Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi?

Freydís Jóna Freysteinsdóttir

Uppprunalega spurningin hljóðaði svona:

Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi? Á þá við andlegt og líkamlegt.

Til eru þrjár tegundir af ofbeldi, 1) tilfinningalegt ofbeldi, 2) líkamlegt ofbeldi og 3) kynferðislegt ofbeldi. Hér verður fjallað um tilfinningalegt og líkamlegt ofbeldi.

Svarið við spurningunni er ekki einfalt, því ekki hefur verið samræmi í niðurstöðum rannsókna hvað þetta varðar. Í yfirlitsrannsókn sem gerð var af Nobes og Smith (2000) kom fram að mæður og feður væru álíka líkleg til að beita börn líkamlegu ofbeldi. Í yfirlitsrannsókn eru niðurstöður annarra rannsókna skoðaðar og bornar saman og heildarniðurstaða fengin sem byggist á þeim.

Í yfirlitsrannsókn sem gerð var af Nobes og Smith (2000) kom fram að mæður og feður væru álíka líkleg til að beita börn líkamlegu ofbeldi.

Hins vegar sýndi rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum sem byggist á yfir 300.000 tilkynningum til barnaverndaryfirvalda, að fleiri karlar beiti börn líkamlegu ofbeldi en konur. Gerendur voru í 62% tilfella karlar en í 41% tilfella konur. Í sumum tilfellum voru gerendur bæði karl og kona og því er hlutfallið samtals yfir 100%.

Í sömu rannsókn var kyn barns skoðað út frá gerendum. Í ljós kom að þegar um drengi var að ræða voru gerendur í 48% tilfella blóðforeldri, í 74% tilfella stjúpforeldri og annar aðili í 56% tilfella. Aftur á móti þegar stúlkur voru þolendur var líffræðilegt foreldri gerandi í 56% tilfella, stjúpforeldri í 29% tilfella og annar aðili í 43% tilfella.

Í flestum tilfellum sem börn voru beitt líkamlegu ofbeldi var um að ræða fjölskyldu sem samanstóð af einstæðu foreldri í sambúð með öðrum aðila en líffræðilegu foreldri barnsins ásamt viðkomandi barni eða börnum. Með öðrum orðum stjúpfjölskyldur. Börn sem eru hluti af stjúpfjölskyldum voru tífalt líklegri til að verða fyrir líkamlegu ofbeldi en önnur börn (Sedlak og fleiri, 2010).

Ástæðan fyrir því að misvísandi niðurstöður hafa fengist í þessum rannsóknum gæti legið í því að annars vegar byggjast rannsóknarniðurstöður á hinum ýmsu rannsóknum sem gerðar hafa verið á mismunandi hátt en hins vegar byggjast þær á einni rannsókn sem gerð var á gríðarlegum fjölda barnaverndarmála.

Rannsókn sem gerð var hér á landi sýndi ekki marktækan mun á kynjum er varðar beitingu tilfinningalegs eða líkamlegs ofbeldis (Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2016). Hins vegar má geta þess að ungir foreldrar eru líklegri til að beita börn sín ofbeldi en eldri og þroskaðri foreldrar (DuRivage og fleiri, 2015; Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2016). Einnig hefur komið í ljós að foreldar sem beita börn sín ofbeldi eru líklegri til að hafa lægra menntunarstig en aðrir foreldrar (DuRivage og fleiri, 2015; Klevens, Bayón og Sierra, 2000) en sá munur kom ekki fram í rannsókn sem gerð var hér á landi (Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2016).

Tilfinningalegt ofbeldi getur falið í sér ýmsa hegðun sem miðar að því að gera lítið úr barni, hafna því eða hræða það.

En ef við lítum nánar á tilfinningalegt ofbeldi sem stundum hefur verið kallað andlegt ofbeldi eða sálrænt ofbeldi, þá getur það falið í sér ýmsa hegðun sem miðar að því að gera lítið úr barni, hafna því eða hræða það. Það getur falið í sér að verða vitni að ofbeldi milli foreldra.

Mæður eru líklegri en feður til að beita börn sín tilfinningalegu ofbeldi (Barnett, Miller-Perrin og Perrin, 2011). Það gæti endurspeglað þá staðreynd að mæður sjá meira um uppeldi barna en feður og því mæðir uppeldi barna meira á þeim (McGoldrick, Carter og Garcia-Preto, 2011).

Hins vegar hefur komið í ljós að þegar um ofbeldi milli foreldra er að ræða á heimili eru auknar líkur á að börn horfi ekki bara upp á ofbeldið heldur einnig að þau verði fyrir því sjálf (Gelles og Conte, 1999). Edleson (1999) vann yfirlitsrannsókn og taldi að 30 – 60% barna sem yrðu vitni að ofbeldi á milli foreldra sinna yrðu einnig fyrir ofbeldi sjálf. Auk þess eru karlar líklegri en konur til að beita börn alvarlegu ofbeldi og að valda þeim dauða í slíkum aðstæðum (O‘Hara, 1995).

Heimildir:

 • Barnett, O., Miller-Perrin, C.L. og Perrin, R.D. (2011). Family violence across the life span: An introduction (3. útgáfa). Thousand Oaks: Sage.
 • DuRivage, N., Keyes, K., Leray, E., Peq, O., Bitfoi, A., Koc, C. og fleiri. (2015). Parental use of corporal punishment in Europe: Intersection between public health and policy. PLOS ONE, 10(2), e0118059. doi: 10.1371/journal.pone.0118059.
 • Klevens, J., Bayón, M.C. og Sierra, M. (2000). Risk factors and context of men who physically abuse in Bogotá, Columbia. Child Abuse & Neglect, 24(3), 323-332. Doi: 10.1016/S0145-2134(99)00148-9
 • Edleson, J. L. (1999). The overlap between child maltreatment and woman battering. Violence Against Women, 5 (2), 134-154.
 • Freydís Jóna Freysteinsdóttir. (2016). Ögunaraðferðir íslenskra foreldra. Tímarit um uppeldi og menntun, 25(1), 25-40.
 • Gelles, R.J. & Conte, J.R. (1990). Domestic violence and sexual abuse of children: A review of research in the eighties. Journal of Marriage and the Family, 52, 1045-1058.
 • McGoldrick, M., Garcia-Preto, N. og Carter, B. (ritstjórar) (2016). The Expanding Family Life Cycle: Individual, Family, and Social Perspectives (fimmta útgáfa). Boston: Pearson Education, Inc.
 • Nobes, G. Og Smith, M. (2000). The relative extent of physical punishment and abuse by mothers and fathers. Trauma, Violence and Abuse, 1(1), 47-66.
 • O'Hara, M. (1995). Child deaths in contexts of domestic violence. Childright, 115, 15-18.
 • Sedlak, A.J., Mettenberg, J., Basena, M., Petta, I., McPherson, K. Greene, A. og fleiri. (2010). Fourth national incidence study of child abuse and neglect (NIS-4): Report to congress, executive summary. Washington DC: US Department of Health & Human Services, Administration for Children and Families.

Myndir:

Höfundur

Freydís Jóna Freysteinsdóttir

prófessor í félagsráðgjöf við HÍ

Útgáfudagur

7.11.2017

Spyrjandi

Guðbjörn Sigurþórsson

Tilvísun

Freydís Jóna Freysteinsdóttir. „Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi? “ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2017. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54657.

Freydís Jóna Freysteinsdóttir. (2017, 7. nóvember). Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54657

Freydís Jóna Freysteinsdóttir. „Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi? “ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2017. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54657>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi?
Uppprunalega spurningin hljóðaði svona:

Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi? Á þá við andlegt og líkamlegt.

Til eru þrjár tegundir af ofbeldi, 1) tilfinningalegt ofbeldi, 2) líkamlegt ofbeldi og 3) kynferðislegt ofbeldi. Hér verður fjallað um tilfinningalegt og líkamlegt ofbeldi.

Svarið við spurningunni er ekki einfalt, því ekki hefur verið samræmi í niðurstöðum rannsókna hvað þetta varðar. Í yfirlitsrannsókn sem gerð var af Nobes og Smith (2000) kom fram að mæður og feður væru álíka líkleg til að beita börn líkamlegu ofbeldi. Í yfirlitsrannsókn eru niðurstöður annarra rannsókna skoðaðar og bornar saman og heildarniðurstaða fengin sem byggist á þeim.

Í yfirlitsrannsókn sem gerð var af Nobes og Smith (2000) kom fram að mæður og feður væru álíka líkleg til að beita börn líkamlegu ofbeldi.

Hins vegar sýndi rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum sem byggist á yfir 300.000 tilkynningum til barnaverndaryfirvalda, að fleiri karlar beiti börn líkamlegu ofbeldi en konur. Gerendur voru í 62% tilfella karlar en í 41% tilfella konur. Í sumum tilfellum voru gerendur bæði karl og kona og því er hlutfallið samtals yfir 100%.

Í sömu rannsókn var kyn barns skoðað út frá gerendum. Í ljós kom að þegar um drengi var að ræða voru gerendur í 48% tilfella blóðforeldri, í 74% tilfella stjúpforeldri og annar aðili í 56% tilfella. Aftur á móti þegar stúlkur voru þolendur var líffræðilegt foreldri gerandi í 56% tilfella, stjúpforeldri í 29% tilfella og annar aðili í 43% tilfella.

Í flestum tilfellum sem börn voru beitt líkamlegu ofbeldi var um að ræða fjölskyldu sem samanstóð af einstæðu foreldri í sambúð með öðrum aðila en líffræðilegu foreldri barnsins ásamt viðkomandi barni eða börnum. Með öðrum orðum stjúpfjölskyldur. Börn sem eru hluti af stjúpfjölskyldum voru tífalt líklegri til að verða fyrir líkamlegu ofbeldi en önnur börn (Sedlak og fleiri, 2010).

Ástæðan fyrir því að misvísandi niðurstöður hafa fengist í þessum rannsóknum gæti legið í því að annars vegar byggjast rannsóknarniðurstöður á hinum ýmsu rannsóknum sem gerðar hafa verið á mismunandi hátt en hins vegar byggjast þær á einni rannsókn sem gerð var á gríðarlegum fjölda barnaverndarmála.

Rannsókn sem gerð var hér á landi sýndi ekki marktækan mun á kynjum er varðar beitingu tilfinningalegs eða líkamlegs ofbeldis (Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2016). Hins vegar má geta þess að ungir foreldrar eru líklegri til að beita börn sín ofbeldi en eldri og þroskaðri foreldrar (DuRivage og fleiri, 2015; Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2016). Einnig hefur komið í ljós að foreldar sem beita börn sín ofbeldi eru líklegri til að hafa lægra menntunarstig en aðrir foreldrar (DuRivage og fleiri, 2015; Klevens, Bayón og Sierra, 2000) en sá munur kom ekki fram í rannsókn sem gerð var hér á landi (Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2016).

Tilfinningalegt ofbeldi getur falið í sér ýmsa hegðun sem miðar að því að gera lítið úr barni, hafna því eða hræða það.

En ef við lítum nánar á tilfinningalegt ofbeldi sem stundum hefur verið kallað andlegt ofbeldi eða sálrænt ofbeldi, þá getur það falið í sér ýmsa hegðun sem miðar að því að gera lítið úr barni, hafna því eða hræða það. Það getur falið í sér að verða vitni að ofbeldi milli foreldra.

Mæður eru líklegri en feður til að beita börn sín tilfinningalegu ofbeldi (Barnett, Miller-Perrin og Perrin, 2011). Það gæti endurspeglað þá staðreynd að mæður sjá meira um uppeldi barna en feður og því mæðir uppeldi barna meira á þeim (McGoldrick, Carter og Garcia-Preto, 2011).

Hins vegar hefur komið í ljós að þegar um ofbeldi milli foreldra er að ræða á heimili eru auknar líkur á að börn horfi ekki bara upp á ofbeldið heldur einnig að þau verði fyrir því sjálf (Gelles og Conte, 1999). Edleson (1999) vann yfirlitsrannsókn og taldi að 30 – 60% barna sem yrðu vitni að ofbeldi á milli foreldra sinna yrðu einnig fyrir ofbeldi sjálf. Auk þess eru karlar líklegri en konur til að beita börn alvarlegu ofbeldi og að valda þeim dauða í slíkum aðstæðum (O‘Hara, 1995).

Heimildir:

 • Barnett, O., Miller-Perrin, C.L. og Perrin, R.D. (2011). Family violence across the life span: An introduction (3. útgáfa). Thousand Oaks: Sage.
 • DuRivage, N., Keyes, K., Leray, E., Peq, O., Bitfoi, A., Koc, C. og fleiri. (2015). Parental use of corporal punishment in Europe: Intersection between public health and policy. PLOS ONE, 10(2), e0118059. doi: 10.1371/journal.pone.0118059.
 • Klevens, J., Bayón, M.C. og Sierra, M. (2000). Risk factors and context of men who physically abuse in Bogotá, Columbia. Child Abuse & Neglect, 24(3), 323-332. Doi: 10.1016/S0145-2134(99)00148-9
 • Edleson, J. L. (1999). The overlap between child maltreatment and woman battering. Violence Against Women, 5 (2), 134-154.
 • Freydís Jóna Freysteinsdóttir. (2016). Ögunaraðferðir íslenskra foreldra. Tímarit um uppeldi og menntun, 25(1), 25-40.
 • Gelles, R.J. & Conte, J.R. (1990). Domestic violence and sexual abuse of children: A review of research in the eighties. Journal of Marriage and the Family, 52, 1045-1058.
 • McGoldrick, M., Garcia-Preto, N. og Carter, B. (ritstjórar) (2016). The Expanding Family Life Cycle: Individual, Family, and Social Perspectives (fimmta útgáfa). Boston: Pearson Education, Inc.
 • Nobes, G. Og Smith, M. (2000). The relative extent of physical punishment and abuse by mothers and fathers. Trauma, Violence and Abuse, 1(1), 47-66.
 • O'Hara, M. (1995). Child deaths in contexts of domestic violence. Childright, 115, 15-18.
 • Sedlak, A.J., Mettenberg, J., Basena, M., Petta, I., McPherson, K. Greene, A. og fleiri. (2010). Fourth national incidence study of child abuse and neglect (NIS-4): Report to congress, executive summary. Washington DC: US Department of Health & Human Services, Administration for Children and Families.

Myndir:

...