Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hversu margir búa í Suður-Afríku?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Ýmsar síður á netinu geta gefið okkur hugmyndir um fjölda íbúa í einstökum löndum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? Yfirleitt eru upplýsingar um fólksfjölda áætlaðar enda erfitt að fá nákvæmt yfirlit yfir fjölda íbúa þó við búum svo vel hér á Íslandi að vera með nokkuð nákvæma þjóðskrá sem uppfærð er reglulega.

Suður-Afríka er fimmta fjölmennasta ríki Afríku eins og fram kemur í svarinu Hversu margir búa í Afríku? Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Suður-Afríku (Statistics South Africa) er áætlað að íbúar landsins hafi verið um 46,9 milljónir um mitt ár 2005.

Í öðrum heimildum er að finna aðrar tölur um heildarfjölda íbúa í Suður-Afríku en frávikið er ekki mjög mikið. Til dæmis er áætlað á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna (United Nations Population Division) að Suður-Afríkubúar hafi verið 47,4 milljónir árið 2005 og á The World Factbook er áætlunin 44,3 milljónir fyrir sama ár.Um þriðjungur Suður-Afríkubúa (15,2 milljónir)
eru börn á aldrinum 0-14 ára.

Þegar íbúafjöldi er áætlaður eru ýmsir þættir sem taka þarf tillit til. Þar má nefna frjósemi, það er hversu mörg börn má ætla að hver kona eignist að meðaltali, dánartíðni, meðalævilengd og búferlaflutninga eins og lesa má um í svarinu Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? Hvernig þessir þættir eru ákvarðaðir hefur svo áhrif á útkomu fólksfjöldaspárinnar og skýrir það þennan mun á spám mismunandi aðila.

Einn þeirra þátta sem taka þarf sérstaklega tillit til í Suður-Afríku, eins og mörgum öðrum Afríkulöndum, er tíðni HIV-jákvæðra og alnæmissmitaðra. Sjúkdómurinn hefur meðal annars þau áhrif á tölfræðina að meðalævilengd er áætluð lægri en annars væri, ungbarnadauði og dánartíðni almennt eru áætluð hærri, fólksfjölgun talin hægari og aldurspíramítinn verður skekktur.

Það hefur því áhrif á endanlega áætlun fólksfjöldans hver tíðni sjúkdómsins er talin vera. Hjá Hagstofu Suður-Afríku er til dæmis gert ráð fyrir að 16,7% allra á aldrinum 15-49 séu smitaðir af HIV-veirunni en The World Factbook áætlar að þetta hlutfall sé 21,5% og skýrir þetta að einhverju leyti þann mun sem er að finna á tölum um fólksfjölda í þessum heimildum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.1.2006

Spyrjandi

Snæfríður Björg, f. 1996

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu margir búa í Suður-Afríku?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2006. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5582.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2006, 20. janúar). Hversu margir búa í Suður-Afríku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5582

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu margir búa í Suður-Afríku?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2006. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5582>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir búa í Suður-Afríku?
Ýmsar síður á netinu geta gefið okkur hugmyndir um fjölda íbúa í einstökum löndum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? Yfirleitt eru upplýsingar um fólksfjölda áætlaðar enda erfitt að fá nákvæmt yfirlit yfir fjölda íbúa þó við búum svo vel hér á Íslandi að vera með nokkuð nákvæma þjóðskrá sem uppfærð er reglulega.

Suður-Afríka er fimmta fjölmennasta ríki Afríku eins og fram kemur í svarinu Hversu margir búa í Afríku? Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Suður-Afríku (Statistics South Africa) er áætlað að íbúar landsins hafi verið um 46,9 milljónir um mitt ár 2005.

Í öðrum heimildum er að finna aðrar tölur um heildarfjölda íbúa í Suður-Afríku en frávikið er ekki mjög mikið. Til dæmis er áætlað á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna (United Nations Population Division) að Suður-Afríkubúar hafi verið 47,4 milljónir árið 2005 og á The World Factbook er áætlunin 44,3 milljónir fyrir sama ár.Um þriðjungur Suður-Afríkubúa (15,2 milljónir)
eru börn á aldrinum 0-14 ára.

Þegar íbúafjöldi er áætlaður eru ýmsir þættir sem taka þarf tillit til. Þar má nefna frjósemi, það er hversu mörg börn má ætla að hver kona eignist að meðaltali, dánartíðni, meðalævilengd og búferlaflutninga eins og lesa má um í svarinu Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? Hvernig þessir þættir eru ákvarðaðir hefur svo áhrif á útkomu fólksfjöldaspárinnar og skýrir það þennan mun á spám mismunandi aðila.

Einn þeirra þátta sem taka þarf sérstaklega tillit til í Suður-Afríku, eins og mörgum öðrum Afríkulöndum, er tíðni HIV-jákvæðra og alnæmissmitaðra. Sjúkdómurinn hefur meðal annars þau áhrif á tölfræðina að meðalævilengd er áætluð lægri en annars væri, ungbarnadauði og dánartíðni almennt eru áætluð hærri, fólksfjölgun talin hægari og aldurspíramítinn verður skekktur.

Það hefur því áhrif á endanlega áætlun fólksfjöldans hver tíðni sjúkdómsins er talin vera. Hjá Hagstofu Suður-Afríku er til dæmis gert ráð fyrir að 16,7% allra á aldrinum 15-49 séu smitaðir af HIV-veirunni en The World Factbook áætlar að þetta hlutfall sé 21,5% og skýrir þetta að einhverju leyti þann mun sem er að finna á tölum um fólksfjölda í þessum heimildum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...