Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Nei það geta ekki allir fuglar synt á vatni.
Sumir fuglar eru vel aðlagaðir sundi á vatni, svo sem endur og mávar, enda hafa þessir fuglar sundfit. Fuglar sem ekki eru aðlagaðir sundi lenda hins vegar í erfiðleikum í vatni. Ef til dæmis örn eða fálki lentu á vatni mundu þeir að vísu fljóta um og sjálfsagt reyna að koma sér áfram í vatninu með afkáralegum buslugangi. Ef þeim tækist ekki að ná landi í tæka tíð mundu þeir sjálfsagt drepast en líklega fljóta áfram, þar sem þeir eru bæði léttir og fjaðrahamurinn gefur þeim gott flot.
Stokkönd (
Anas platyrhynchos) á sundi á Reykjavíkurtjörn.
Um fiskana er það að segja að flestir fiskar lifa annað hvort í ferskvatni eða sjó en afar fáar tegundir geta lifað bæði í fersku vatni og sjó.
Sumar tegundir sem nefnast sjógöngutegundir, meðal annars laxfiskar (lax, bleikja og urriði), lifa sem ungviði í fersku vatni en ganga svo til sjávar. Þegar þeir snúa aftur í ána sem þeir ólust upp í, eins og kunnugt er með laxa, stoppa þeir oft í söltu vatni til að aðlagast hinum miklu breytingum sem þeir þurfa að takast á við þegar þeir ganga í ferskvatnið til hrygningar. Aðrar tegundir sem geta bæði lifað í fersku vatni og sjó eru áll og hornsíli.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
Geta allir fuglar synt á vatni? Geta allir fiskar lifað í ferskvatni og sjó? Spurt er vegna þemavinnu með 5 ára börnum í leikskóla sem eru að skoða vatnið.
Jón Már Halldórsson. „Geta allir fuglar synt á vatni og geta allir fiskar lifað bæði í ferskvatni og sjó?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2010, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55146.
Jón Már Halldórsson. (2010, 8. febrúar). Geta allir fuglar synt á vatni og geta allir fiskar lifað bæði í ferskvatni og sjó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55146
Jón Már Halldórsson. „Geta allir fuglar synt á vatni og geta allir fiskar lifað bæði í ferskvatni og sjó?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2010. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55146>.