Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru höfuðborgir Suður-Afríku?

ÍDÞ

Langflest ríki heimsins hafa einungis eina höfuðborg en einhver, líkt og Suður-Afríka, hafa fleiri en eina.

Suður-Afríka er, eins og nafnið gefur til kynna, syðst í Afríku. Landið er 1.219.090 km2 eða um tólf sinnum stærra en Ísland. Áætlaður mannfjöldi í júlí árið 2010 er rétt rúmlega 49 milljónir.



Í Suður-Afríku eru þrjár höfuðborgir en ástæða þessarar skiptingar liggur í þrískiptingu ríkisvaldsins. Höfuðborgirnar eru Bloemfontein en hún fer með dómsvaldið, Höfðaborg (e. Cape Town), sem fer með löggjafarvaldið, og svo Pretoría en hún fer með framkvæmdavaldið. Aftur á móti er Jóhannesarborg (e. Johannesburg) stærsta borg landsins. Í landinu eru níu sýslur eða fylki.

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2010 fór fram í Suður-Afríku en þar var spilað í alls níu borgum, þar á meðal öllum höfuðborgunum þremur. Úrslitaleikurinn fór fram í Jóhannesarborg.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.7.2010

Spyrjandi

Nanna Einarsdóttir

Tilvísun

ÍDÞ. „Hverjar eru höfuðborgir Suður-Afríku?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2010, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8820.

ÍDÞ. (2010, 13. júlí). Hverjar eru höfuðborgir Suður-Afríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8820

ÍDÞ. „Hverjar eru höfuðborgir Suður-Afríku?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2010. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8820>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru höfuðborgir Suður-Afríku?
Langflest ríki heimsins hafa einungis eina höfuðborg en einhver, líkt og Suður-Afríka, hafa fleiri en eina.

Suður-Afríka er, eins og nafnið gefur til kynna, syðst í Afríku. Landið er 1.219.090 km2 eða um tólf sinnum stærra en Ísland. Áætlaður mannfjöldi í júlí árið 2010 er rétt rúmlega 49 milljónir.



Í Suður-Afríku eru þrjár höfuðborgir en ástæða þessarar skiptingar liggur í þrískiptingu ríkisvaldsins. Höfuðborgirnar eru Bloemfontein en hún fer með dómsvaldið, Höfðaborg (e. Cape Town), sem fer með löggjafarvaldið, og svo Pretoría en hún fer með framkvæmdavaldið. Aftur á móti er Jóhannesarborg (e. Johannesburg) stærsta borg landsins. Í landinu eru níu sýslur eða fylki.

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2010 fór fram í Suður-Afríku en þar var spilað í alls níu borgum, þar á meðal öllum höfuðborgunum þremur. Úrslitaleikurinn fór fram í Jóhannesarborg.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...