Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Í bókinni Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ævisaga sögð vera rit "um æviferil og störf einstaklings" (316). Í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er hugtakið skilgreint sem "frásögn af lífi og örlögum einstaklings" (1863). Í ýmsum erlendum málum nefnist ævisaga biografia sem komið er úr grísku og myndað af orðunum bios sem merkir 'líf' og graphein sem er að 'skrifa'.

Ævisögur Grikkja frá tímum hellenismans hafa ekki varðveist en frá 1. og 2. öld e.Kr. voru margar ævisögur Grikkja og Rómverja skrifaðar. Þær hafa margar varðveist. Þekktasta ævisagnaritið frá þessum tíma er eftir gríska höfundinn Plútarkos (46-120) og nefnist á frummálinu Bioi paralleloi eða hliðstæðar ævisögur. Í ritinu eru grískir og rómverskir menn bornir saman, alls 23 pör. Ævisögur Plútarkosar eru meðal annars kunnar fyrir það að enska leikritaskáldið Shakespeare notaði enska 16. aldar þýðingu á þeim sem heimild fyrir leikrit sín sem fjölluðu um rómversk efni.


Teikning af Plútarkosi úr riti frá 16. öld.

Helgisögur kristna höfunda frá miðöldum er hægt að flokka sem ævisögur og það sama má segja um ýmsar greinar íslenskra fornbókmennta, til dæmis konungasögur og biskupasögur.

Hugtakið sjálfsævisaga er nátengt ævisagnahugtakinu, en það er notaðu um ævisögu höfundar sem skráð er af honum sjálfum. Eitt þekktasta rit í þeim flokki eru Játningar eftir Ágústínus kirkjuföður.

Spyrjandi spurði sérstaklega um það hvað rit þurfi til að bera til að vera 'sannarlega" ævisaga og líka hvort nýútkomin ævisaga um Snorra Sturluson falli undir skilgreininguna. Eins og sést af þessu svari þarf ævisaga að segja frá æviferli, lífi, störfum og örlögum einstaklings. Það er síðan túlkunaratriði hvort einstök rit falli að skilgreiningunni eða ekki. Ef rit eru á mörkum skáldskapar og sagnfræði er ekki víst að allir vilji telja þau til eiginlegra ævisagna.

Heimildir:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.
  • Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum? Hvað þarf hún að bera til að vera sannarlega ævisaga? Er til dæmis hægt að kalla nýútkomna bók um Snorra Sturluson ævisögu?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.4.2010

Spyrjandi

Gunnlaugur Viðar

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2010. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54786.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2010, 15. apríl). Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54786

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2010. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54786>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum?
Í bókinni Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ævisaga sögð vera rit "um æviferil og störf einstaklings" (316). Í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er hugtakið skilgreint sem "frásögn af lífi og örlögum einstaklings" (1863). Í ýmsum erlendum málum nefnist ævisaga biografia sem komið er úr grísku og myndað af orðunum bios sem merkir 'líf' og graphein sem er að 'skrifa'.

Ævisögur Grikkja frá tímum hellenismans hafa ekki varðveist en frá 1. og 2. öld e.Kr. voru margar ævisögur Grikkja og Rómverja skrifaðar. Þær hafa margar varðveist. Þekktasta ævisagnaritið frá þessum tíma er eftir gríska höfundinn Plútarkos (46-120) og nefnist á frummálinu Bioi paralleloi eða hliðstæðar ævisögur. Í ritinu eru grískir og rómverskir menn bornir saman, alls 23 pör. Ævisögur Plútarkosar eru meðal annars kunnar fyrir það að enska leikritaskáldið Shakespeare notaði enska 16. aldar þýðingu á þeim sem heimild fyrir leikrit sín sem fjölluðu um rómversk efni.


Teikning af Plútarkosi úr riti frá 16. öld.

Helgisögur kristna höfunda frá miðöldum er hægt að flokka sem ævisögur og það sama má segja um ýmsar greinar íslenskra fornbókmennta, til dæmis konungasögur og biskupasögur.

Hugtakið sjálfsævisaga er nátengt ævisagnahugtakinu, en það er notaðu um ævisögu höfundar sem skráð er af honum sjálfum. Eitt þekktasta rit í þeim flokki eru Játningar eftir Ágústínus kirkjuföður.

Spyrjandi spurði sérstaklega um það hvað rit þurfi til að bera til að vera 'sannarlega" ævisaga og líka hvort nýútkomin ævisaga um Snorra Sturluson falli undir skilgreininguna. Eins og sést af þessu svari þarf ævisaga að segja frá æviferli, lífi, störfum og örlögum einstaklings. Það er síðan túlkunaratriði hvort einstök rit falli að skilgreiningunni eða ekki. Ef rit eru á mörkum skáldskapar og sagnfræði er ekki víst að allir vilji telja þau til eiginlegra ævisagna.

Heimildir:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.
  • Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum? Hvað þarf hún að bera til að vera sannarlega ævisaga? Er til dæmis hægt að kalla nýútkomna bók um Snorra Sturluson ævisögu?
...