Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?

Sigurður Steinþórsson

Ísland skiptist í þrjár jarðmyndanir eftir aldri og myndunaraðstæðum: Elst er tertíera blágrýtismyndunin, 16-3 milljón ára, þá kvartera grágrýtis- og móbergsmyndunin, 3 milljón til 10.000 ára, og loks nútími, síðustu 10.000 árin.

Tertíeru mynduninni tilheyra blágrýtissyrpurnar á Austfjörðum og Vesturlandi, frá Akrafjalli um Vestfirði austur að Bárðardal. Þessi hraun runnu á tiltölulega flötu landi.

Galtarviti í Keflavík. Súgandafjörður í bakgrunni.

Fyrir tæpum 3 milljónum ára gekk ísöldin í garð og kvarter-tímabilið hófst. Þá mynduðust annars vegar móbergsfjöll við gos undir jöklum og hins vegar grágrýtishraun á hlýskeiðum. Þetta kvartera berg, móberg og grágrýti, myndar kraga sitt hvorum megin við gosbeltin, milli þeirra og tertíeru myndunarinnar vestast og austast.

Loks þegar jökla leysti fyrir rúmum 10.000 árum tóku „nútímahraun" að renna í gosbeltunum sem liggja frá Reykjanesi um Reykjanesskaga, Þingvelli og norður í Langjökul, annars vegar, og frá Surtsey um Vonarskarð og vestanverðan Vatnajökul norður í Axarfjörð.

Upphleðsla á Íslandi er annars óvenjuleg og má líkja henni við færiband: Nýtt berg myndast á hverjum tíma í gosbeltunum og rekur síðan út til beggja hliða með ca. 1 cm hraða á ári (gliðnun er 2 cm/ár) og sekkur í sæ eftir 15 milljón ár eða svo. Þannig hefur þetta gengið í 60 milljón ár, frá þeim tíma er Norður-Atlantshafið byrjaði að opnast og blágrýtishraun runnu á Austur-Grænlandi og Færeyjum, Vestur-Skotlandi og Norður-Írlandi.

Við fengum athugasemd frá lesanda sem vildi meðal annars vita hvenær Ísland 'rak fyrst kollinn upp fyrir yfirborð sjávar'. Í samræmi við tillögu höfundar höfum við bætt við svarið sem hér segir:

Ísland hefur aldrei „rekið kollinn upp fyrir yfirborð sjávar“. Allt frá því að Norður-Atlantshaf byrjaði að opnast fyrir ca. 60 milljón árum hefur verið land yfir heita reitnum. Nýtt berg myndast eftir gosbeltunum, það berst til hliðanna og sekkur loks í sæ. Fyrir 50 milljón árum voru Færeyjar Ísland, ef svo má segja. Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er sem sagt um það bil 16 milljón ára -- eldra berg er sokkið í sæ.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

11.7.2000

Spyrjandi

Óli Þór Atlason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2000. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=631.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 11. júlí). Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=631

Sigurður Steinþórsson. „Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2000. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=631>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?
Ísland skiptist í þrjár jarðmyndanir eftir aldri og myndunaraðstæðum: Elst er tertíera blágrýtismyndunin, 16-3 milljón ára, þá kvartera grágrýtis- og móbergsmyndunin, 3 milljón til 10.000 ára, og loks nútími, síðustu 10.000 árin.

Tertíeru mynduninni tilheyra blágrýtissyrpurnar á Austfjörðum og Vesturlandi, frá Akrafjalli um Vestfirði austur að Bárðardal. Þessi hraun runnu á tiltölulega flötu landi.

Galtarviti í Keflavík. Súgandafjörður í bakgrunni.

Fyrir tæpum 3 milljónum ára gekk ísöldin í garð og kvarter-tímabilið hófst. Þá mynduðust annars vegar móbergsfjöll við gos undir jöklum og hins vegar grágrýtishraun á hlýskeiðum. Þetta kvartera berg, móberg og grágrýti, myndar kraga sitt hvorum megin við gosbeltin, milli þeirra og tertíeru myndunarinnar vestast og austast.

Loks þegar jökla leysti fyrir rúmum 10.000 árum tóku „nútímahraun" að renna í gosbeltunum sem liggja frá Reykjanesi um Reykjanesskaga, Þingvelli og norður í Langjökul, annars vegar, og frá Surtsey um Vonarskarð og vestanverðan Vatnajökul norður í Axarfjörð.

Upphleðsla á Íslandi er annars óvenjuleg og má líkja henni við færiband: Nýtt berg myndast á hverjum tíma í gosbeltunum og rekur síðan út til beggja hliða með ca. 1 cm hraða á ári (gliðnun er 2 cm/ár) og sekkur í sæ eftir 15 milljón ár eða svo. Þannig hefur þetta gengið í 60 milljón ár, frá þeim tíma er Norður-Atlantshafið byrjaði að opnast og blágrýtishraun runnu á Austur-Grænlandi og Færeyjum, Vestur-Skotlandi og Norður-Írlandi.

Við fengum athugasemd frá lesanda sem vildi meðal annars vita hvenær Ísland 'rak fyrst kollinn upp fyrir yfirborð sjávar'. Í samræmi við tillögu höfundar höfum við bætt við svarið sem hér segir:

Ísland hefur aldrei „rekið kollinn upp fyrir yfirborð sjávar“. Allt frá því að Norður-Atlantshaf byrjaði að opnast fyrir ca. 60 milljón árum hefur verið land yfir heita reitnum. Nýtt berg myndast eftir gosbeltunum, það berst til hliðanna og sekkur loks í sæ. Fyrir 50 milljón árum voru Færeyjar Ísland, ef svo má segja. Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er sem sagt um það bil 16 milljón ára -- eldra berg er sokkið í sæ.

Mynd:...