
Yngsta berg á Íslandi er það berg sem síðast kom upp í eldgosi. Þegar þetta er skrifað, í lok mars 2010, á sér stað eldgos á Fimmvörðuhálsi og því er yngsta berg Íslands á þessari stundu það hraun sem þar rennur. Mynd: Veðurstofan. Ljósmyndari: Einar Kjartansson. Sótt 29. 3. 2010.