Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?

SHE og EDS

Það rafmagn sem notað er á Íslandi er nánast allt framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum ólíkt því sem gerist hjá mjög mörgum öðrum þjóðum sem fá meirihluta raforku sinnar úr brennanlegu eldsneyti.

Rafvæðing Íslands hófst í byrjun 20. aldar þegar menn fóru að virkja bæjarlæki og önnur slík fallvötn. Það var svo undir lok 7. áratugar 20. aldarinnar sem farið var að nota jarðvarma til raforkuframleiðslu, en áður var byrjað að nota hann til húshitunar.

Á vef Orkustofnunar er ýmislegt forvitnilegt að finna, meðal annars tölur um heildarraforkuvinnslu allra stærstu virkjana landsins flokkaðar eftir tegund vinnslu. Gögnin ná aftur til annars áratugar síðustu aldar. Þar kemur skýrt fram að langstærsti hluti íslenskrar raforku á uppruna sinn í vatnsorku en nýting jarðvarma til raforkuvinnslu hefur þó farið vaxandi undanfarin ár og áratugi eins og glöggt má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

ÁrVatnsaflJarðhitiEldsneytiHeild
gWhhlutfall [%]gWhhlutfall [%]gWhhlutfall [%]gWh
20111250772,7470127,320,000117210
2001657481,9145118,13,30,0418028,3
1991415493,82676,060,144427
1981308594,71233,850,31,443258,3
1971154091,2120,7540,22,531592,2

Það er áhugavert að skoða hvað verður um það rafmagn sem framleitt er á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun fer langmest til stóriðju en lítill hluti fer í aðra atvinnustarfsemi og til heimila. Enda skýrist sá mikli vöxtur sem orðið hefur í raforkuframleiðslu á síðastliðnum áratug að mestu leyti af aukinni eftirspurn eftir orku til stóriðju.

Skipting raforkunotkunar árið 2011 eftir notkunarhópum.

Heimildir og graf:

Höfundar

Útgáfudagur

13.12.2012

Spyrjandi

Auður Gunnarsdóttir

Tilvísun

SHE og EDS. „Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2012, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57599.

SHE og EDS. (2012, 13. desember). Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57599

SHE og EDS. „Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2012. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57599>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?
Það rafmagn sem notað er á Íslandi er nánast allt framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum ólíkt því sem gerist hjá mjög mörgum öðrum þjóðum sem fá meirihluta raforku sinnar úr brennanlegu eldsneyti.

Rafvæðing Íslands hófst í byrjun 20. aldar þegar menn fóru að virkja bæjarlæki og önnur slík fallvötn. Það var svo undir lok 7. áratugar 20. aldarinnar sem farið var að nota jarðvarma til raforkuframleiðslu, en áður var byrjað að nota hann til húshitunar.

Á vef Orkustofnunar er ýmislegt forvitnilegt að finna, meðal annars tölur um heildarraforkuvinnslu allra stærstu virkjana landsins flokkaðar eftir tegund vinnslu. Gögnin ná aftur til annars áratugar síðustu aldar. Þar kemur skýrt fram að langstærsti hluti íslenskrar raforku á uppruna sinn í vatnsorku en nýting jarðvarma til raforkuvinnslu hefur þó farið vaxandi undanfarin ár og áratugi eins og glöggt má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

ÁrVatnsaflJarðhitiEldsneytiHeild
gWhhlutfall [%]gWhhlutfall [%]gWhhlutfall [%]gWh
20111250772,7470127,320,000117210
2001657481,9145118,13,30,0418028,3
1991415493,82676,060,144427
1981308594,71233,850,31,443258,3
1971154091,2120,7540,22,531592,2

Það er áhugavert að skoða hvað verður um það rafmagn sem framleitt er á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun fer langmest til stóriðju en lítill hluti fer í aðra atvinnustarfsemi og til heimila. Enda skýrist sá mikli vöxtur sem orðið hefur í raforkuframleiðslu á síðastliðnum áratug að mestu leyti af aukinni eftirspurn eftir orku til stóriðju.

Skipting raforkunotkunar árið 2011 eftir notkunarhópum.

Heimildir og graf:...