Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu langa vegalengd táknar hver cm á Íslandskorti sem er í mælikvarðanum 1:800 000?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Á kortum þarf að vera mælikvarði til þess að lesandinn geti áttað sig á því hvert hlutfallið er á milli raunverulegra vegalengda á yfirborði jarðar og vegalengda á kortinu. Mælikvarðinn segir þá til um það hversu mikið er búið að smækka raunveruleikann.

Þetta þýðir að í dæminu sem hér er spurt um samsvarar 1 cm á kortinu 800 000 cm í raunveruleikanum eða 8 km.

Hér hefur mælikvarðinn verið gefinn upp á tvennan hátt, annars vegar sem brot (1:800 000) og hins vegar í orðum (1 cm á korti jafngildir 8 km á jörðu). Þriðja leiðin til þess að gefa upp mælivarða á korti er að nota mállínu en þá er kvarði í hæfilegri lengd teiknaður á kortblaðið og honum skipt í smærri einingar eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Þegar kort eru stækkuð eða minnkuð, en slíkt er til dæmis mjög auðvelt að gera með tölvuforritum, þarf að gæta þess að mælikvarðinn er ekki lengur réttur ef hann er sýndur sem brot eða gefinn upp í setningu. Ef kortið sem hér er spurt um er til dæmis stækkað þá stendur áfram á því að kvarðinn sé 1:800 000 þótt búið sé að teygja á hverjum cm þess. Þegar kvarðinn er sýndur með mállínu en ekki sem brot skiptir hins vegar ekki máli hvort kortið er stækkað eða minnkað, mállínan breytist í réttu hlutfalli.

Mörgum finnst ruglandi þegar talað er um kort í stórum eða litlum mælikvarða. Þeim finnst að stór mælikvarði eigi að merkja stórt svæði og lítill kvarði sýni lítið svæði. Þessu er þó alveg öfugt farið. Kort í stórum mælikvarða sýnir lítið svæði en mikið af smáatriðum á meðan kort í litlum mælikvarða nær yfir stórt svæði en sýnir ekki mikið af smáatriðum. Því lægri sem talan í mælikvarðanum er, því stærri er kvarðinn. Heimskort eru til dæmis í litlum mælikvarða á meðan kort af bæjarfélögum eru venjulega í stórum mælikvarða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Östman, Peter ofl. 2000. Landafræði - maðurinn, auðlindirnar, umhverfið. Reykjavík: Mál og menning.
  • Mynd: J B Krygier.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.2.2010

Spyrjandi

Róbert Þór Einarsson, f. 1992

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu langa vegalengd táknar hver cm á Íslandskorti sem er í mælikvarðanum 1:800 000?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2010, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54964.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2010, 2. febrúar). Hversu langa vegalengd táknar hver cm á Íslandskorti sem er í mælikvarðanum 1:800 000? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54964

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu langa vegalengd táknar hver cm á Íslandskorti sem er í mælikvarðanum 1:800 000?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2010. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54964>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu langa vegalengd táknar hver cm á Íslandskorti sem er í mælikvarðanum 1:800 000?
Á kortum þarf að vera mælikvarði til þess að lesandinn geti áttað sig á því hvert hlutfallið er á milli raunverulegra vegalengda á yfirborði jarðar og vegalengda á kortinu. Mælikvarðinn segir þá til um það hversu mikið er búið að smækka raunveruleikann.

Þetta þýðir að í dæminu sem hér er spurt um samsvarar 1 cm á kortinu 800 000 cm í raunveruleikanum eða 8 km.

Hér hefur mælikvarðinn verið gefinn upp á tvennan hátt, annars vegar sem brot (1:800 000) og hins vegar í orðum (1 cm á korti jafngildir 8 km á jörðu). Þriðja leiðin til þess að gefa upp mælivarða á korti er að nota mállínu en þá er kvarði í hæfilegri lengd teiknaður á kortblaðið og honum skipt í smærri einingar eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Þegar kort eru stækkuð eða minnkuð, en slíkt er til dæmis mjög auðvelt að gera með tölvuforritum, þarf að gæta þess að mælikvarðinn er ekki lengur réttur ef hann er sýndur sem brot eða gefinn upp í setningu. Ef kortið sem hér er spurt um er til dæmis stækkað þá stendur áfram á því að kvarðinn sé 1:800 000 þótt búið sé að teygja á hverjum cm þess. Þegar kvarðinn er sýndur með mállínu en ekki sem brot skiptir hins vegar ekki máli hvort kortið er stækkað eða minnkað, mállínan breytist í réttu hlutfalli.

Mörgum finnst ruglandi þegar talað er um kort í stórum eða litlum mælikvarða. Þeim finnst að stór mælikvarði eigi að merkja stórt svæði og lítill kvarði sýni lítið svæði. Þessu er þó alveg öfugt farið. Kort í stórum mælikvarða sýnir lítið svæði en mikið af smáatriðum á meðan kort í litlum mælikvarða nær yfir stórt svæði en sýnir ekki mikið af smáatriðum. Því lægri sem talan í mælikvarðanum er, því stærri er kvarðinn. Heimskort eru til dæmis í litlum mælikvarða á meðan kort af bæjarfélögum eru venjulega í stórum mælikvarða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Östman, Peter ofl. 2000. Landafræði - maðurinn, auðlindirnar, umhverfið. Reykjavík: Mál og menning.
  • Mynd: J B Krygier.
...