Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?

Eiríkur Bergmann

Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB.

Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sviðum til sameiginlegra stofnana. Með öðrum orðum telja aðildarríkin að sum viðfangsefni séu þess eðlis að hagsmunum ríkjanna á þessum sviðum sé betur borgið með sameiginlegu átaki heldur en með því að takast á við þau hvert í sínu lagi.

Eftir að Maastricht-sáttmálinn gekk í gildi árið 1993 hefur skipulag Evrópusambandsins verið byggt á þremur stoðum. Fyrsta stoðin er mikilvægust og hefur að geyma lungann úr efnahagssamstarfinu. Hún felur í sér sameiginlegan innri markað (Single Euroepan Market) eða fjórfrelsið svokallaða ("four freedoms"), það er að segja frjálsa hreyfingu fólks, vöru, þjónustu og fjármagns, en í því felast meðal annars frjálsir flutningar vinnuafls innan sambandsins. Auk þess falla undir fyrstu stoðina margvísleg stefnumál, svo sem vísinda- og menntamál og samstarf á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála. Í annarri stoðinni er stefnan í utanríkisviðskiptum og sameiginleg utanríkis- og varnarmálastefna. Undir þriðju stoðina fellur svo samstarf á sviði innanríkis- og dómsmála. Fyrsta stoðin felur í sér yfirþjóðlega ákvarðanatöku en í annarri og þriðju stoðinni líkist samstarfið frekar hefðbundnu milliríkjasamstarfi.


Fyrsta stoð Evrópusambandsins byggist að miklu leyti á Rómarsáttmálanum frá 1957, en myndin sýnir undirritun hans.

Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) árið 1994 varð Ísland hluti af innri markaði ESB, fjórfrelsinu, sem segja má að sé kjarninn í evrópsku samstarfi. Auk þess fékk Ísland aðgang að samstarfsverkefnum ESB á sviði vísinda-, mennta-, og menningarmála. Um leið skuldbundu Íslendingar sig til að taka upp svo til alla löggjöf ESB sem fjallar um innri markaðinn, sjá nánari umfjöllun um stöðu EES í svari sama höfundar við spurningunni Er samningurinn um evrópska efnahagssvæðið barn síns tíma?. Árið 2001 fékk Ísland svo fulla aðild að Schengen-samstarfinu um landamæragæslu ásamt ýmsum þáttum í löggæslusamstarfi ESB. Með því tökum við þátt í samstarfi ESB á flestum sviðum sem falla undir þriðju stoðina.

Við sjáum af þessu að Ísland er nú þegar virkur þátttakandi í margs konar samstarfi sem fer fram innan ESB, en meðal þess sem mundi bætast við með fullri aðild eru fyrst og fremst sjávarútvegsmál, landbúnaðar- og byggðamál. Þá þarf einnig að skoða utanríkissamstarfið, einkum utanríkisviðskipti. Þar fyrir utan þarf að skoða áhrif ESB-aðildar á ákvarðanatöku og fullveldi Íslands ásamt því að leggja mat á kostnaðaráhrif. Aðild að myntbandalaginu og upptaka evrunnar er svo sérstök ákvörðun sem ekki verður rædd hér frekar.

Ómögulegt er að vita hvaða áhrif Evrópusambandsaðild myndi hafa á íslenskan sjávarútveg fyrr en aðildarsamningur liggur fyrir. Andstæðingar ESB-aðildar hafa haldið því fram að Ísland geti aldrei sætt sig við fiskveiðistefnu sambandsins og að útilokað sé að fá viðunandi samning um þann málaflokk þar sem ný aðildarríki verði að taka yfir óbreyttar reglugerðir ESB. Þeir hafa einnig haldið því fram að við aðild að ESB muni Ísland missa yfirráð yfir auðlindinni í hendur erlendrar yfirstjórnar. Aðildarsinnar hafa hins vegar bent á að fjölmörg ríki hafi fengið varanlegar undanþágur frá stefnumálum ESB í aðildarviðræðum; til að mynda fékk Malta slíka undanþágu í sjávarútvegi. Í takt við það hafa aðildarsinnar hugsað sér í fyrstu að í aðildarsamningi yrðu íslensku fiskimiðin gerð að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sjávarútvegsstefnu ESB og það yrði áfram undir fullri stjórn Íslendinga.

Íslenskur landbúnaður tæki ef til vill miklum breytingum við inngöngu landsins í Evrópusambandið. Ef ekki yrði samið um sérstakar undanþágur yrði innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum frjáls. Það gæti haft í för með sér stórlækkað matvælaverð fyrir íslenska neytendur en einnig stóraukna samkeppni innlendra og erlendra framleiðenda. Á móti yrðu markaðir ESB að heimamarkaði fyrir íslenskar landbúnaðarvörur og bændur á Íslandi fengju aðild að umfangsmiklu styrkjakerfi ESB. Þessi leið lítilla undantekninga mundi þýða verulegar breytingar í íslenskum landbúnaði en afar erfitt er að svo stöddu að bera saman ávinning og tap. Auk þess er líka hugsanlegt að samið yrði um aðra leið ef menn kjósa það þegar allt er tekið með í reikninginn.


Innganga Íslands í Evrópusambandið hefði líklega hvað mest áhrif á landbúnað.

Evrópusambandið er meðal annars tollabandalag með sameiginlega tollskrá gagnvart ríkjum utan þess. Við aðild að Evrópusambandinu næði stefna ESB í utanríkisviðskiptum, viðskiptasamningar og tollskrá því einnig til Íslands. Tollar ESB og Íslands eru þó að meðaltali nokkuð svipaðir þannig að breytingin yrði ekki ýkja mikil.

Erfitt er að meta fyrirfram kostnað eða efnahagslegan ávinning sem hlytist af Evrópusambandsaðild enda færi slíkt mjög eftir niðurstöðum aðildarsamnings og pólitískum ákvörðunum sem ómögulegt er að sjá fyrir. Þó er hægt að draga saman nokkrar ályktanir. Miðað við regluna um að heildarframlag ESB-ríkja fari ekki yfir 1,27 prósent af landsframleiðslu yrði heildarframlag Íslands undir tíu milljörðum króna á ári. Hvað kæmi til baka er óljósara reikningsdæmi. Í samantekt Auke Baas, starfsmanns á fjárlagaskrifstofu Evrópuþingsins, frá árinu 2002 er bent á að ekki sé útilokað að Ísland þiggi meira úr sjóðum ESB en það leggi til; það fari eftir skilgreiningu í aðildarviðræðum á forgangi er varðar byggðauppbyggingu. Slík niðurstaða gengi hins vegar gegn markmiðum um samtryggingarkerfi í Evrópu og framlag ríkari þjóða til hinna fátækari. Nær er að miða við niðurstöður úr skýrslu Deloitte & Touche frá árinu 2003 en þar kemur fram að nái Ísland hagstæðum samningum hvað varðar byggðaþróun vegna harðbýlis og legu landsins ætti hreint (nettó) framlag Íslands ekki að fara yfir 2,5 milljarða króna á ári.

EES-samningurinn felur í sér að Ísland lögtekur lagaákvarðanir ESB sem falla undir innri markaðinn. Við fulla aðild að ESB fengi Ísland hlutdeild í þessari lagasetningu. Á móti kemur að þá myndi lagasetning Evrópusambandsins einnig ná til sviða á borð við landbúnaðarmál, byggðamál, sjávarútvegsmál, tollamál og jafnvel peningamál ef Ísland tæki upp evruna.

Nánari upplýsingar er að finna í bókinni Evrópusamruninn og Ísland, leiðavísir um samrunaþróun Evrópu og stöðu Íslands í evrópsku samstarfi eftir Eirík Bergmann Einarsson sem kom út hjá Háskólaútgáfunni hausið 2003.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Aðrir spyrjendur voru: Jóhanna Hlöðversdóttir, f. 1989, Ásdís Rut Guðmundsdóttir, f. 1989, Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1987 og Katrín Árnadóttir.

Höfundur

dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst

Útgáfudagur

25.1.2006

Spyrjandi

Helgi Bragason

Tilvísun

Eiríkur Bergmann. „Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2006, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5590.

Eiríkur Bergmann. (2006, 25. janúar). Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5590

Eiríkur Bergmann. „Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2006. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5590>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?
Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB.

Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sviðum til sameiginlegra stofnana. Með öðrum orðum telja aðildarríkin að sum viðfangsefni séu þess eðlis að hagsmunum ríkjanna á þessum sviðum sé betur borgið með sameiginlegu átaki heldur en með því að takast á við þau hvert í sínu lagi.

Eftir að Maastricht-sáttmálinn gekk í gildi árið 1993 hefur skipulag Evrópusambandsins verið byggt á þremur stoðum. Fyrsta stoðin er mikilvægust og hefur að geyma lungann úr efnahagssamstarfinu. Hún felur í sér sameiginlegan innri markað (Single Euroepan Market) eða fjórfrelsið svokallaða ("four freedoms"), það er að segja frjálsa hreyfingu fólks, vöru, þjónustu og fjármagns, en í því felast meðal annars frjálsir flutningar vinnuafls innan sambandsins. Auk þess falla undir fyrstu stoðina margvísleg stefnumál, svo sem vísinda- og menntamál og samstarf á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála. Í annarri stoðinni er stefnan í utanríkisviðskiptum og sameiginleg utanríkis- og varnarmálastefna. Undir þriðju stoðina fellur svo samstarf á sviði innanríkis- og dómsmála. Fyrsta stoðin felur í sér yfirþjóðlega ákvarðanatöku en í annarri og þriðju stoðinni líkist samstarfið frekar hefðbundnu milliríkjasamstarfi.


Fyrsta stoð Evrópusambandsins byggist að miklu leyti á Rómarsáttmálanum frá 1957, en myndin sýnir undirritun hans.

Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) árið 1994 varð Ísland hluti af innri markaði ESB, fjórfrelsinu, sem segja má að sé kjarninn í evrópsku samstarfi. Auk þess fékk Ísland aðgang að samstarfsverkefnum ESB á sviði vísinda-, mennta-, og menningarmála. Um leið skuldbundu Íslendingar sig til að taka upp svo til alla löggjöf ESB sem fjallar um innri markaðinn, sjá nánari umfjöllun um stöðu EES í svari sama höfundar við spurningunni Er samningurinn um evrópska efnahagssvæðið barn síns tíma?. Árið 2001 fékk Ísland svo fulla aðild að Schengen-samstarfinu um landamæragæslu ásamt ýmsum þáttum í löggæslusamstarfi ESB. Með því tökum við þátt í samstarfi ESB á flestum sviðum sem falla undir þriðju stoðina.

Við sjáum af þessu að Ísland er nú þegar virkur þátttakandi í margs konar samstarfi sem fer fram innan ESB, en meðal þess sem mundi bætast við með fullri aðild eru fyrst og fremst sjávarútvegsmál, landbúnaðar- og byggðamál. Þá þarf einnig að skoða utanríkissamstarfið, einkum utanríkisviðskipti. Þar fyrir utan þarf að skoða áhrif ESB-aðildar á ákvarðanatöku og fullveldi Íslands ásamt því að leggja mat á kostnaðaráhrif. Aðild að myntbandalaginu og upptaka evrunnar er svo sérstök ákvörðun sem ekki verður rædd hér frekar.

Ómögulegt er að vita hvaða áhrif Evrópusambandsaðild myndi hafa á íslenskan sjávarútveg fyrr en aðildarsamningur liggur fyrir. Andstæðingar ESB-aðildar hafa haldið því fram að Ísland geti aldrei sætt sig við fiskveiðistefnu sambandsins og að útilokað sé að fá viðunandi samning um þann málaflokk þar sem ný aðildarríki verði að taka yfir óbreyttar reglugerðir ESB. Þeir hafa einnig haldið því fram að við aðild að ESB muni Ísland missa yfirráð yfir auðlindinni í hendur erlendrar yfirstjórnar. Aðildarsinnar hafa hins vegar bent á að fjölmörg ríki hafi fengið varanlegar undanþágur frá stefnumálum ESB í aðildarviðræðum; til að mynda fékk Malta slíka undanþágu í sjávarútvegi. Í takt við það hafa aðildarsinnar hugsað sér í fyrstu að í aðildarsamningi yrðu íslensku fiskimiðin gerð að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sjávarútvegsstefnu ESB og það yrði áfram undir fullri stjórn Íslendinga.

Íslenskur landbúnaður tæki ef til vill miklum breytingum við inngöngu landsins í Evrópusambandið. Ef ekki yrði samið um sérstakar undanþágur yrði innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum frjáls. Það gæti haft í för með sér stórlækkað matvælaverð fyrir íslenska neytendur en einnig stóraukna samkeppni innlendra og erlendra framleiðenda. Á móti yrðu markaðir ESB að heimamarkaði fyrir íslenskar landbúnaðarvörur og bændur á Íslandi fengju aðild að umfangsmiklu styrkjakerfi ESB. Þessi leið lítilla undantekninga mundi þýða verulegar breytingar í íslenskum landbúnaði en afar erfitt er að svo stöddu að bera saman ávinning og tap. Auk þess er líka hugsanlegt að samið yrði um aðra leið ef menn kjósa það þegar allt er tekið með í reikninginn.


Innganga Íslands í Evrópusambandið hefði líklega hvað mest áhrif á landbúnað.

Evrópusambandið er meðal annars tollabandalag með sameiginlega tollskrá gagnvart ríkjum utan þess. Við aðild að Evrópusambandinu næði stefna ESB í utanríkisviðskiptum, viðskiptasamningar og tollskrá því einnig til Íslands. Tollar ESB og Íslands eru þó að meðaltali nokkuð svipaðir þannig að breytingin yrði ekki ýkja mikil.

Erfitt er að meta fyrirfram kostnað eða efnahagslegan ávinning sem hlytist af Evrópusambandsaðild enda færi slíkt mjög eftir niðurstöðum aðildarsamnings og pólitískum ákvörðunum sem ómögulegt er að sjá fyrir. Þó er hægt að draga saman nokkrar ályktanir. Miðað við regluna um að heildarframlag ESB-ríkja fari ekki yfir 1,27 prósent af landsframleiðslu yrði heildarframlag Íslands undir tíu milljörðum króna á ári. Hvað kæmi til baka er óljósara reikningsdæmi. Í samantekt Auke Baas, starfsmanns á fjárlagaskrifstofu Evrópuþingsins, frá árinu 2002 er bent á að ekki sé útilokað að Ísland þiggi meira úr sjóðum ESB en það leggi til; það fari eftir skilgreiningu í aðildarviðræðum á forgangi er varðar byggðauppbyggingu. Slík niðurstaða gengi hins vegar gegn markmiðum um samtryggingarkerfi í Evrópu og framlag ríkari þjóða til hinna fátækari. Nær er að miða við niðurstöður úr skýrslu Deloitte & Touche frá árinu 2003 en þar kemur fram að nái Ísland hagstæðum samningum hvað varðar byggðaþróun vegna harðbýlis og legu landsins ætti hreint (nettó) framlag Íslands ekki að fara yfir 2,5 milljarða króna á ári.

EES-samningurinn felur í sér að Ísland lögtekur lagaákvarðanir ESB sem falla undir innri markaðinn. Við fulla aðild að ESB fengi Ísland hlutdeild í þessari lagasetningu. Á móti kemur að þá myndi lagasetning Evrópusambandsins einnig ná til sviða á borð við landbúnaðarmál, byggðamál, sjávarútvegsmál, tollamál og jafnvel peningamál ef Ísland tæki upp evruna.

Nánari upplýsingar er að finna í bókinni Evrópusamruninn og Ísland, leiðavísir um samrunaþróun Evrópu og stöðu Íslands í evrópsku samstarfi eftir Eirík Bergmann Einarsson sem kom út hjá Háskólaútgáfunni hausið 2003.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Aðrir spyrjendur voru: Jóhanna Hlöðversdóttir, f. 1989, Ásdís Rut Guðmundsdóttir, f. 1989, Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1987 og Katrín Árnadóttir....