Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hversu margir búa í Bandaríkjunum?

EDS

Áætlað er að í upphafi árs 2010 hafi Bandaríkjamenn verið rúmlega 308 milljónir og er landið það þriðja fjölmennasta í heimi á eftir Kína og Indlandi.

Á vef bandarísku hagstofunnar U.S. Census Bureau má sjá að áætlað er að á hverjum 8 sekúndum komi einn Bandaríkjamaður í heiminn, á hverjum 12 sekúndum verði eitt dauðsfall þar í landi og á hverjum 37 sekúndum bætist einn innflytjandi við fjölda Bandaríkjamanna. Bandaríkjamönnum fjölgar þess vegna um einn á hverjum 14 sekúndum.



Eins og gefur að skilja eru Bandaríkjamenn langt frá því að vera einsleitur hópur. Talið er að tæplega 80% Bandaríkjamanna séu hvítir, tæp 13% eru blökkumenn, 4,5% af asískum uppruna, frumbyggjar um 1% en aðrir tilheyri annað hvort fleiri en einum hópi eða eigi sér annan uppruna en hér hefur verið nefndur.

Einhver kann reka augun í að hér eru ekki talað sérstaklega um fólk frá rómönsku Ameríku (e. Hispanic eða Latino), en eins og margir vita er sá hópur töluvert fjölmennur í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að í gögnum bandarísku hagstofunnar er litið svo á að fólk frá rómönsku Ameríku geti komið úr hvaða hópi sem er af þeim sem taldir voru upp hér að ofan. Áætlað er að um 15% Bandaríkjamanna eigi rætur í rómönsku Ameríku.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

19.1.2010

Spyrjandi

Kári Benónýsson

Tilvísun

EDS. „Hversu margir búa í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2010. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54689.

EDS. (2010, 19. janúar). Hversu margir búa í Bandaríkjunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54689

EDS. „Hversu margir búa í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2010. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54689>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir búa í Bandaríkjunum?
Áætlað er að í upphafi árs 2010 hafi Bandaríkjamenn verið rúmlega 308 milljónir og er landið það þriðja fjölmennasta í heimi á eftir Kína og Indlandi.

Á vef bandarísku hagstofunnar U.S. Census Bureau má sjá að áætlað er að á hverjum 8 sekúndum komi einn Bandaríkjamaður í heiminn, á hverjum 12 sekúndum verði eitt dauðsfall þar í landi og á hverjum 37 sekúndum bætist einn innflytjandi við fjölda Bandaríkjamanna. Bandaríkjamönnum fjölgar þess vegna um einn á hverjum 14 sekúndum.



Eins og gefur að skilja eru Bandaríkjamenn langt frá því að vera einsleitur hópur. Talið er að tæplega 80% Bandaríkjamanna séu hvítir, tæp 13% eru blökkumenn, 4,5% af asískum uppruna, frumbyggjar um 1% en aðrir tilheyri annað hvort fleiri en einum hópi eða eigi sér annan uppruna en hér hefur verið nefndur.

Einhver kann reka augun í að hér eru ekki talað sérstaklega um fólk frá rómönsku Ameríku (e. Hispanic eða Latino), en eins og margir vita er sá hópur töluvert fjölmennur í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að í gögnum bandarísku hagstofunnar er litið svo á að fólk frá rómönsku Ameríku geti komið úr hvaða hópi sem er af þeim sem taldir voru upp hér að ofan. Áætlað er að um 15% Bandaríkjamanna eigi rætur í rómönsku Ameríku.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...