Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig virkar aflgjafinn í tölvum og hvað gerir hann nákvæmlega?

Stefán Þorvarðarson

Aflgjafinn (e. power supply) í tölvu sér um að útvega tölvunni nauðsynlegt rafmagn til að keyra tölvuna. Aflgjafinn í borðtölvu tekur inn venjulegt húsrafmagn en aflgjafinn í fartölvu tekur inn spennu af rafhlöðu. Hann breytir inntaksrafmagninu svo yfir í margar mismunandi spennur sem hinn ýmsi búnaður innan tölvunnar krefst.

Sem dæmi þá þarf harði diskur tölvunnar að fá stöðuga 12 V jafnspennu til að keyra mótorinn innan harða disksins og einnig þarf hann stöðuga 5 V jafnspennu til að keyra rafrásirnar á harða disknum. Spennugjafinn býr einnig til 5 V jafnspennu sem er alltaf til staðar fyrir móðurborð tölvunnar, jafnvel þegar „slökkt“ er á tölvunni. Aflgjafinn býr einnig til 3,3 V spennu og neikvæða -5 V og -12 V spennu.

Aflgjafi sér um að útvega tölvunni nauðsynlegt rafmagn.

Mikilvægt er að aflgjafinn framleiði nauðsynlegar spennur án þess að hitna mikið eða eyða rafmagni í óþarfa. Algengt er að nýtnin í aflgjafa sé 80-95%. Aflgjafinn notar svokallaðar switched-mode-rafrásir sem samanstanda aðallega af þétti, spólu, mosfeta (ákveðin tegund af smára) og smáörgjörva (e. microcontroller) til að framleiða nauðsynleg spennugildi með hárri nýtni.

Mynd:

Höfundur

tölvunarfræðingur

Útgáfudagur

16.4.2012

Spyrjandi

Karl Björnsson

Tilvísun

Stefán Þorvarðarson. „Hvernig virkar aflgjafinn í tölvum og hvað gerir hann nákvæmlega?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2012, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54975.

Stefán Þorvarðarson. (2012, 16. apríl). Hvernig virkar aflgjafinn í tölvum og hvað gerir hann nákvæmlega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54975

Stefán Þorvarðarson. „Hvernig virkar aflgjafinn í tölvum og hvað gerir hann nákvæmlega?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2012. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54975>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig virkar aflgjafinn í tölvum og hvað gerir hann nákvæmlega?
Aflgjafinn (e. power supply) í tölvu sér um að útvega tölvunni nauðsynlegt rafmagn til að keyra tölvuna. Aflgjafinn í borðtölvu tekur inn venjulegt húsrafmagn en aflgjafinn í fartölvu tekur inn spennu af rafhlöðu. Hann breytir inntaksrafmagninu svo yfir í margar mismunandi spennur sem hinn ýmsi búnaður innan tölvunnar krefst.

Sem dæmi þá þarf harði diskur tölvunnar að fá stöðuga 12 V jafnspennu til að keyra mótorinn innan harða disksins og einnig þarf hann stöðuga 5 V jafnspennu til að keyra rafrásirnar á harða disknum. Spennugjafinn býr einnig til 5 V jafnspennu sem er alltaf til staðar fyrir móðurborð tölvunnar, jafnvel þegar „slökkt“ er á tölvunni. Aflgjafinn býr einnig til 3,3 V spennu og neikvæða -5 V og -12 V spennu.

Aflgjafi sér um að útvega tölvunni nauðsynlegt rafmagn.

Mikilvægt er að aflgjafinn framleiði nauðsynlegar spennur án þess að hitna mikið eða eyða rafmagni í óþarfa. Algengt er að nýtnin í aflgjafa sé 80-95%. Aflgjafinn notar svokallaðar switched-mode-rafrásir sem samanstanda aðallega af þétti, spólu, mosfeta (ákveðin tegund af smára) og smáörgjörva (e. microcontroller) til að framleiða nauðsynleg spennugildi með hárri nýtni.

Mynd:

...