Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar og átti hún fleiri börn en Jesú?

Sr. Magnús Erlingsson

Það er ekki margt vitað með vissu um ætt Maríu meyjar. Í Nýja testamentinu eru engar upplýsingar um hvar eða hvenær María hafi verið fædd né heldur er foreldra hennar getið. Í guðspjöllunum er María ávallt kynnt sem móðir Jesú.

María var eiginkona Jósefs. Í fornöld var litið svo á að giftar konur tilheyrðu ætt eiginmanns síns. Þetta sést vel á ættartölum Jesú, sem er að finna bæði í Matteusar- og Lúkasarguðspjalli. Þar er ætt Jesú rakin í gegnum Jósef föður hans og allt aftur til höfuðfeðra Ísraelsmanna. Um ætt Maríu er ekkert fjallað. Þess er þó getið að Elísabet, kona Sakaría, hafi verið frændkona hennar, sjá 1. kaflann hjá Lúkasi. Þar er Elísabet sögð vera af ætt Arons æðsta prests. Hún er þar af leiðandi af ætt Leví, sem var ein af tólf ættkvíslum Ísraels. Samkvæmt ættartali Jesú var Jósef hins vegar af ætt Júda.

Kvenmannsnafnið María samsvarar hebreska nafninu Mirjam, en systir þeirra Arons og Móse hét einmitt þessu sama nafni. Nafnið er mjög algengt enn þann dag í dag meðal Gyðinga. Stúlkur með þessu nafni eru oft kallaðar gælunafninu Mimi.

María mey hefur verið mörgum listamönnum hugleikin. Verk eftir þýska málarann Albrecht Dürer (1471–1528).

Öll guðspjöll Nýja testamentisins og Postulasagan greina frá því að Jesús hafi átt systkini. Í lok 13. kafla Matteusarguðspjalls stendur skrifað: Er þetta ekki sonur smiðsins? Heitir ekki móðir hans María og bræður hans Jakob, Jósef, Símon og Júdas? Og eru ekki systur hans allar hjá okkur?

Í trúarritum, sem eru eilítið yngri en Nýja testamentið, svonefndum apókrýfum ritum Heilagrar ritningar er hins vegar að finna meiri upplýsingar um Maríu. Sumir af þeim textum eru reyndar með nokkrum helgisagnablæ og því kannski ekki hægt að fullyrða um hversu marktækir þeir eru í skilningi sagnfræði og ættfræði. Í Jakobsguðspjalli er greint frá því að foreldrar Maríu hafi heitið Jóakim og Anna og þau hafi átt heima í bænum Sepphoris (nefndur á grísku Dioceserea), sem er rétt hjá Nasaret. Hippolytus kirkjufaðir greinir frá því að systir Önnu hafi verið Sobe, móðir Elísabetar. Samkvæmt þessu voru María og Elísabet systradætur.

Við höfum því ekki miklar heimildir um fjölskyldu Maríu meyjar. Óvíst er hvort hún hafi átt einhver systkini því ofangreind rit minnast ekki á það. Á miðöldum var safnað saman ýmsum helgisögum. Þó svo að þar sé sagt frá atvikum, sem guðspjöllin greina ekki frá, þá bæta þær helgisagnir ekki við miklum upplýsingum um ætt Maríu meyjar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar, er eitthvað vitað um ömmur hennar og afa? Hvað átti María mey mörg börn og hvenær giftust hún og Jósef?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað heita öll börnin hennar Maríu meyjar?


Þetta svar er fengið af vefnum trú.is og birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Höfundur

sóknarprestur á Ísafirði

Útgáfudagur

6.4.2010

Síðast uppfært

20.7.2021

Spyrjandi

Guðmundur Bragason, Herdís Eiríksdóttir

Tilvísun

Sr. Magnús Erlingsson. „Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar og átti hún fleiri börn en Jesú?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2010, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55029.

Sr. Magnús Erlingsson. (2010, 6. apríl). Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar og átti hún fleiri börn en Jesú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55029

Sr. Magnús Erlingsson. „Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar og átti hún fleiri börn en Jesú?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2010. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55029>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar og átti hún fleiri börn en Jesú?
Það er ekki margt vitað með vissu um ætt Maríu meyjar. Í Nýja testamentinu eru engar upplýsingar um hvar eða hvenær María hafi verið fædd né heldur er foreldra hennar getið. Í guðspjöllunum er María ávallt kynnt sem móðir Jesú.

María var eiginkona Jósefs. Í fornöld var litið svo á að giftar konur tilheyrðu ætt eiginmanns síns. Þetta sést vel á ættartölum Jesú, sem er að finna bæði í Matteusar- og Lúkasarguðspjalli. Þar er ætt Jesú rakin í gegnum Jósef föður hans og allt aftur til höfuðfeðra Ísraelsmanna. Um ætt Maríu er ekkert fjallað. Þess er þó getið að Elísabet, kona Sakaría, hafi verið frændkona hennar, sjá 1. kaflann hjá Lúkasi. Þar er Elísabet sögð vera af ætt Arons æðsta prests. Hún er þar af leiðandi af ætt Leví, sem var ein af tólf ættkvíslum Ísraels. Samkvæmt ættartali Jesú var Jósef hins vegar af ætt Júda.

Kvenmannsnafnið María samsvarar hebreska nafninu Mirjam, en systir þeirra Arons og Móse hét einmitt þessu sama nafni. Nafnið er mjög algengt enn þann dag í dag meðal Gyðinga. Stúlkur með þessu nafni eru oft kallaðar gælunafninu Mimi.

María mey hefur verið mörgum listamönnum hugleikin. Verk eftir þýska málarann Albrecht Dürer (1471–1528).

Öll guðspjöll Nýja testamentisins og Postulasagan greina frá því að Jesús hafi átt systkini. Í lok 13. kafla Matteusarguðspjalls stendur skrifað: Er þetta ekki sonur smiðsins? Heitir ekki móðir hans María og bræður hans Jakob, Jósef, Símon og Júdas? Og eru ekki systur hans allar hjá okkur?

Í trúarritum, sem eru eilítið yngri en Nýja testamentið, svonefndum apókrýfum ritum Heilagrar ritningar er hins vegar að finna meiri upplýsingar um Maríu. Sumir af þeim textum eru reyndar með nokkrum helgisagnablæ og því kannski ekki hægt að fullyrða um hversu marktækir þeir eru í skilningi sagnfræði og ættfræði. Í Jakobsguðspjalli er greint frá því að foreldrar Maríu hafi heitið Jóakim og Anna og þau hafi átt heima í bænum Sepphoris (nefndur á grísku Dioceserea), sem er rétt hjá Nasaret. Hippolytus kirkjufaðir greinir frá því að systir Önnu hafi verið Sobe, móðir Elísabetar. Samkvæmt þessu voru María og Elísabet systradætur.

Við höfum því ekki miklar heimildir um fjölskyldu Maríu meyjar. Óvíst er hvort hún hafi átt einhver systkini því ofangreind rit minnast ekki á það. Á miðöldum var safnað saman ýmsum helgisögum. Þó svo að þar sé sagt frá atvikum, sem guðspjöllin greina ekki frá, þá bæta þær helgisagnir ekki við miklum upplýsingum um ætt Maríu meyjar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar, er eitthvað vitað um ömmur hennar og afa? Hvað átti María mey mörg börn og hvenær giftust hún og Jósef?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað heita öll börnin hennar Maríu meyjar?


Þetta svar er fengið af vefnum trú.is og birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. ...