Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni?

EDS

Heimili landsins nota raforku til að knýja hin ýmsu tæki en einnig til lýsingar innan- og utanhúss. Síðan má ekki gleyma því að um 8-9% heimila nota raforku til húshitunar.

Á Vísindavefnum er fróðleg grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem hann kallar Orkumenning og orkusaga. Þar fjallar hann meðal annars um hvernig raforkuþörf íslenskra heimila jókst mikið með því sem Þorsteinn kallar innreið þungra heimilistækja á tímabilinu um 1940-1985. Það tímabil einkenndist af síaukinni notkun á tiltölulega orkufrekum tækjum á heimilunum – tækjum sem komu á markaðinn hvert af öðru og urðu smám saman sjálfsagður hlutur á hverju heimili. Fyrst var það rafmagnseldavélin, síðan fyrsta kynslóð af einföldum þvottavélum og rafknúnum þvottapottum, þá sjálfvirkar þvottavélar, svo ísskápar, frystikistur og loks uppþvottavélar og þurrkarar.

Fjöldi, stærð og notkun heimilistækja og þar með rafmagnsnotkun heimilisins eru að verulegu leyti háð fjölda og aldri einstaklinga á heimilinu. Í efni á vef Orkuveitu Reykjavíkur um bætta orkunýtingu á heimilum kemur fram að til einföldunar megi skipta orkunotkun á heimilum í þrjá flokka eftir fjölda íbúa:

  • Lítil heimili: 2-3 einstaklingar, engin smábörn, rafmagnsnotkun 2.200-3.000 kWh á ári (6-8 kWh á dag).
  • Meðalstór heimili: 4 einstaklingar, smábörn, algengustu heimilistæki, rafmagnsnotkun 3.600-4.200 kWh á ári (10-12 kWh á dag).
  • Stór heimili: 4-6 einstaklingar, flestöll heimilistæki, rafmagnsnotkun 4.800-5.500kWh á ári (13-15 kWh á dag).

Jafnframt er sýnt hvernig dæmigerð skipting orkunotkunar hjá meðalfjölskyldu gæti litið út:

Orkunotkun á meðalheimili.

Athugið að í tölunum hér að ofan er húshitun undanskilin, en þar sem hús eru kynnt með rafmagni fer 70-90% raforkunnar í hitun samkvæmt upplýsingum á vef Orkuseturs og því mun meiri raforkunotkun en þar sem hús eru kynnt á annan hátt.

Heimildir og gröf:

Höfundur

Útgáfudagur

28.12.2012

Spyrjandi

Tryggvi Bragason

Tilvísun

EDS. „Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2012, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55099.

EDS. (2012, 28. desember). Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55099

EDS. „Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2012. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55099>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni?
Heimili landsins nota raforku til að knýja hin ýmsu tæki en einnig til lýsingar innan- og utanhúss. Síðan má ekki gleyma því að um 8-9% heimila nota raforku til húshitunar.

Á Vísindavefnum er fróðleg grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem hann kallar Orkumenning og orkusaga. Þar fjallar hann meðal annars um hvernig raforkuþörf íslenskra heimila jókst mikið með því sem Þorsteinn kallar innreið þungra heimilistækja á tímabilinu um 1940-1985. Það tímabil einkenndist af síaukinni notkun á tiltölulega orkufrekum tækjum á heimilunum – tækjum sem komu á markaðinn hvert af öðru og urðu smám saman sjálfsagður hlutur á hverju heimili. Fyrst var það rafmagnseldavélin, síðan fyrsta kynslóð af einföldum þvottavélum og rafknúnum þvottapottum, þá sjálfvirkar þvottavélar, svo ísskápar, frystikistur og loks uppþvottavélar og þurrkarar.

Fjöldi, stærð og notkun heimilistækja og þar með rafmagnsnotkun heimilisins eru að verulegu leyti háð fjölda og aldri einstaklinga á heimilinu. Í efni á vef Orkuveitu Reykjavíkur um bætta orkunýtingu á heimilum kemur fram að til einföldunar megi skipta orkunotkun á heimilum í þrjá flokka eftir fjölda íbúa:

  • Lítil heimili: 2-3 einstaklingar, engin smábörn, rafmagnsnotkun 2.200-3.000 kWh á ári (6-8 kWh á dag).
  • Meðalstór heimili: 4 einstaklingar, smábörn, algengustu heimilistæki, rafmagnsnotkun 3.600-4.200 kWh á ári (10-12 kWh á dag).
  • Stór heimili: 4-6 einstaklingar, flestöll heimilistæki, rafmagnsnotkun 4.800-5.500kWh á ári (13-15 kWh á dag).

Jafnframt er sýnt hvernig dæmigerð skipting orkunotkunar hjá meðalfjölskyldu gæti litið út:

Orkunotkun á meðalheimili.

Athugið að í tölunum hér að ofan er húshitun undanskilin, en þar sem hús eru kynnt með rafmagni fer 70-90% raforkunnar í hitun samkvæmt upplýsingum á vef Orkuseturs og því mun meiri raforkunotkun en þar sem hús eru kynnt á annan hátt.

Heimildir og gröf:...