahandritum þótt menn skrifuðu og prentuðu ‘d’ á sama tíma með beinum legg. Þegar stafurinn var tekinn upp að nýju var sett strik þvert yfir hálegginn þótt lykkja hafi verið mun algengari á miðöldum.

‘ð’ er hluti af bæði íslensku og færeysku nútímaritmáli, og er að auki notað í nokkrum öðrum tungumálum sem skrifuð eru með latínuletri; þeirra á meðal eru samíska og króatíska en þá er leggurinn hafður beinn eins og í ‘d’; í króatísku stendur stafurinn reyndar fyrir [dj] en ekki tannmælt önghljóð. Hljóðin [þ] og [ð] eru ekki til í færeysku og stendur ‘ð’ því fyrir önnur hljóð (svo sem [d]) eða jafnvel ekkert hljóð, en uppruni orða hafði mikil áhrif á færeyska stafsetningu.

Engilsaxar notuðu stundum hástafinn ‘Ð’ og fluttu Norðmenn hann einnig inn. Hann var mikið notaður á 13. öld þar sem nú væri skrifaður hástafurinn ‘Þ’ en ‘Ð’ féll úr notkun á 14. öld.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

Höfundur

Guðvarður Már Gunnlaugsson

rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar

Útgáfudagur

31.7.2006

Síðast uppfært

11.7.2018

Spyrjandi

Bernd Kappenberg
Heiðar Egilsson
Þorgeir Jóhannesson
Fjóla Aðalsteinsdóttir

Tilvísun

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2006, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6095.

Guðvarður Már Gunnlaugsson. (2006, 31. júlí). Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6095

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2006. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6095>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?
Rúnin þurs var til í norrænu rúnaletri. Hún var einnig til í engilsaxnesku rúnaletri og hét þar þorn. Engilsaxar tóku hana upp í latínuletur sitt vegna þess að þá vantaði tákn fyrir tannmælt önghljóð, það er þau hljóð sem í íslensku eru skrifuð með ‘þ’ og ‘ð’. Íslendingar og Norðmenn tóku sennilega upp bókstafinn ‘þ’ þegar þeir fóru að skrifa á móðurmáli sínu með latínuletri. Nafnið á stafnum í íslensku bendir sterklega til þess að stafurinn hafi verið tekinn úr engilsaxnesku latínuletri en ekki úr norrænu rúnaletri.


Engilsaxneskt rúnaletur. Rúnin ‘þorn’ er þriðja frá vinstri.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær norrænir menn hófu að skrifa á móðurmálinu með latínuletri en líklegt er að það hafi gerst á síðari hluta 11. aldar. Vitað er að íslensku þjóðveldislögin voru skrifuð á bók veturinn 1117–18 á Breiðabólstað í Vesturhópi. Telja má víst að þá hafi nokkur reynsla verið komin á að rita íslensku með latínustöfum fyrst Alþingi ákvað að láta skrifa lögin þannig sumarið 1117. Það er því ekki ólíklegt að tíundarlögin hafi líka verið skrifuð niður þegar þau voru samþykkt á Alþingi árið 1096; norskir fræðimenn gera sömuleiðis ráð fyrir að lagaritun hafi hafist í Noregi á síðari hluta 11. aldar.

Bókstafurinn ‘þ’ kemur fyrir í elstu íslensku og norsku handritunum (frá miðri 12. öld). Stafurinn hefur verið notaður í íslensku ritmáli æ síðan. Norðmenn gáfust aftur á móti upp á honum um eða eftir árið 1400, enda rann óraddaða tannmælta önghljóðið [þ] saman við [t] eða [d] í norsku og var breytingin gengin yfir um miðja 15. öld. Dæmi eru um ‘þ’ í enskum handritum og bréfum fram um miðja 15. öld þótt um langa hríð hafi verið algengara að skrifa ‘th’ í stað þess. Ekki er vitað til að ‘þ’ sé notað annars staðar en í íslensku í latínuletri, en sérstakur stafur (þeta) er notaður í grísku letri til að tákna tannmælt önghljóð.

Íslendingar tóku ‘ð’ sennilega eftir Norðmönnum á fyrri hluta 13. aldar, en fyrir þann tíma var skrifað ‘þ’ þar sem nú er skrifað ‘ð’. Það var fyrst á þessum tíma sem ‘ð’ fór að sjást í íslenskum handritum, en bókstafinn má finna í elstu norsku handritunum frá síðari hluta 12. aldar. Norðmenn höfðu svo sjálfir fengið ‘ð’ að láni úr ensku ritmáli.

Engilsaxar notuðu bæði stafina ‘ð’ og ‘þ’ fyrir tannmælt önghljóð. Margir skrifarar höfðu þá reglu að skrifa ‘ð’ í innstöðu og bakstöðu en ‘þ’ í framstöðu; hið sama gerðu norrænir menn. Englendingar notuðu stafinn fram undir lok 13. aldar.

Á 14. öld hættu Norðmenn að skrifa ‘ð’. Þetta gerðist í kjölfar mikilla hljóðbreytinga í norsku þar sem tannmælt önghljóð féll brott í innstöðu og bakstöðu (eða varð að [d]). Íslendingar fylgdu Norðmönnum í þessu þótt samsvarandi hljóðbreytingar yrðu ekki í íslensku. Stafurinn var horfinn úr íslensku ritmáli um 1400; í stað ‘ð’ skrifuðu Íslendingar ‘d’. Á fyrri hluta 19. aldar var ‘ð’ tekið upp aftur að frumkvæði Rasmusar Rasks. Bókstafurinn var sömuleiðis tekinn upp í færeyskri réttritun þegar ritmál var þróað fyrir færeysku um miðja 19. öld.

Uppruni ‘ð’ í engilsaxnesku ritmáli virðist vera sá að sett var strik eða lykkja aftan á hálegg ‘d’, en Engilsaxar skrifuðu ‘d’ þannig að háleggurinn hallaðist fram yfir belginn. Síðar gat strikið náð yfir legginn. Stafurinn ‘ð’ var tekinn upp í norsku ritmáli með hallandi legg og striki eða lykkju þótt ‘d’ væri á sama tíma skrifað með beinum legg. Bókstafurinn barst síðar til Íslands en þá var ‘d’ með hallandi legg orðið algengt í íslenskri skrift. Hallandi ‘ð’ var tekið upp í íslenskri skrift á 19. öld eftir miðaldahandritum þótt menn skrifuðu og prentuðu ‘d’ á sama tíma með beinum legg. Þegar stafurinn var tekinn upp að nýju var sett strik þvert yfir hálegginn þótt lykkja hafi verið mun algengari á miðöldum.

‘ð’ er hluti af bæði íslensku og færeysku nútímaritmáli, og er að auki notað í nokkrum öðrum tungumálum sem skrifuð eru með latínuletri; þeirra á meðal eru samíska og króatíska en þá er leggurinn hafður beinn eins og í ‘d’; í króatísku stendur stafurinn reyndar fyrir [dj] en ekki tannmælt önghljóð. Hljóðin [þ] og [ð] eru ekki til í færeysku og stendur ‘ð’ því fyrir önnur hljóð (svo sem [d]) eða jafnvel ekkert hljóð, en uppruni orða hafði mikil áhrif á færeyska stafsetningu.

Engilsaxar notuðu stundum hástafinn ‘Ð’ og fluttu Norðmenn hann einnig inn. Hann var mikið notaður á 13. öld þar sem nú væri skrifaður hástafurinn ‘Þ’ en ‘Ð’ féll úr notkun á 14. öld.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

...