Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Oft er talað um jólatungl og í gamalli vísu er talað um þorratungl. Hvernig veit maður hvaða tungl er jólatungl?

Hér er einnig svarað spurningu sama spyrjanda:

Hvað þarf til að ár sé kallað 13 tungla ár?

Gangur tunglsins skiptist þannig að það er vaxandi eftir að það kviknar, síðan fullt, þá þverrandi uns það hverfur í nokkra daga og er þá kallað nýtt. Síðan kviknar það og umferðin hefst að nýju. Hver umferð tekur 29,53 daga og kallast tunglmánuður (e. lunar month). Jólatunglið er tunglið sem er í sama tunglmánuði og þrettándinn. Þorratunglið er tunglið sem kviknar á þorra eða með öðrum orðum í öðrum tunglmánuði á undan páskatungli. Páskatunglið var stundum áður fyrr líka nefnt Gyðingatungl.


Það er gömul trú að sé tunglið vaxandi á jólum verði næsta ár gott en sé þessu öfugt farið og tunglið sé þverrandi megi búast við slæmu ári. Um slíka hjátrú vitna þessar gömlu vísur:

Hátíð jóla hygg þú að;

hljóðar svo gamall texti:

Ársins gróða þýðir það,

ef þá er tungl í vexti.

En ef máni er þá skerður,

önnur fylgir gáta,

árið nýja oftast verður

í harðari máta.

Tunglmánuðurinn er sem fyrr segir 29,53 dagar og 12 slíkir eru rúmlega 354 dagar. Afgangurinn er 11 dagar. Ef fyrsta tungl ársins fellur á fyrstu 11 daga þess verður þrettánda tungl þaðan í frá fyrir lok ársins. Slík ár eru kölluð 13 tungla ár. Þau koma fyrir um það bil 37 sinnum á hverjum 100 árum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd: Image gallery. Whistler Real Estate.

Útgáfudagur

22.12.2005

Spyrjandi

Bragi Hannibalsson

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Oft er talað um jólatungl og í gamalli vísu er talað um þorratungl. Hvernig veit maður hvaða tungl er jólatungl?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2005. Sótt 16. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5507.

Símon Jón Jóhannsson. (2005, 22. desember). Oft er talað um jólatungl og í gamalli vísu er talað um þorratungl. Hvernig veit maður hvaða tungl er jólatungl? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5507

Símon Jón Jóhannsson. „Oft er talað um jólatungl og í gamalli vísu er talað um þorratungl. Hvernig veit maður hvaða tungl er jólatungl?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2005. Vefsíða. 16. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5507>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Daníel Þór Ólason

1967

Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.